Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 44
MARKAÐURINN 4. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR14 Ú T L Ö N D Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Samningar náðust ekki um síðustu helgi á milli japanska ríkisolíufyrir- tækisins Inpex og stjórnvalda í Íran um olíuvinnslu á Azadegan-svæðinu í suðvesturhluta Írans. Samninganefnd Japana er bjartsýn á að viðræður muni halda áfram að nýju enda um risasamning að ræða. Helsta þrætueplið er sú fjárhæð sem þarf að setja í verkefnið en samninganefnd Japana vill sömuleiðis sjá að hagstæð lending verði í viðræðum stjórnvalda í Íran og ráðamanna á Vesturlöndum varðandi kjarnorkuáætlun Írana. Azadegan-svæðið er eitt af stærstu olíuvinnslu- svæðum í heimi en talið er að hægt verði að ná allt að 26 milljörðum tunna af hráolíu úr borholum á því. Samkvæmt samkomulagi stjórn- valda í Japan og ríkisolíufélags Írana frá því í febrúar árið 2004 áttu Japanar að hefja olíuvinnslu á Azadegan-svæðinu í síðasta lagi á laugardag, ella rynni samningur- inn út. Samningurinn er metinn á um tvo milljarða Bandaríkjadali, um 140 milljarða íslenskra króna, og höfðu Japanar í hyggju að fá Kínverja og Rússa til samstarfs um olíuvinnslu á svæðinu. Þegar starf- semi hófst hins vegar ekki á svæðinu á laugardag eins og mælt var um runnu samningar út í sandinn. Óvíst er hins vegar hvenær viðræður hefjast að nýju. OLÍUVINNSLUSTÖÐ Í ÍRAN Japanar horfa til þess að vinna olíu á einu stærsta olíuvinnslusvæði í heimi. Japanar lönduðu ekki olíusamningi Japanar horfa til þess að vinna hráolíu í Íran. Gengi hlutabréfa í breskum veðmálavefjum hrundi í byrj- un vikunnar eftir að bandaríska þingið samþykkti lög sem banna Bandaríkjamönnum að leggja fjármuni undir hjá erlendum veð- málavefjum. Aðgerðin er hluti af aðför stjórnvalda vestra gegn starfsemi sem þessari en trygg- ir jafnframt rekstrargrundvöll bandarískra vefja í þessum geira. Gengi hlutabréfa í net- fyrirtækinu Partygaming lækk- aði um tæp 60 prósent á mánu- dag en í netfyrirtækinu 888 Holdings um rúm 45 prósent. Bæði fyrirtækin eru skráð í Kauphöll Lundúna í Bretlandi en eru með póstfang á Gíbraltar. Forsvarsmenn beggja fyrir- tækja segja að frumvarpið muni skaða fyrirtækin en þau muni engu að síður hætta að taka við veðmálum frá Bandaríkjunum. Veðmálavefir í Bretlandi hafa sætt harðri aðför frá hendi banda- rískra stjórnvalda það sem af er ári og hefur gengi þeirra sömu- leiðis lækkað mikið, sérstaklega eftir að forstjóri og stjórnarfor- maður tveggja slíkra fyrirtækja voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir nokkru. - jab VIÐ TÖLVUNA Bandaríska þingið hefur samþykkt lög sem banna netverjum að leggja fé undir hjá veðmálavefjum í Bretlandi. MARKAÐURINN/AP Banna veðmál utan Bandaríkjanna Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að setja á laggirn- ar þjónustu við myndskrárhluta MSN Video, sem gerir netverjum kleift að setja myndskrár af öllum toga á netið. Með þessu er fyrir- tækið að demba sér í samkeppni við vefsetrið YouTube, Google og MySpace. Fyrstu prófanir á vefsetrinu, sem heitir Soapbox, hófust á þriðjudag í síðustu viku en fyrir- hugað er að þjónustan verði virk eftir hálft ár. Rob Bennett, forstöðumaður MSN-vefseturs Microsoft, segir að þótt YouTube hafi náð umtals- verðu forskoti á þessu sviði sé myndskráavæðingin á netinu til- tölulega ungt fyrirbæri og megi segi að netverjar séu enn að stíga sín fyrstu spor af mörgum. Eftir nokkru er að slægjast. YouTube gnæfir yfir aðra keppi- nauta í baráttunni en 34 milljónir fóru á vefsetur fyrirtækisins í ágústmánuði. Þá fara 17,9 millj- ónir manna á vefsetur MySpace að staðaldri í hverjum mánuði en 13,5 milljónir á vef Google Video. Microsoft rekur lestina með 12 milljónir heimsókna. Að mati markaðsfræðinga dembir Microsoft sér nokkuð seint í keppnina og óvíst er hvern- ig þjónustunni muni reifa af. - jab YOUTUBE Microsoft ætlar að stækka skerf sinn í myndskráasamkeppninni á netinu. Þar gnæfir vefsetrið YouTube yfir aðra keppinauta. Microsoft ætlar gegn YouTube Nissan flytur framleiðslu til Japans Japanski bílafram- leiðandinn Nissan Motors ætlar að flytja framleiðslu á einni gerð fjöl- skyldubíla frá Bandaríkjunum til Japans. Ákvörðunin er sögð í hagræð- ingarskyni, auk þess sem fyrirtæk- ið vill rýma fyrir framleiðslu á nýrri gerð bíla frá Nissan í Bandaríkjunum. Fleiri japanski bílaframleið- endur hafa aukið bílaframleiðslu sína umtalsvert í heima- landinu, meðal ann- ars til að prófa nýja tækni í bílum heima fyrir. Þá hafa fyrirtæk- in Suzuki Motors og Honda sömuleiðis ákveðið að reisa nýjar verksmiðjur í Japan. Þetta verða fyrstu nýju verksmiðjur fyrirtækjanna í rúm 30 ár. - jab ÚR VERKSMIÐJU NISSAN Japanski bílaframleiðandinn Nissan Motors hefur flutt fram- leiðslu á einni gerð bíla frá Bandaríkjunum til Japans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.