Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 32
MARKAÐURINN 4. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum Actavis -1% 34% Alfesca 1% 25% Atlantic Petroleum 3% 38% Atorka Group 2% 1% Avion Group 5% -33% Bakkavör -2% 13% Dagsbrún 13% -16% FL Group 0% 19% Glitnir 0% 17% KB banki -2% 12% Landsbankinn 3% 6% Marel -3% 17% Mosaic Fashions -1% -6% Straumur 1% 9% Össur 0% 9% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Efling ljósvakamiðla 365 er meðal þess sem stjórnendur Dagsbrúnar horfa til nú þegar unnið er að uppskiptingu félags- ins í tvo hluta, 365 hf. og Teymis hf. Er þar aðallega horft til Stöðvar 2 þar sem stjórnendur félagsins sjá aukna vaxtarmögu- leika en alls mun einn þriðji hluti eigna Dagsbrúnar falla í fjölmiðlahlutann. Að öðru leyti mun ekki vera á dagskránni að fara út fyrir þá kjarnastarfsemi sem nú er fyrir hendi heldur huga að þeim fjölmiðlum sem 365 starfrækir. Enn er ekki komið á hreint hver verður stjórnarformað- ur 365 en víst þykir að Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, taki við stjórnarfor- mennsku í Teymi, fjarskiptahlut- anum. Talið er líklegt að þar gæti innanbúðarmaður hreppt hnossið og hefur jafnvel verið rætt um að Jón Ásgeir Jóhannesson taki sjálfur sæti í stjórn 365. - eþa HEMMI GUNN Aðaltromp Stöðvar 2, sem mun verða aðaltromp 365 samkvæmt heimildum. Stöð 2 verði efld Heildarvelta Kauphallar Íslands það sem af er ári nam 3.082 millj- örðum króna. Lítið vantar upp á að þetta sé tvöfalt meiri velta en á sama tíma í fyrra því heild- arvelta á fyrstu níu mánuðum síðasta árs nam 1.630 milljörð- um króna og nemur munurinn 89 prósentum. Þá jók skráning Exista í Kauphöllina í september heildarvirði skráðra félaga um tíu prósent. Þrír stærstu viðskiptabankarn- ir eru á lista yfir þau fimm veltu- mestu hlutabréf í Kauphöllinni á tímabilinu en þar er einnig að finna bréf í Straumi-Burðarási og FL Group. Heildarvelta með bréf í félögunum fimm nam rúmum 1.169 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þá voru nokkur met sleg- in í Kauphöllinni á tímabilinu. Veltuaukning á hlutabréfamark- aði nam 82 prósentum en 95,7 prósentum á skuldabréfamarkaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Velta með skuldabréf og víxla nam tæpum 229 milljörð- um króna í september en það er mesta velta á skuldabréfamark- aði í einum mánuði frá upphafi. Auk þessa nam velta með skuldabréf og víxla 28,7 millj- örðum króna 19. september síð- astliðinn og er það metvelta á skuldabréfa- og peningamarkaði á einum degi frá upphafi mæl- inga. - jab KAUPHÖLL ÍSLANDS Heildarvelta Kauphallarinnar á fyrstu níu mánuðum árs- ins nam 3.082 milljörðum króna en það er 89 prósentum meiri velta en í fyrra. MARKAÐURINN/GVA Tæp tvöföldun á veltu F I M M V E L T U M E S T U H L U T A B R É F I N Á Á R I N U * Fyrirtæki Viðskipti (í milljörðum kr.) KB banki 318,1 Glitnir 318,0 Landsbanki 246,1 Straumur-Burðarás 173,3 FL Group 114,0 * Heimild: Kauphöll Íslands Óli Kristján Ármannsson skrifar „Hér eru aðstæður almennt góðar en örmyntin helst til trafala. Ég tel að atvinnulífið muni stíga enn frekari skref út úr krónuni og við það veikist miðlun- arkerfi Seðlabankans enn frekar,“ segir Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels. Hann var með framsögu á líflegum fundi Viðskiptaráðs í gærmorg- un um stöðu krónunnar. Yfirskrift fundarins var „Er krónan að laumast út bakdyramegin?“ og hann sótti á annað hundrað manns. „Spurningunni um hvort krónan sé að laumast út bakdyramegin er í mínum augum sjálfsvarað,“ segir Árni Oddur og telur forsendu fyrir því að núverandi ástand gangi sé að miðlun peningastefnu Seðlabankans gangi eftir en svo geti tæpast talist nema í gegn um gengi krónunnar, en ekki í gegn um vexti. „Hátt gengi krónunnar þrengir svo að sam- keppnisgreinum og skapar væntingar um að gengið lækki og hvetur almenning til að flýta neyslu sinni.