Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 4. október 2006 7 Ráðstefna um hreyfinám og hreyfiþroska barna verður haldin í Íþróttaakademíunni 13. og 14. október næstkom- andi. Aðalfyrirlesari ráðstefn- unnar er Hermundur Sig- mundsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Hermundur hefur unnið mikið að rannsóknum um nám og færni barna. „Ég hef meðal annars verið að skoða hreyfiþroska og hreyfi- nám mikið og hvernig það tengist til dæmis lesblindu og öðrum vandamálum,“ segir hann. Stöðugt fleiri börn greinast með hreyfiþroskavandamál að sögn Hermundar. „Þessir krakkar eru mjög oft lesblindir líka og oft tengist þetta félagslegum og and- legum vandamálum. Mörg þeirra eru í verra líkamlegu ástandi og eru eiginlega aldrei með í neinum íþróttum og eru því með heilsu- vandamál sem tengjast þessu eins og offitu og annað.“ Á ráðstefnunni verður fjallað um hvaða þættir hafa áhrif á hreyfiþroska barna og hvað er til ráða ef upp koma hreyfiþroska- vandamál. „Við fjöllum um nýj- ustu kenningar á þessu sviði og hvernig við lærum hreyfingar og hvernig þær þróast. Hvernig hreyfiþroskavandamál barna tengjast öðrum þroskavandamál- um og hvað er til ráða. Við skoðum hvað við erum að gera í íþrótta- kennslunni og hvað við getum gert í leikskólunum og skólunum. Við verðum að vera örugg um að allir séu að fá þá hreyfingu sem þeir þurfa og skólinn er afar mikilvæg- ur í fyrirbyggjandi aðgerðum. Meðal fyrirlesara verður Erlingur Jóhannsson prófessor við Kennara- háskólann en hann mun tala um rannsóknir sem gerðar hafa verið á hreyfingu og offitu barna á íslandi.“ Ráðstefnan er öllum opin en skráning fer fram í Íþróttaaka- demíunni. emilia@frettabladid.is Mikilvægt að allir séu í einhverjum íþróttum Börn að leik. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hermundur og Fredrik sonur hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL Börn hafa viðkvæmari heyrn en fullorðnir og mikilvægt er að hlífa eyrum þeirra fyrir miklum hávaða. Í Dynjanda og Baby Sam verslun- unum fást Peltor Kid heyrnarhlíf- ar fyrir börn. Hlífarnar geta komið sér vel þegar farið er með börn á tónleika, þegar verið er að smíða eða þegar þau eru nálægt háværum vinnuvélum. Mikilvægt er að foreldrar geri sér grein fyrir því að eyru barna eru viðkvæmari en fullorðinna og láti þau alltaf vera með heyrnarhlíf- arnar þegar þau eru í miklum hávaða því engin leið er að bæta skaðann sem getur orðið ef litlu eyrun eru óvarin. - eö Vörn fyrir viðkvæm eyru Peltor Kid heyrnarhlífarnar fást bæði bleikar og grænar. Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is KULDAGALLARNIR KOMNIR Full búð af nýjum vörum útigallarnir frá metoo komnir munið afsláttinn til 10. október Sjón er sögu ríkari 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.