Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 22
 4. október 2006 MIÐVIKUDAGUR22 AF NETINU Umræðan Íslensk dagskrárgerð Einu sinni var ég að undirbúa grínskets fyrir gamanþátt á Ríkissjónvarpinu og var að reyna að útskýra hvað mig langaði að gera fyrir starfsmanni sem hafði starfað þarna síðan 1966. Ég reyndi að vísa í þekkt minni úr sjónvarps- og kvikmyndasögunni til að gera honum betur grein fyrir hvað ég væri að meina. Þá hristi hann hausinn, brosti, horfði stoltur á mig og sagði: „Ég horfi aldrei á sjónvarp“. Ég hef ansi oft heyrt þessa setningu: „Ég horfi aldrei á sjónvarp“. Þessu fylgir vanalega svipur sem er blanda af stolti og meðaumkun og segir: „Sjáðu hvað ég er nú sniðugur. Ég er sjálfstæður og óháður og læt ekki mata mig“. Þetta er alltsam- an gott og blessað, enda ber ég fulla virðingu fyrir fólki sem lætur ekki mata sig. Þegar ég horfi svo yfir það sem gert hefur verið í íslensku sjón- varpi þau 40 ár sem það hefur verið við lýði hugsa ég oft um hvað það er útbreitt meðal íslenskra listamanna að þeir horfa aldrei á sjón- varp. Það hefur nefnilega þótt liggja beinast við þegar sjónvarpið vill fram- leiða leikið íslenskt sjónvarpsefni að leita einmitt til lista- manna, oftast rithöf- unda sem hafa náð góðum árangri við ritun góðbókmennta. Ég ætla ekki að full- yrða um það en ég hef á tilfinning- unni að stundum hafi rithöfundar tekið verkin að sér í bríaríi, milli annarra og merkilegri verka, hent einhverju saman í hálfgerðum pirringi og niðurstaðan hefur oftar en ekki verið hörmung. Enda hafa rithöfundar þessa lands ekki haft neinar forsendur til að skrifa fyrir sjónvarp. Sú rit- höfundastétt sem enn ræður ríkj- um hér á landi er að mestu fædd uppúr seinna stríði og fæstir þeirra ólust upp við sjónvarp á sínu heimili. Þegar sjónvarpið kom loksins árið 1966 var það landlægt innan listamannaelítunn- ar að fordæma sjónvarp eins og hægt var. Íslenskir rithöfundar hafa flestir drukkið í sig það við- horf með móðurmjólkinni að sjón- varp sé lágmenning. Þessvegna er það varla nema von að leikið íslenskt sjónvarpsefni hafi verið hörmung í áratugi, þegar ofaná kemur að flestir leikstjórar og leikarar landsins hafa alist upp við það viðhorf að sjónvarp komist ekki í hálfkvisti við listræna kvik- mynd, að ég tali nú ekki um leik- hús. Meðal íslenskra listamanna hefur virðingin fyrir miðlinum ekki verið uppá marga fiska. En á seinni árum höfum við horft til Danmerkur og séð að þar er eitthvað að gerast í gerð leikins sjónvarpsefnis. Svakalega gengur Dönum vel að búa til brilljant sjón- varp, segjum við. Afhverju ætli það sé? Spyrja menn og svara um leið, jú, það er útaf því að danska ríkissjónvarpið hefur eytt svo miklum peningum í þarlenda dag- skrárgerð, öfugt við þetta níska íslenska RÚV batterí sem aldrei tímir neinu. Með þessu svari halda menn að þeir hafi hitt naglann á höfuðið, en stað- reyndin er sú að þetta er aðeins að hluta til rétt. Það er jú alveg rétt að RÚV hefur ekki eytt nógu miklum pening í íslenska dagskrár- gerð en ef svo væri, mundi þá kunnáttan vera fyrir hendi? Kunnum við að búa til svona góða þætti eins og framleiddir eru í Danmörku? Mundu menning- arvitar ekki fá sjokk þegar þeir heyra að frumkvöðlar þess- arar dönsku sjónvarpsbylgju hafa óhikað sótt þekkingu sína til mekka lágmenningar í heiminum, Bandaríkjanna. Dönsku drama- þættirnir eru unnir með sama verklagi og þekkst hefur í áratugi í Bandaríkjunum og í Danmörku er enginn feiminn við að viður- kenna það. Ég hef mikla trú á því að hér geti í framtíðinni starfað höfund- ar sem hafa viðurværi sitt ein- göngu af því að skrifa leikna sjón- varpsþætti fyrir Íslendinga. En ekki bara Íslendinga, heldur líka útlendinga. Drama- þættir sem gerast á Íslandi og fjalla um líf, ástir og glæpi Íslendinga eiga alveg jafn mikið erindi við fólk í öðrum löndum eins og dramaþættir um líf, ástir og glæpi útlendinga eiga við okkur. Ef við stönd- um svipað að fram- leiðslu íslenskra sjónvarpsþátta og við höfum fram- leitt allar þessar íslensku bíó- myndir sem hafa farið sigurför um evrópu, þá eru leiknir íslensk- ir sjónvarpsþættir framtíðin. En ef við ætlum að búa til gott leikið sjónvarpsefni verðum við líka að nálgast miðilinn hrokalaust og afla okkur