“ Hann segir að innan Actavis, Össurar og Marels hafi farið fram alvarleg umræða um skráningu hlutabréfa í evrum og segir mikilvægt að fyrirtækin sameinist um eina mynt komi til þess að þau leggi af krónuna, til þess að viðskiptakostðaur verði ekki of mikill. Hann segir krónuna sífellt minni þátt í rekstri Marels, í fyrra hafi 25 prósent kostnaðar félagsins verið í krónum, á næsta ári verði það 12 prósent og sjö prósent árið 2009. „Við horfum ekki lengur á krónuna sem hagstærð í okkar rekstri,“ segir hann og kveður eina stóra snertiflötinn við krónuna sem eftir standi þá vera viðskipti með bréf félagsins í Kauphöllinni. Árni bendir á að krónan skapi vanda- mál fyrir bankana því flökt á gengi hafi áhrif á eigin- fjárhlutfall þeirra, sem ekki megi fara undir ákveðin mörk. Hann telur þannig hag bankanna betur komið með því að skrá sig í annarri mynt, enda séu tveir þriðju hlutar bæði útlána og tekna þeirra í erlendri mynt. Auk Árna Odds flutti Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabankanum, erindi um áhrif af útgáfu svokallaðra jöklabréfa. Hann segir útlit fyrir hátt vaxtastig á næsta ári þegar megnið af bréfunum er á gjalddaga og haldist sæmilegur stöðugleiki, verði þá ekki teljandi áhrif á gengi krónunnar. Hann telur krónuna alls ekki á útleið, það sýni áhugi fjár- festa á henni. Fundarstjóri var Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningadeildar Landsbankans, en í pall- borðsumræðum tóku þátt Arnór Sighvatsson, aðal- hagfræðingur Seðlabankans, Illugi Gunnarsson hag- fræðingur og Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Ólafur segir mikilvægt að í umræðu um gjaldmið- ilinn sé breytt staða landsins á sviði utanríkismála tekin inn í myndina. „Spurningin um stöðu okkar, til dæmis gagnvart Evrópu, hlýtur að vera miklu ofar á dagskrá en hún var áður en til þess koma að sam- band okkar við Bandaríkin tók örlítið að flosna upp,“ bendir hann á. Arnór Sighvatsson hjá Seðlabankanum segist ekki telja upptöku evru munu gerast nema fyrir tilstilli stjórnvalda þótt hægt væri að greiða henni þungt högg ef á vinnumarkaði yrði ákveðið að semja um kaup og kjör í evrum. „En það yrði varla nokkurn tímann samkomulag um slíkt tilræði við krónuna.“ Hann segir stórnvöld þurfa að læra af hagsveiflunni nú og passa að ráðast ekki í margar stórframkvæmd- ir hverja ofan í aðra. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista og formað- ur Viðskiptaráðs, setti fundinn, en með honum er fylgt eftir skýrslunni „Krónan og atvinnulífið“ sem Viðskiptaráð gaf út í sumar. Hann segir ráðið áfram munu leiða umræðu krónuna, enda skipti hún miklu máli fyrir rekstur fyrirtækja í landinu. Á FUNDI VIÐSKIPTARÁÐS Þar sagði Arnór Sighvatsson, aðal- hagfræðingur Seðlabankans, meðal annars að stjórn peningamála væri erfiðari í minni hagkerfum og gengisáhrif vægju þyngra. Gengissveiflur sagði hann óhjákvæmilegan fylgifist peningamála- stefnunnar. markaðurinn/GVA Krónan sögð til trafala Á morgunfundi Viðskiptaráðs var þeirri spurningu velt upp hvort krónan væri á útleið bakdyramegin og evra að koma í staðinn. Rædd var virkni peningamálastefnu Seðlabankans. Glitnir hefur stofnað fjárfest- ingarfélag í Noregi á sviði fast- eigna ásamt Saxbygg og öðrum smærri fjárfestum frá Íslandi. Tilgangur félagsins er að fjár- festa í fasteignum í Noregi og á Norðurlöndunum. Union Group, sem Glitnir á 50,1 prósents hlut í, mun sjá um rekstur félagsins. Eigið fé hins nýja félags er ríf- lega fimm milljarðar íslenskra króna og fjárfestingargeta milli tuttugu og þrjátíu milljarða. „Stofnun félagsins er liður í að nýta þá sérþekkingu sem er að finna innan Glitnis og dótturfyr- irtækja bankans í Noregi á sviði fasteignaviðskipta,“ er haft eftir Alexander K. Guðmundssyni, framkvæmdastjóra hjá Glitni í Noregi, í fréttatilkynningu. Félagið er tekið til starfa og er þegar unnið að fyrstu fjárfest- ingum þess í Noregi. - hhs Stofna félag um fjárfestingar TM hefur lokið við yfirtöku á norska tryggingafélaginu NEMI. Á hluthafafundi var Óskar Magnússon kjörinn stjórnar- formaður en auk þess tók Guðmundur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar TM, sæti í stjórn auk Anne Gro Sundby, Erling Christiansen og Bjørn Mæhlum. Ivar S. Williksen hefur verið ráðinn forstjóri. Óskar segir að í raun og veru eigi bara þrír að sitja í stjórn en meðan beðið sé samþykkis norska fjármálaeftirlitsins hafi verið gripið til þeirra sem voru næstir. Síðar verði fækkað aftur. Samstarf er þegar hafið með TM og Nemi og vísar þar meðal annars til þriggja ára samnings við norska tryggingafyrirtækið Møretrygd um vátryggingasam- starf. „Nemi keyrir á fullri ferð áfram og við komum inn í eitt- hvað með þeim eins og kostur er.“ Innan skamms verður hlut- höfum í TM boðið að kaupa nýtt hlutafé sem nýtt verður vegna kaupanna á Nemi og sölutrygg- ir Glitnir útboðið. Á dögunum lækkaði S&P lánshæfiseinkunn NEMI en búist er við hækkun aftur eftir útboðið. - eþa Yfirtöku TM á NEMI lokið Óskar Magnússon nýr stjórnarformaður NEMI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.