Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 42
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Jón Skaftason, Óli Kristján Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Anna Elínborg Gunnarsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 4. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR12 S K O Ð U N Í nýlegri bók David Bolchover, The Living Dead - The Shocking Truth About Office Life, talar höfundur á gagnrýninn hátt um nútíma starfsmenn. Hann telur að of mikil og ýkt umræða sé um úrvinda starfsmenn í umhverfi sem einkennist af miklum hraða, yfirvinnu og álagi þar sem reynt er að samræma vinnu og einkalíf án árangurs. Höfundur telur að í raun og veru sé þessu öfugt farið á vinnu- markaði og vitnar í fjölda kann- ana sem sýna að í raun og veru séu margir starfsmenn önnum kafnir við að senda tölvupóst til vina og kunningja og þeim hundleiðist í vinnunni. Þeir vafri um á netsíðum ótengdum starfi þeirra og margir mæti reglulega með timburmenn í vinnu, séu óvinnufærir og sói dýrmætum tíma með því að leggja sig ekki fram. Hann telur að vinnumarkað- urinn sé fullur af lifandi dauðum starfsmönnum, eða The Living Dead eins og hann kallar þá, sem koma að skrifborði sínu á sama tíma alla daga og fara þaðan á sama tíma en gera ekkert þess á milli. Eina af ástæðum fyrir þessu ástandi telur Bolchover vera lélega millistjórnendur. Hann segir að skrifstofustörf séu oft einhæf og leiðinleg og þess vegna sé hlutverk millistjórn- anda mikilvægt. Ef stjórnendur væru hæfir og hafa yfirsýn yfir hlutverk starfsmanna ættu þeir að að geta hvatt þá áfram. Undir þetta er tekið í tímaritinu Personnel Today. Þar er talað um að algeng mistök séu að velja millistjórn- endur úr hópi duglegra starfs- manna sem hafi ekki endilega sýnt fram á hæfileika í mann- legum samskiptum eða stjórnun. Þeir hafi ef til vill verið valdir vegna þess að þeir sýndu góðan árangur til dæmis við sölu, en eiga síðan erfitt með að stjórna fólki sem þeir eru vanir að vinna með á jafningjagrundvelli. Betra sé að velja starfsmenn úr öðrum deildum fyrirtækisins sem yfir- menn. Ekki sé slæmt að velja millistjórnendur úr hópi starfs- manna en nauðsyn- l e g t sé að velja þá af kostgæfni, þjálfa þá vel og hafa stjórnunarhæfi- leika þeirra til viðmiðunar við ráðningu. Sif Sigfúsdóttir MA í mannauðs- stjórnun Nútíma- starfsmenn U M V Í Ð A V E R Ö L D Þegar KB banki tilkynnti í ágúst 2004 að bankinn ætlaði að taka að fullum krafti þátt í slagnum um íbúðalán, óraði sennilega engan fyrir hvaða áhrif þessi aðgerð hefði. Það má líkja þess- um aðgerðum KB banka manna sem byltingarkenndum, þær brutu blað í íslenskri fjármála- sögu. Nánast í fyrsta skipti áttu einstaklingar kost á því í gegnum bankakerfið að fá langtíma lán á fasteignir og á góðum vöxtum. Það skipti ekki máli hvort ein- hver fasteignaviðskipti voru þar á bak við eður ei. Þessi ákvörðun KB banka stillti öllum sparisjóðum og bönkum upp við vegg, það urðu allir að bjóða svipuð kjör og þeir. Íbúðalánasjóður og nokkrir líf- eyrissjóðir blönduðu sér líka í slaginn. Afleiðingar af þesssu gjör- breytta umhverfi voru margvís- legar: 1. Vextir lækkuðu 2. Lánstími lengdist 3. Greiðslubyrði minnkað tölu- vert 4. Fasteignaverð hækkaði 5. Íbúðalánasjóður missti umtalsverða markaðshlut- deild 6. Ráðstöfunarfé einstaklinga óx umtalsvert 7. Aukin verðbólga gerði vart við sig 8. Bankar og sparisjóðir þrýstu mjög á að hlutverki Íbúðalánasjóðs yrði breytt Það sem breyttist einnig var að lánshlutföll hækkuðu fyrst í 80%, síðan 90% og einhver bauð 100%. Síðan gekk þetta allt til baka niður í 80%. Það er ekki gott mál þegar verið að hringla með reglur um lánshlutföll. Íbúðalánasjóður hélt sínum reglum nánast óbreyttum, hækk- aði aðeins hámarkslán. Vextir fóru niður og síðan upp og hafa verið nokkuð stöðugir síðustu mánuði. Stýrihópur félagsmálaráðu- neytisins hefur nú skilað tillög- um um hlutverk Íbúðalánasjóðs. Fátt í skýrslunni kemur á óvart, enda nefndin pólitískt skipuð og það eru ekki margir mánuðir í kosningar. Ég held að það séu örfáir pólíkusar sem gætu hugað sér miklar breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs. Ég hef oft varað við því að of geyst væri farið í breytingar á Íbúðalánasjóði. Á meðan bankar og spari- sjóðir geta ekki svarað spurn- ingunni hvort einstaklingurinn á Hvammstanga og í Reykjavík fær sömu lánafyrirgreiðslu er ekki við því að búast að neinn þingmaður utan Reykjavíkurkjördæmanna ljái máls á róttækum breyting- um. Sumt í tillögum stýrihópsins horfir til bóta fyrir skipan þess- ara mála á næstu árum og