þekkingar og mennt- unar í skrifum á slíku efni. Við höfum orðið mjög fært fagfólk sem getur annast alla tæknilegu framleiðsluhliðina en það sem okkur vantar enn er grunnurinn, góð handrit. Gott sjónvarpsefni er ekki hrist fram úr erminni og að handritsskrifum á vel heppnuðum sjónvarpsþáttum kemur yfirleitt hópur fólks sem vinnur nótt og dag að sama marki. Til að búa til gott sjónvarp verðum við að hafa ást á miðlinum. Rétt eins og höf- undur bóka elskar bækur, eða bíó- myndaleikstjóri elskar bíómyndir. Ef ástin er ekki til staðar verður engin nýsköpun. Því langar mig að spyrja þig rithöfundur góður, sem hefur hug á að skrifa fyrir sjón- varp: Elskar þú sjónvarp, eða ert þú kannski einn af þeim sem stæra sig af því að horfa aldrei á sjón- varp? Ef sú er raunin þá legg ég til að þú snúir þér að einhverju öðru. Ræða þessi var flutt í Norræna húsinu, laugardaginn 30. septemb- er, á samkomu Bandalags íslenskra listamanna í tilefni 40 ára afmælis Ríkissjónvarpsins. Höfundur hefur skrifað leikið sjón- varpsefni í rúman áratug. Ég horfi aldrei á sjónvarp SIGURJÓN KJARTANSSON AF NETINU Með og á móti virkjun Egill Helgason undrast opinbera umræðu hér á landi eftir að hafa dvalið erlendis um nokkurt skeið. Merkilegt er að koma heim eftir nokkra dvöl í útlöndum og heyra að þjóðin er enn föst í rifrildinu um Kárahnjúkavirkjun – að það magnast fremur en hitt – og verður jafnvel kosningamál í vetur þegar nánast verður búið að taka virkjunina í notkun. Við setningu þingsins í dag talaði Ólafur Ragnar Grímsson um að náttúruvernd gæti klofið þjóðina eins og hermálið áður. Má vera. Maður hefur skynjað að áköfustu náttúru- verndar- og virkjanasinnarnir tala ekki sama tungumál. Skilja ekki hvorir aðra – eða vilja það ekki. Egill skrifar á Visir.is undir Skoðanir. Hagnýt ættfræði þingmanna á Alþingi Íslendinga Pétur Gunnarsson veltir fyrir sér fjölskylduböndum í pólitík. Valgerður Bjarnadóttir ætlar að sækj- ast eftir öruggu þingsæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún hefur verið áberandi í greinaskrifum og sem álitsgjafi í sjónvarpi undan- farin ár. Valgerður er dóttir Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætis- ráðherra, og þess vegna systir Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumála- ráðherra. Fái Valgerður framgang í prófkjörinu munu þau systkinin hittast á þingi og sitja þar hvort fyrir sinn flokkinn. Ætli það auki líkur á stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að gera Valgerði að þingmanni? Í stjórnarmeirihlutanum sem nú situr hafa eins og kunnugt er verið bræður, hvor í sínum flokki. Kristinn H. Gunn- arsson, framsóknarmaður, og Gunnar I. Birgisson, sjálfstæðismaður, eru hálfbræður. Gunnar hefur nú sagt af sér þingmennsku til þess að einbeita sér að starfi bæjarstjóra í Kópavogi. Höfundur skrifar reglulega greinar á vefsíðuna www.petrum.blogspot. com/ og veltir fyrir sér málefnum líðandi stundar. Mundu menningarvitar ekki fá sjokk þegar þeir heyra að frumkvöðlar þessarar dönsku sjón- varpsbylgju hafa óhikað sótt þekkingu sína til mekka lágmenningar í heiminum, Bandaríkj- anna. ��������������������������������������� ������������� ������������ ���������� �������� Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum ���������������������� ��� ������������ ��� ��������������� ������� ����� ��� ��������� ����������� ����� ������ ������������ ���� �������� �� ���������� ��� �������� ����� ����������� ��� �������� ������ �������������������������������� ������ ������������ ������� ������� ��� ������ ������������ Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS ����� ���������� ������� ���������� ����� ������������ ����������� ���������������� ���������� ����� ������������ ����������� ���������������� ���������� ����� ������������ ����������� ���������������� �������������� ������������ ���������� ���������������������� ���������� ��������������� ������������ ���������� ����������������������������� ��������������� ������������ ����������� ���������������������� ���������� ���������������� ������������ ����������� ����������������������������� MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður �� �� �� �� � �� � �� � � ��� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.