Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 45
H A U S MARKAÐURINN 15MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2006 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Breski auðkýfingurinn og orku- boltinn Richard Branson svipti í síðustu viku í New York hulunni af líkani geimskutlu, sem notuð verður til að bjóða farþegum far út í geim á vegum ferðaskrif- stofunnar Virgin Galactic. Geimskipið rúmar sex far- þega auk tveggja flugstjóra. Í flota fyrirtækisins verða fimm geimskutlur auk tveggja móð- urskipa, sem eiga að koma geimskutlunum fyrstu kílómetr- ana í loftið. Þá er fyrirhugað að reisa svokallaða geimhöfn í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum, sem verður miðstöð ferðaskrif- stofunnar. Vonir standa til að almenn- ingur geti nýti sér ferðir af þessum toga í einhverjum mæli. Ferðin kostar um 100.000 pund eða jafnvirði rúmra 13,3 millj- óna íslenskra króna, sem er talsvert ódýrara en 10 daga túr til Alþjóðlegu geimstöðvarinn- ar með rússneska geimfarinu Soyuz en ferðin þangað kostar um 1,4 milljarða króna. Geimskutlan er byggð á bandarísku geimflauginni SpaceShipOne, sem bandaríski auðkýfingurinn Paul Allen, annar stofnenda hugbúnaðarris- ans Microsoft, lagði fjármagn til að smíða og fór þrívegis út í geim árið 2004. Um var að ræða fyrstu geimflaugina sem skotið var út í geim á vegum einkaaðila. Að sögn Bransons hefur fjöldi manns þegar skráð sig fyrir miðum í geimflugið og er fyrirhugað að fara fyrstu ferð- irnar eftir þrjú ár. GEIMSKUTLAN KYNNT Richard Branson og félagar hans hjá Virgin Galactic sýna hvernig skutlan sem fara á með farþega út í geim á vegum ferðaskrifstofunnar mun líta út. MARKAÐURINN/AFP Geimskutlan sýnd Virgin Galactic ætlar að bjóða almenningi ferðir út í geim á viðráðanlegu verði eftir þrjú ár. Sérfræðingar Evrópsku geimvísindastofnunarinn- ar (ESA) hafa svipt hul- unni af bungunni leyndar- dómsfullu á Mars. Um er að ræða hæð eða lítið fjall á yfirborði plánetunnar. Bunga þessi hefur verið uppspretta ýmissa vangavelt.a síðan hún kom fyrst fram á myndum sem geimfarið Viking 1 tók árið 1976. Meðal annars hefur verið talið að andlit sjáist á myndinni, jafnvel af bandaríska rokkkónginum Elvis Presley, sem Marsbúar hafi mótað til að sýna fram á að vitsmunalíf sé að finna á plánetunni. Jafnvel NASA tókst ekki að slá á vangaveltur af þessum toga þrátt fyrir góðar og skýrar myndir af yfirborði Mars árið 1998 og 2001 sem sýndu að andlit Presleys væri fjall eða hæð. Það var geimfarið Mars Express sem náði nýjustu myndunum af plánetunni rauðu fyrir skömmu en um er að ræða skýrari myndir en nokkru sinni hafa náðst af yfirborðinu. Í tilkynningu frá ESA segir að andlitið sé helber hugarburður enda hafi myndirnar sýnt skýrt og greinilega að yfirborð Mars er fremur hæðótt og um fjall sé að ræða líkt því sem finnist á jarð- kringlunni. - jab HÆÐIN Á MARS Margir telja að hæðin á Mars sé andlitsmynd Elvis Presley, sem Marsbúar hafi mótað til að sýna fram á að þar sé vitsmunalíf að finna. MARKAÐURINN/AP Hulunni svipt af andlitinu á Mars Hópur verkfræð- inga við Cambridge- háskóla í Bretlandi hefur búið til sveigj- anlegar og þunnar plötur úr málmblöndu. Vonir eru bundnar við að hægt verði að búa til örþunnan tölvuskjá úr sveigjanlegu efni úr málmblöndunni, sem hægt verður að rúlla upp líkt og blaði. Þetta eykur líkurnar á því til muna að hægt verði að framleiða tölvuskjái sem hægt verði að brjóta saman, stinga í jakkavasa og lesa til dæmis í strætisvagni á leið í vinnuna. Vísindamennirnir segja sömu- leiðis að með sama efni verði hægt að búa til endurnýtanlegar pakkningar, lyklaborð fyrir tölv- ur sem hægt verði að rúlla upp og brjóta saman. Þá er horft til þess að málmblönduna megi nota til að búa til neyðarskýli, sem hægt sé að reisa við erfiðar aðstæður. Dr. Keith Seffen, yfirmaður verkefnisins, líkir plötunni við reglu- stiku. Þegar hún er beygð mikið myndast mikið álag á einstaka hluta hennar með þeim afleiðing- um að hún brotnar. Málmblandan er hins vegar þeim eiginleikum gædd að álag málmplötunnar hennar breytist og því er hægt að beygja hana mikið og jafnvel brjóta saman. Ekkert hefur verið gefið upp um það hversu langt sé í að upp- rúllanlegur tölvuskjár líti dags- ins ljós. - jab DAGBLÖÐ Líkur hafa aukist til muna á því að sveigjanlegir tölvuskjáir sem hægt verði að rúlla upp líkt og dagblaði líti dagsins ljós. MARKAÐURINN/PJETUR Styttist í sveigjanlega tölvuskjái
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.