Fréttablaðið - 04.10.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 04.10.2006, Síða 16
 4. október 2006 MIÐVIKUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Bandaríkjamenn eru sem í losti eftir röð skotárása í grunnskólum landsins síð- ustu daga. Í gær dóu úr sár- um sínum á sjúkrahúsi tvær stúlkur til viðbótar þeim þremur sem dóu samstund- is er 32 ára gamall karl- maður úr nágrenninu skaut á alls ellefu skólastúlkur í litlum skóla Amish-fólks í friðsælli sveit um 80 km vestur af Fíladelfíu í Penn- sylvaníuríki í fyrradag. Hinar stúlkurnar sex eru enn á sjúkrahúsi með misalvarleg skot- sár. Ódæðismaðurinn svipti sig lífi er lögregla réðst til inngöngu í skól- ann. Þetta var fjórða og alvarlegasta skotárásin í bandarískum skólum á nokkrum dögum. George W. Bush Bandaríkjaforseti brást við þessum hörmungarfréttum í gær með því að gefa dómsmálaráðherranum Alberto Gonzalo og menntamála- ráðherranum Margaret Spelling fyrirmæli um að fá fulltrúa lög- gæslu- og menntamálayfirvalda til viðræðna um aðgerðir til að hindra að slíkt endurtæki sig. Dana Perino, talsmaður forsetans, greindi frá þessu í gær. Hún sagði að í viðræð- unum ætti að ræða hvernig alríkis- stjórnin gæti beitt sér til að bæta öryggi í skólum landsins og til að hjálpa þeim samfélögum sem orðið hafa fyrir ofbeldisglæpum af þessu tagi. Í næstu viku væri áformað að halda ráðstefnu með fulltrúum alríkislögreglunnar FBI og samtaka kennara og foreldra. „Það fyllir bandarísku þjóðina óstjórnlegum harmi þegar saklaus skólabörn eru tekin í gíslingu og þau skotin niður,“ sagði Perino. Vildi drepa stúlkur Harmleikurinn í fyrradag hófst með því að mjólkurbílstjórinn Charles C. Roberts ók á pallbíl sínum að litla barnaskólanum í Amish-sveitaþorpinu Nickel Mines um kl. hálfellefu að morgni, óð þar inn vopnaður skammbyssu og haglabyssu, auk skot- og verkfæra. Þá voru um 30 manns staddir í einu skólastofu hússins og maðurinn byrjaði á því að senda alla drengi út. Ófrískri kennslukonunni tókst líka að komast undan. Eftir urðu fimmtán ára aðstoðarstúlka kenn- arans og tíu stúlkur á aldrinum sex til þrettán ára. Hann lét þær raða sér upp við töfluna við enda stof- unnar og batt þær á höndum og fótum með vír og límbandi. Þá negldi hann fyrir dyrnar með viðar- plönkum sem hann hafði meðferð- is. Kennslukonan sem komst undan gat gert lögreglu viðvart frá nálæg- um sveitabæ. Enginn sími var í skólanum, þar sem Amish-fólk reynir að lifa án allra nútíma tæknit- óla. Og glæpir eru nánast óþekktir í sveitasamfélagi hins hlédræga og friðelskandi sértrúarsöfnuðar. Er lögreglan kom á vettvang gat hún lítið gert. „Hann raðaði þeim upp greinilega eins og við aftöku og skaut þær í höfuðið,“ sagði talsmað- ur lögreglunnar. Þegar lögreglu- mennirnir höfðu brotið sér leið inn í skólastofuna blasti við hryllileg sjón. Tvær stúlkur voru látnar, auk ódæðismannsins sem hafði skotið sjálfan sig í höfuðið. Ein stúlkan dó í örmum lögreglumanns er hann var að bera hana út til að hún kæm- ist undir læknishendur. „Hann vildi finna kvenkyns fórn- arlömb,“ sagði Jeffrey B. Miller hjá ríkislögreglu Pennsylvaníu. Roberts var sjálfur ekki meðlimur Amish- trúfélagsins þótt hann byggi í nágrenninu. „Hann var reiður út í eigið líf, út í Guð,“ sagði Miller. „Það lítur út fyrir að hann hafi valið þennan skóla vegna þess að hann var í nágrenni við heimili hans, vegna þess að þar voru kvenkyns fórnarlömb sem hann leitaði að, og sennilega vegna þess að það var auðveldara að vaða þar inn en í stærri skóla.