Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 10
 4. október 2006 MIÐVIKUDAGUR10 SUÐUR-KÓREA, AP Ríkisstjórn Norð- ur-Kóreu tilkynnti í gær að hún myndi gera tilraunir á næstunni með kjarnorkuvopn í þeim tilgangi að styrkja varnir lands síns gegn því sem hún kallar aukinn fjand- skap Bandaríkjanna. Fréttaskýrendur segja þetta vera stærsta áfallið hingað til í árangurslitlum viðræðum fimm stórþjóða við Norður-Kóreu, sem ætlað er að fá kommúnistaríkið til að gefa upp baráttu sína fyrir kjarnavopnum. Engin dagsetning var gefin fyrir tilraunirnar, en í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu hermir að þær verði gerðar við afar öruggar kringumstæður. Ráðamenn í Pjongjang, höfuð- borg landsins, hafa áður tilkynnt að her landsins eigi kjarnorkuvopn, en ekki er vitað til þess að tilraunir með þau hafi verið gerðar fyrr. Þjóðir heims brugðust ókvæða við. Utanríkisráðherra Japans, Taro Aso, sagði öll slík áform Norður- Kóreu vera „algjörlega ófyrirgef- anleg“. Ráðamenn Suður-Kóreu ætla að funda í dag um tilraunirnar og talsmaður Bandaríkjastjórnar, Sean McCormack, sagði að slík til- raun myndi „valda óásættanlegri ógn við frið og jafnvægi í Asíu og í heiminum öllum“. Engin viðbrögð bárust hins vegar frá Kína, sem hingað til hefur reynst einn sterkasti bandamaður Norður-Kóreu. - smk Norður-Kóreumönnum alvara með vopnatilraunir: Ætla að prófa kjarnavopn KIM JUNG IL, LEIÐTOGI NORÐUR-KÓREU Norður-Kóreumenn segjast ætla að gera tilraunir með kjarnorkuvopn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKOÐANAKÖNNUN Meirihluti landsmanna er ánægður með störf þriggja ráðherra, samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup. 56 prósent segjast ánægð með störf Geirs H. Haarde forsætisráðherra. 51 prósent svarenda segist ánægt með störf Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Þá segjast 50 prósent vera ánægð með störf Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðis- ráðherra. Ánægja með störf allra þriggja eykst nokkuð frá síðustu könnun Gallup í apríl. Minna en helmingur svarenda segist ánægður með störf annarra ráðherra. Minnst ánægja er með störf þeirra Jón Sigurðs- sonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra. 26 prósent svarenda sögðust ánægðir með störf Jóns, en 24 prósent voru ánægð með störf Björns. Ánægja með störf Jóns hefur ekki verið mæld áður, en ánægja með störf Björns hefur aukist um tæp tvö prósentustig. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. - ss Þjóðarpúls Gallup mælir ánægju með störf ráðherra: Mest ánægja með Geir Haarde ÁNÆGJA MEÐ STÖRF RÁÐHERRA Geir Haarde 56% Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 51% Siv Friðleifsdóttir 50% Guðni Ágústsson 45% Einar K. Guðfinnsson 40% Jónína Bjartmarz 34% Árni Mathiesen 33% Magnús Stefánsson 28% Valgerður Sverrisdóttir 27% Sturla Böðvarsson 26% Jón Sigurðsson 26% Björn Bjarnason 24% Könnun Gallup 21.-28. september Láttu draumi nn rætast !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.