Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 47
Síldarvinnslan hf. og Garðar
Guðmundsson hf., sem gerir út
ms Gudmund Ólaf ÓF, verða
sameinuð á næstunni í kjölfar
þess að Síldarvinnslan keypti um
20 prósenta hlut í félaginu. Fyrir
átti Síldarvinnslan um 80 pró-
senta hlut í félaginu.
Síldarvinnslan stendur nú í
verulegum breytingum á skipa-
stól sínum, kvóta og nokkrum
öðrum þáttum starfseminnar
og eru kaupin liður í því. Til
að mynda hefur Súlan EA frá
Akureyri verið keypt með afla-
heimildum og verður skipið
afhent Síldarvinnslunni eftir
næstu loðnuvertíð.
Síldarvinnslan hefur um 26
þúsund þorskígildistonn til ráð-
stöfunar, aðallega í uppsjávarteg-
undum. Í vor lauk byggingu nýrr-
ar frystigeymslu í Neskaupstað
og getur Síldarvinnslan nú
geymt yfir 20 þúsund tonn af
frystum afurðum. Sala á mjöli
og lýsi hefur nú verið flutt frá
Reykjavík til Neskaupstaðar.
Þar að auki hefur öll starfsemi
SR-Mjöls varðandi sölu, fjármál
og gæðaeftirlit verið flutt frá
Reykjavík til Neskaupstaðar og
Seyðisfjarðar. - hhs
17MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2006MARKAÐURINN
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Lenovo og IBM hafa ákveðið
að innkalla tilteknar rafhlöður
framleiddar af Sony Corporation
sem seldar voru með ThinkPad-
fartölvum á tímabilinu febrúar
2005 til september 2006. Þetta er
gert þar sem einstaka rafhlöður
geta í undantekningartilvikum
ofhitnað. Þó er einungis vitað
um eitt tilfelli þar sem rafhlaða
í ThinkPad-fartölvu hefur bilað
af rúmlega 500.000 sem eru
í notkun. Verður þessum raf-
hlöðum skipt út viðskiptavinum
að kostnaðarlausu.
Sony, framleiðandi rafhlaðnanna,
hefur gert viðeigandi ráðstafanir
til að koma í veg fyrir að sams
konar vandamál geti framvegis
komið upp í rafhlöðum frá fyr-
irtækinu. Nýherji hf., umboðs-
aðili ThinkPad á Íslandi, mun
hjálpa viðskiptavinum að athuga
hvort skipta þurfi út rafhlöðunni.
Sömuleiðis mun Nýherji leið-
beina og aðstoða viðskiptavini
við rafhlöðuskiptin í þeim tilfell-
um sem þeirra er þörf. Gengið
hefur verið úr skugga um að
engar fartölvur með umræddum
rafhlöðum séu til sölu hjá fyrir-
tækinu í dag. - hhs
FARTÖLVA Lenovo og IBM hafa ákveðið
að kalla inn tilteknar rafhlöður framleiddar
af Sony Corporation, þar sem þær geta í
undantekningartilvikum ofhitnað.
Rafhlöður innkallaðar
F Ó L K Á F E R L I
ÓLAFUR ÞÓR Jóhannesson, löggiltur
endurskoðandi, hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs fjarskipta-
og upplýsingatæknifélagsins Teymis hf.
sem ráðgert er að verði stofnað í kjölfar
skiptingar Dagsbrúnar hf. í tvö félög.
Hann mun meðal annars hafa yfirum-
sjón með fjármálum fyrir samstæðu
Teymis, sinna samskiptum við lána-
stofnanir, greiningardeildir bankanna
og fjárfesta, auk þess að bera ábyrgð
á áhættustýringu, reikningsskilum og
áætlanagerð. Eins mun Ólafur Þór sitja
í stjórnum dótturfélaga Teymis. Fyrst
um sinn starfar hann hjá Og fjarskiptum
ehf. Ólafur er viðskiptafræðingur (cand.
oecon) af reikningshalds- og endur-
skoðunarsviði Háskóla Íslands frá árinu
1996. Hann fékk löggildingu til endur-
skoðunarstarfa á árinu 2000 og hefur
starfað hjá Pricewaterhouse Coopers
hf. (PwC) frá ársbyrjun 1996. Hann hefur
verið meðeigandi að PwC frá árinu
2003. Þá hefur hann verið aðjúnkt við
viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík
frá árinu 2000 og kennt við BS, MS
og MBA nám deildarinnar. Ólafur er
kvæntur Aldísi Arnardóttur og eiga þau
þrjú börn.
SIGRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR hefur hafið
störf á Evrópuskrifstofu Samtaka
atvinnulífsins í Brussel. Sigrún er
lögfræðingur frá Háskóla Íslands og
hefur jafnframt numið Evrópufræði
við Europa-Kolleg í Hamborg. Áður
hefur Sigrún meðal annars starfað
hjá Eftirlitsstofnun EFTA, Héraðsdómi
Reykjavíkur og Vinnueftirliti ríkis-
ins. Hún tekur við af Evu Margréti
Ævarsdóttur sem lætur innan skamms
af störfum á Evrópuskrifstofunni og
hefur lögmannsstörf á Lex lögmanns-
stofu. Evrópuskrifstofa SA í Brussel
var opnuð 1. september 1993. Aðsetur
skrifstofunnar er í húsnæði UNICE,
Evrópusamtaka atvinnulífsins. Hlutverk
Evrópuskrifstofu atvinnulífsins er
fyrst og fremst erindrekstur gagnvart
UNICE og hinum ýmsu stofnunum í
Evrópusamstarfi. Enn fremur sinn-
ir skrifstofan upplýsingaöflun um
Evrópumál fyrir SA sem og fleiri samtök
og fyrirtæki á Íslandi.
Góð hugmynd
– til að endurnýja lífsorkuna
Frjó hugsun nærist best með góðri slökun í kraftmiklu umhverfi. Kynntu þér
frábæra aðstöðu fyrir fundi og ráðstefnur í nærandi andrúmslofti Bláa lónsins.
Nánari upplýsingar í síma 420 8806 og á radstefnur@bluelagoon.is
www.bluelagoon.is
SÍLDARVINNSLAN Í NESKAUPSTAÐ
Síldarvinnslan
í breytingum