Fréttablaðið - 04.10.2006, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 04.10.2006, Qupperneq 47
Síldarvinnslan hf. og Garðar Guðmundsson hf., sem gerir út ms Gudmund Ólaf ÓF, verða sameinuð á næstunni í kjölfar þess að Síldarvinnslan keypti um 20 prósenta hlut í félaginu. Fyrir átti Síldarvinnslan um 80 pró- senta hlut í félaginu. Síldarvinnslan stendur nú í verulegum breytingum á skipa- stól sínum, kvóta og nokkrum öðrum þáttum starfseminnar og eru kaupin liður í því. Til að mynda hefur Súlan EA frá Akureyri verið keypt með afla- heimildum og verður skipið afhent Síldarvinnslunni eftir næstu loðnuvertíð. Síldarvinnslan hefur um 26 þúsund þorskígildistonn til ráð- stöfunar, aðallega í uppsjávarteg- undum. Í vor lauk byggingu nýrr- ar frystigeymslu í Neskaupstað og getur Síldarvinnslan nú geymt yfir 20 þúsund tonn af frystum afurðum. Sala á mjöli og lýsi hefur nú verið flutt frá Reykjavík til Neskaupstaðar. Þar að auki hefur öll starfsemi SR-Mjöls varðandi sölu, fjármál og gæðaeftirlit verið flutt frá Reykjavík til Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar. - hhs 17MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2006MARKAÐURINN H É Ð A N O G Þ A Ð A N Lenovo og IBM hafa ákveðið að innkalla tilteknar rafhlöður framleiddar af Sony Corporation sem seldar voru með ThinkPad- fartölvum á tímabilinu febrúar 2005 til september 2006. Þetta er gert þar sem einstaka rafhlöður geta í undantekningartilvikum ofhitnað. Þó er einungis vitað um eitt tilfelli þar sem rafhlaða í ThinkPad-fartölvu hefur bilað af rúmlega 500.000 sem eru í notkun. Verður þessum raf- hlöðum skipt út viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Sony, framleiðandi rafhlaðnanna, hefur gert viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að sams konar vandamál geti framvegis komið upp í rafhlöðum frá fyr- irtækinu. Nýherji hf., umboðs- aðili ThinkPad á Íslandi, mun hjálpa viðskiptavinum að athuga hvort skipta þurfi út rafhlöðunni. Sömuleiðis mun Nýherji leið- beina og aðstoða viðskiptavini við rafhlöðuskiptin í þeim tilfell- um sem þeirra er þörf. Gengið hefur verið úr skugga um að engar fartölvur með umræddum rafhlöðum séu til sölu hjá fyrir- tækinu í dag. - hhs FARTÖLVA Lenovo og IBM hafa ákveðið að kalla inn tilteknar rafhlöður framleiddar af Sony Corporation, þar sem þær geta í undantekningartilvikum ofhitnað. Rafhlöður innkallaðar F Ó L K Á F E R L I ÓLAFUR ÞÓR Jóhannesson, löggiltur endurskoðandi, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs fjarskipta- og upplýsingatæknifélagsins Teymis hf. sem ráðgert er að verði stofnað í kjölfar skiptingar Dagsbrúnar hf. í tvö félög. Hann mun meðal annars hafa yfirum- sjón með fjármálum fyrir samstæðu Teymis, sinna samskiptum við lána- stofnanir, greiningardeildir bankanna og fjárfesta, auk þess að bera ábyrgð á áhættustýringu, reikningsskilum og áætlanagerð. Eins mun Ólafur Þór sitja í stjórnum dótturfélaga Teymis. Fyrst um sinn starfar hann hjá Og fjarskiptum ehf. Ólafur er viðskiptafræðingur (cand. oecon) af reikningshalds- og endur- skoðunarsviði Háskóla Íslands frá árinu 1996. Hann fékk löggildingu til endur- skoðunarstarfa á árinu 2000 og hefur starfað hjá Pricewaterhouse Coopers hf. (PwC) frá ársbyrjun 1996. Hann hefur verið meðeigandi að PwC frá árinu 2003. Þá hefur hann verið aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík frá árinu 2000 og kennt við BS, MS og MBA nám deildarinnar. Ólafur er kvæntur Aldísi Arnardóttur og eiga þau þrjú börn. SIGRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR hefur hafið störf á Evrópuskrifstofu Samtaka atvinnulífsins í Brussel. Sigrún er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur jafnframt numið Evrópufræði við Europa-Kolleg í Hamborg. Áður hefur Sigrún meðal annars starfað hjá Eftirlitsstofnun EFTA, Héraðsdómi Reykjavíkur og Vinnueftirliti ríkis- ins. Hún tekur við af Evu Margréti Ævarsdóttur sem lætur innan skamms af störfum á Evrópuskrifstofunni og hefur lögmannsstörf á Lex lögmanns- stofu. Evrópuskrifstofa SA í Brussel var opnuð 1. september 1993. Aðsetur skrifstofunnar er í húsnæði UNICE, Evrópusamtaka atvinnulífsins. Hlutverk Evrópuskrifstofu atvinnulífsins er fyrst og fremst erindrekstur gagnvart UNICE og hinum ýmsu stofnunum í Evrópusamstarfi. Enn fremur sinn- ir skrifstofan upplýsingaöflun um Evrópumál fyrir SA sem og fleiri samtök og fyrirtæki á Íslandi. Góð hugmynd – til að endurnýja lífsorkuna Frjó hugsun nærist best með góðri slökun í kraftmiklu umhverfi. Kynntu þér frábæra aðstöðu fyrir fundi og ráðstefnur í nærandi andrúmslofti Bláa lónsins. Nánari upplýsingar í síma 420 8806 og á radstefnur@bluelagoon.is www.bluelagoon.is SÍLDARVINNSLAN Í NESKAUPSTAÐ Síldarvinnslan í breytingum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.