Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 23
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Ingibjörg Ólafsdóttir er á síðasta ári í BA-námi í félagsfræði og atvinnulífs- fræði í Háskóla Íslands. Ingibjörg tekur félagsfræði sem aðalgrein til sextíu eininga og atvinnulífsfræði sem aukagrein til þrjátíu eininga. „Fyrstu önn- ina mína var ég reyndar í viðskiptafræði og hef fengið svolítið metið af því auk þess sem ég hef tekið nokkur námskeið í stjórn- málafræði svo ég blanda þessu öllu saman til að fá breiðari grunn,“ segir Ingibjörg. Atvinnulífsfræðin er mjög spennandi fræðigrein að mati Ingibjargar. „‚Í atvinnu- lífsfræðinni hef ég til dæmis verið að skoða vinnumenningu og velta því fyrir mér hvort hún sé sterkari en fjölskyldumenningin og ef svo er, hvernig það komi þá út fyrir okkur. Ég hef líka verið að skoða alþjóða- væðinguna og áhrif hennar, hvort hún þrýsti einhverjum hópum út af vinnumark- aðnum og ef hún gerir það, hvaða hópar eru það þá og hvað verður um þá. Pælingarnar eru endalausar og það fer bara eftir því hvar áhugasviðið liggur hvað maður vill skoða. Það sem mér finnst gera þetta nám sérstaklega spennandi er að maður fær, ef maður vill, svo mörg sjónarhorn á atvinnu- lífið.“ Ingibjörg er farin að huga að lokaverk- efninu sínu og þar sem hún er sjálf einhent ætlar hún að skoða stöðu einhentra á vinnu- markaðnum. „Við erum svona þrjátíu til fjörtíu í allt og það er ekki til nein tölfræði um þennan hóp. Mig langar að skoða hvern- ig þessi hópur hefur það á vinnumarkaðn- um og hvort hann skili sér út í atvinnulífið eða ekki.“ Eftir áramót ætlar Ingibjörg að fara til Bandaríkjanna sem skiptinemi í hálft ár. „Ég er að fara til L.A. og klára námið mitt úti þannig að þegar ég kem heim á ég bara verkefnið eftir. Ég stefni svo á að vera komin með annan fótinn inn á vinnumark- aðinn næsta sumar og vera þá með hinn uppi í háskóla að klára verkefnið mitt og byggja ofan á námið.“ emilia@frettabladid.is Atvinnulífið skoðað frá ýmsum hliðum Ingibjörg ætlar að skoða stöðu einhentra á vinnumarkaðnum í lokaverkefninu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR ALMENNINGUR OG BIFREIÐAUMBOÐ KEPPA JAFNHLIÐA UM MINNSTU ELDSNEYTISNOTKUNINA. Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu fer fram laugardaginn 7. okt- óber næstkomandi á sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu við Bíldshöfða 20. Keppnin er bæði ætluð fyrir almenning og bifreiðaumboð. Skráning og allar frekari upplýsingar eru á heimasíðunni atlants- olia.is/sparakstur.aspx eða hjá FÍB, Borgartúni 33. Þátttökugjald er 900 kr. fyrir félagsmenn í FÍB og/eða handhafa dælulykils Atlantsolíu en 1.800 kr. fyrir aðra. Ökumenn skulu hafa með sér aðstoðarmann í bifreiðinni og heimilt er að hafa fleiri en einn farþega með í bifreiðinni. Eknir verða rúmlega 140 kílómetrar og markmiðið er að kom- ast keppnishringinn á sem minnstu magni eldsneytis. Keppnin fer fram í almennri umferð og af þeim sökum skiptir nokkru að keppnisbílar séu ekki annarri umferð til trafala. Því er mikilvægt að keppendur fylgist með og taki tillit til umferðar og reyni eftir megni að liðka til fyrir framúrakstri. Keppnishringurinn verður ekinn innan hámarkstímamarka. Það þýðir að ef bíll fer hægar en tímamörk segja til um eru gefin refsistig. Alls er keppt í tólf flokkum, eða sex stærðaflokkum af bensínvél- um og jafnmörgum af dísilvélum. Keppt í sparakstri Sparaksturskeppnin gengur út á að keyra rúma 140 kílómetra á sem minnstu magni eldsneytis. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Hádegisfundur á vegum Evrópu- réttarstofnunar Háskóla Reykja- víkur verður haldinn 10. október kl. 12.00-13.00. Forstöðumaður stofnunarinnar, Peter Cr. Dyberg, flytur erindið „Impact of the EEA on National Tax Rules“. Hægt er að skrá í síma 599 6267 eða á netfangið johanna@ru.us. Þátt- tökugjald er 1.500 kr. Sjá nánar www.hr.is. Útgáfustarfsemi Útiveru hefur verið flutt úr Hafnarfirði á aðra hæð Suðurlandsbrautar 54. Í nýju húsnæði er betra sýning- arrými fyrir blöð og bækur, auk þess sem betri aðstaða er til að taka á móti gestum. Nánar á vefsíðu Útiveru, www.utivera.is. Keppnisbíll Borgars Ólafssonar og Jóns Bjarna Hrólfssonar, sem gekk mjög vel í Íslandsmótinu í ralli í sumar, verður hafður til sýnis í sal Brimborgar í október. Bíllinn sem er af gerðinni Ford Focus færði þeim sigur í sínum flokki, það er tvö þúsund flokknum. Sjá nánar á www. brimborg.is. ALLT HITT [NÁM FERÐIR BÍLAR] GÓÐAN DAG! Í dag er miðvikudagurinn 4. október, 277. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 7.44 13.16 18.47 Akureyri 7.31 13.01 18.29 FLOTTIR BÍLAR Í FRAKKLANDI Fjöldinn allur af bílum var fram- sýndur á bílasýningunni í París. BÍLAR 2 FRÆÐSLA OG SÓLRÍKAR STRENDUR Lífsstílsnámskeið á Kanaríeyjum. FERÐIR 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.