“ Sagður ástríkur fjölskyldufaðir Roberts var þriggja barna fjöl- skyldufaðir og hvorki á sakaskrá né var vitað til að hann hefði átt við geðræn vandamál að stríða. Hann kvað hafa talað við eiginkonu sína í síma úr skólastofunni, rétt áður en hann hóf skothríðina. Hann á að hafa sagt við hana: „Löggan er komin. Ég kem ekki heim.“ Að sögn lögreglu sagði hann eiginkonunni að hann væri að hefna fyrir eitt- hvað sem var gert á hans hlut fyrir tuttugu árum. Miller vildi ekki greina nánar frá því hvað það hefði verið. Miller tjáði NBC-sjónvarpsstöð- inni að Roberts-hjónin hefðu misst dóttur „um það bil fyrir þremur árum“ og það kynni að hafa átt þátt í því sem rak Roberts til að fremja ódæðið. Roberts skildi eftir kveðjubréf heima hjá sér, eftir að hann skilaði börnum sínum í skólabílinn. Að sögn Millers höfðu samstarfsmenn Roberts upplýst að hann hefði verið þunglyndur síðustu mánuði, en hefði síðan mætt til vinnu óvenju kátur í lok síðustu viku. Telur lög- reglan það vísbendingu um að hann hafi þá verið búinn að ákveða innra með sér að kveðja þennan heim með þeim skelfilega hætti sem raunin varð. Í skriflegri yfirlýsingu frá eigin- konu Roberts, Marie, segir hún eig- inmann sinn hafa verið „ástríkan og umhyggjusaman föður“ sem hefði „aldrei vikið sér undan því að hjálpa til við að skipta um bleyju“. Hliðstæð árás í Colorado Árás Roberts átti sér nokkra hlið- stæðu við árás sem heimilislaus maður gerði í skóla í Bailey í Color- ado í síðustu viku, en að sögn Mill- ers er talið ólíklegt að um hermig- læp sé að ræða. Í árásinni í Bailey tók árásarmaðurinn sex stúlkur í gíslingu. Hann skaut eina þeirra til bana og síðan sjálfan sig. Sá kvað hafa verið kynferðisafbrotamaður. Síðastliðinn föstudag skaut fimmtán ára piltur skólastjórann í gamla skólanum sínum til bana í Cazenovia í Wisconsin. Fyrir tveim- ur vikum gekk vopnaður maður berserksgang í skóla í Montreal í Kanada og drap eina konu og særði nítján manns, marga alvarlega. Á mánudag var vopnaðs nemanda í skóla í Las Vegas í Nevada leitað af lögreglu. Svona erum við > Fjöldi gjaldþrota félaga á Íslandi Fækkar ekki endilega Nýlega voru sett lög um erlenda starfsmenn, sem kveða á um að starfsfólki frá löndum innan EES-svæðisins er veittur forgangur að íslenskum vinnumark- aði, fram yfir umsækjendur frá öðrum löndum. Hildur Dungal er forstjóri Útlendingastofnunar og varð fyrir svörum um áhrif hinna nýju laga. Getur fólk utan EES sótt vinnu hingað? Beint aðgengi að íslenskum vinnu- markaði er takmarkaðra, fyrst og fremst vegna þess að við getum mjög auðveldlega fengið hingað fólk í vinnu af EES-vinnusvæðinu, sem við erum hluti af. Auðvitað getur alltaf verið eitthvað sem ekki er hægt að manna á EES-svæðinu. Það eru þá frekar sérfræðistörf, þegar þarf einhvern ákveðinn aðila með ákveðna menntun. Það er eitthvað sem er horft í við veitingu leyfa. Hefur útlendingum, öðrum en evrópskum, fækkað eftir að nýju lögunum var hrint í framkvæmd? Það hefur ekki orðið svo mikil breyting. Við erum að sjá aukningu í öðrum tegundum af leyfum. Til dæmis er þónokkur aukning í veit- ingu makaleyfa, þar sem fólk getur komið hingað á grundvelli hjúskap- ar. Þannig að það hefur ekki orðið umtalsverð fækkun á útgefnun leyfum fyrir fólk utan EES. SPURT & SVARAÐ NÝ LÖG UM ÚTLENDINGA HILDUR DUNGAL FORSTJÓRI ÚTLEND- INGASTOFNUNAR 23 3 52 8 37 2 1998 1990 2005 Heimild: Hagstofa Íslands verð kr. 39.990 Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. M.v. tvíbýli á Mercure Duna *** í 4 nætur með morgunmat 6. eða 13. október. Netverð á mann. Flug og gisting - örfá sæti laus! Heimsferðir bjóða glæsilega fjögurra nátta helgarferð til þessarar stórkostlegu borgar í hjarta Evrópu. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri getrisni Ungverja. Bjóðum “stökktu tilboð” á frábæru verði 6. október - þú bókar fl ugsæti og 2 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. verð kr. 29.990 Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. M.v. “stökktu tilboð” í 4 nætur með morgunmat 6. október. Netverð á mann. Fólk úr trúarhópnum Amish komst í fréttir í fyrradag, eftir að fullorðinn byssumaður réðst inn í barnaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjun- um og myrti fimm telpur áður en hann tók sitt eigið líf. Byssumaðurinn var ekki af Amish- fólki og virðist ekki hafa haft neitt á móti trú þeirra eða lifnaðarháttum, þrátt fyrir voðaverkið. Lítlum fregnum fer hins vegar yfirleitt af Amish-fólkinu, sem lifir oftast nær afar kyrrlátu lífi og hefur lítið með umheiminn að gera. Hvert er Amish-fólkið? Amish eru kristnir bókstafstrú- armenn sem settust fyrst að í Pennsylvaníu á þriðja áratug átjándu aldar og voru margir hverjir á flótta undan ofsókn- um fyrrum landa sinna í Evrópu. Nú búa um 200.000 Amish menn í yfir 20 ríkjum Banda- ríkjanna, sem og í Ontaríó-fylki í Kanada. Hvernig lifir Amish- fólk? Við fyrstu sýn er engu líkara en að Amish- fólkið hafi einfaldlega stigið út úr sveitaþorpi 19. aldar. Það notast ekki við nútímaþægindi sem þykja sjálfsögð á flestum vestrænum heimilum, og hafa margir til dæmis hvorki rafmagn né síma á heimilum sínum. Eins notast flestir frekar við hestvagna, frekar en bíla. Fólkið rekur sína eigin barnaskóla og sinnir hvorki herþjónustu né þiggur félagslega þjón- ustu frá ríkisstjórninni. Áhrif nútímans? Þó lifa ekki allir eftir jafn ströngum reglum, símar finnast á sumum búgörðum og þorps- ráðin geta leyft að rafmagn sé notað undir ákveðnum kringumstæðum. Að sjálfsögðu koma upp vandamál meðal Amish-manna líkt og annars staðar, en þeir halda þeim oftast fyrir sig. En þó að byssur séu tiltölulega algengar á Amish-heimilum, því þær eru notaðar við veiðar á villtum dýrum, hefur lítið farið fyrir byssuglæpum í samfélögum þeirra hingað til. Þó fer Amish-fólkið ekki varhluta af þrýst- ingi frá umheiminum. Til dæmis segja frétta- skýrendur að lög um barnaþrælkun ógni nú hefðbundnu lífi þess. FBL-GREINING: AMISH SÉRTRÚARSÖFNUÐURINN Markviss einangrun frá umheiminum Harmur eftir blóðbað í skólum FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is GÁTLISTI GLÆPS Jeffrey B. Miller, talsmaður lögreglunnar í Pennsylvaníu, sýnir á blaðamannafundi minnisbók ódæðismannsins með lista yfir það sem hann hafði með sér í árásinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP CHARLES C. ROBERTS Ódæðismaðurinn. AMISH-BÖRN Í NICKEL MINES Amish-börn og eldri kona sjást hér í hestvagni í þorp- inu Nickel Mines í gær, nálægt skólanum sem ódæðið var framið í. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.