við eigum að leyfa þessu að þróast á nokkrum árum. Fyrir bankakerfið er afar mikilvægt að hafa gott hlutfall fasteignalána í sínum efnahags- reikningi, það eykur útlánagetu þeirra og þeir fá betra mat hjá erlendum greiningarfyrirtækj- um. Þetta urðu menn áþreifan- lega varir við í því skýrsluflóði sem skall á íslenska fjármála- kerfinu í vetur og vor. Það er mjög merkilegt að undanfarna mánuði hefur Íbúðalánasjóður verið að auka sína markaðshlutdeild í íbúða- lánum á nýjan leik. Hvað er að gerast? Hafa bankar og sparisjóðir sett of stífar reglur fyrir sínum íbúðalánum? Fyrir neytandann er best að mikil samkeppni ríki á íbúða- lánamarkaðnum. Þegar horft er til baka kynni einhver að segja hvernig gat það verið að kerfið hjá okkur varðandi íbúðalán var með þessum hætti öll þessi ár. Svarið liggur í miðstýringu á öllu íslensku fjármálakerf- inu, það eru ekki mörg ár síðan einkavæðing banka átti sér stað og frjálsir fjármagnsflutningar milli landa voru leyfðir. Breytingarnar á Íbúða- lánasjóði eru gott skref í rétta átt en fullljóst er að enn frekari breytingar verða á sjóðnum á næstu árum. En við skulum fara hægt í þær. Íbúðalán Jafet S. Ólafsson Framkvæmdastjóri VBS fjárfestingar- banka hf. O R Ð Í B E L G Á meðan bankar og sparisjóðir geta ekki svarað spurningunni hvort einstakl- ingurinn á Hvammstanga og í Reykjavík fær sömu lánafyrirgreiðslu er ekki við því að búast að neinn þingmaður utan Reykjavíkurkjördæmanna ljái máls á róttækum breytingum. Viðskiptaráð Íslands hefur tekið forystu í umræðu um fram- tíð gjaldmiðils þjóðarinnar. Skýrsla Viðskptaráðs, Hvert stefnir krónan?, var mikilvægur upphafspunktur umræðu sem þarf að fara fram á næstu misserum. Í gær stóð ráðið svo fyrir fundi þar sem umræðuefnið var hvort evran væri að læða sér inn bakdyra- megin í hagkerfið. Eins og búast má við sýndist sitt hverjum um þá hættu. Það er hins vegar ljóst að evran mun verða ríkari þáttur í hagkerfinu á komandi árum. Þannig hafa fyrirtæki á markaði fullan hug á að skrá hlutafé sitt í evrum. Ástæðan er einföld, eins og fram kom í máli Árna Odds Þórðarsonar, stjórnar- formanns Marel. Erlendir fjárfestar sem kaupa hlut í fyrirtækjum eru alla jafna engir sérfræðingar eða áhuga- menn um gjaldmiðlaviðskipti. Í þeirra huga er krónan ekkert nema fyrirstaða og áhættuauki við mat á því hvort skyn- samlegt sé að kaupa hlut í íslenskum fyrirtækjum. Upptaka verðbólgumarkmiðs og fljótandi gengis var rétt ákvörðun á sínum tíma. Fastgengisstefna við núverandi kringumstæður hefði skap- að okkur gríðarlega erfiðleika. Sama mætti segja ef evran væri gjaldmiðill nú. Ástæðan er einfaldlega gríðarleg erlend fjárfesting í stóriðju og van- hugsaðar ákvarðanir stjórnvalda um Íbúðalánasjóð og skattalækkanir. Allt hefur því lagst á eitt við að gera róður Seðlabankans sem erfiðastan. Kostir krónunnar eru tvímælalaust dreifing sársauka mistaka og þenslu á fleiri þegna landsins. Það er um leið galli sem leiðir af sér mikinn kostnaðar- auka fyrir fyrirtæki landsins. Innbyggð sveiflujöfnun í fljótandi gengi leiðir líka til kæruleysislegrar hagstjórnar, sem er annað vandamál sem gera má ráð fyrir að drægi úr ef agi evrunnar kæmi inn í hagkerfið. Fyrirtæki reyna að létta af sér kostnaðarauka. Það liggur í eðli þeirra. Því má búast við tilhneigingu víða til að auka hlut evru í viðskiptum fyrirtækja. Hættan af því er að myntin verði á endan- um leikmynt erlendra fjárfesta þar sem fátækari hluti almennings og fyrirtækja er leiksoppur. Það er því full ástæða til að taka umræðu um evruna af fullri alvöru. Sú umræða þarf að fara fram af fullum þunga án þess að grýla Evrópusambandsins sé þar í forgrunni. Flestum er ljóst að evra verður ekki tekin upp án inngöngu. Innganga er hins vegar sér umræða. Fyrst þurfum við að gera okkur fulla grein fyrir því hverju við munum fórna til framtíðar með því að halda í núverandi kerfi. Niðurstaða slíkrar umræðu er forsenda upplýstrar ákvörð- unar um hver verði okkar næstu skref. Pólitískur verkkvíði hefur of lengi haldið aftur af slíkri umræðu, umræðu sem er okkur lífs- nauðsynleg til að meta hagsmuni okkar til lengri framtíðar. Mikilvægt að halda áfram umræðu um evru og krónu: Forsenda upplýstrar ákvörðunar um ESB Hafliði Helgason Fyrirtæki reyna að létta af sér kostnaðarauka. Það liggur í eðli þeirra. Því má búast við tilhneig- ingu víða til að auka hlut evru í viðskiptum fyrir- tækja. Hættan af því er að myntin verði á endanum leikmynt erlendra fjárfesta þar sem fáttækari hluti almennings og fyrirtækja er leik- soppur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.