Fréttablaðið - 04.10.2006, Síða 44

Fréttablaðið - 04.10.2006, Síða 44
MARKAÐURINN 4. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR14 Ú T L Ö N D Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Samningar náðust ekki um síðustu helgi á milli japanska ríkisolíufyrir- tækisins Inpex og stjórnvalda í Íran um olíuvinnslu á Azadegan-svæðinu í suðvesturhluta Írans. Samninganefnd Japana er bjartsýn á að viðræður muni halda áfram að nýju enda um risasamning að ræða. Helsta þrætueplið er sú fjárhæð sem þarf að setja í verkefnið en samninganefnd Japana vill sömuleiðis sjá að hagstæð lending verði í viðræðum stjórnvalda í Íran og ráðamanna á Vesturlöndum varðandi kjarnorkuáætlun Írana. Azadegan-svæðið er eitt af stærstu olíuvinnslu- svæðum í heimi en talið er að hægt verði að ná allt að 26 milljörðum tunna af hráolíu úr borholum á því. Samkvæmt samkomulagi stjórn- valda í Japan og ríkisolíufélags Írana frá því í febrúar árið 2004 áttu Japanar að hefja olíuvinnslu á Azadegan-svæðinu í síðasta lagi á laugardag, ella rynni samningur- inn út. Samningurinn er metinn á um tvo milljarða Bandaríkjadali, um 140 milljarða íslenskra króna, og höfðu Japanar í hyggju að fá Kínverja og Rússa til samstarfs um olíuvinnslu á svæðinu. Þegar starf- semi hófst hins vegar ekki á svæðinu á laugardag eins og mælt var um runnu samningar út í sandinn. Óvíst er hins vegar hvenær viðræður hefjast að nýju. OLÍUVINNSLUSTÖÐ Í ÍRAN Japanar horfa til þess að vinna olíu á einu stærsta olíuvinnslusvæði í heimi. Japanar lönduðu ekki olíusamningi Japanar horfa til þess að vinna hráolíu í Íran. Gengi hlutabréfa í breskum veðmálavefjum hrundi í byrj- un vikunnar eftir að bandaríska þingið samþykkti lög sem banna Bandaríkjamönnum að leggja fjármuni undir hjá erlendum veð- málavefjum. Aðgerðin er hluti af aðför stjórnvalda vestra gegn starfsemi sem þessari en trygg- ir jafnframt rekstrargrundvöll bandarískra vefja í þessum geira. Gengi hlutabréfa í net- fyrirtækinu Partygaming lækk- aði um tæp 60 prósent á mánu- dag en í netfyrirtækinu 888 Holdings um rúm 45 prósent. Bæði fyrirtækin eru skráð í Kauphöll Lundúna í Bretlandi en eru með póstfang á Gíbraltar. Forsvarsmenn beggja fyrir- tækja segja að frumvarpið muni skaða fyrirtækin en þau muni engu að síður hætta að taka við veðmálum frá Bandaríkjunum. Veðmálavefir í Bretlandi hafa sætt harðri aðför frá hendi banda- rískra stjórnvalda það sem af er ári og hefur gengi þeirra sömu- leiðis lækkað mikið, sérstaklega eftir að forstjóri og stjórnarfor- maður tveggja slíkra fyrirtækja voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir nokkru. - jab VIÐ TÖLVUNA Bandaríska þingið hefur samþykkt lög sem banna netverjum að leggja fé undir hjá veðmálavefjum í Bretlandi. MARKAÐURINN/AP Banna veðmál utan Bandaríkjanna Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að setja á laggirn- ar þjónustu við myndskrárhluta MSN Video, sem gerir netverjum kleift að setja myndskrár af öllum toga á netið. Með þessu er fyrir- tækið að demba sér í samkeppni við vefsetrið YouTube, Google og MySpace. Fyrstu prófanir á vefsetrinu, sem heitir Soapbox, hófust á þriðjudag í síðustu viku en fyrir- hugað er að þjónustan verði virk eftir hálft ár. Rob Bennett, forstöðumaður MSN-vefseturs Microsoft, segir að þótt YouTube hafi náð umtals- verðu forskoti á þessu sviði sé myndskráavæðingin á netinu til- tölulega ungt fyrirbæri og megi segi að netverjar séu enn að stíga sín fyrstu spor af mörgum. Eftir nokkru er að slægjast. YouTube gnæfir yfir aðra keppi- nauta í baráttunni en 34 milljónir fóru á vefsetur fyrirtækisins í ágústmánuði. Þá fara 17,9 millj- ónir manna á vefsetur MySpace að staðaldri í hverjum mánuði en 13,5 milljónir á vef Google Video. Microsoft rekur lestina með 12 milljónir heimsókna. Að mati markaðsfræðinga dembir Microsoft sér nokkuð seint í keppnina og óvíst er hvern- ig þjónustunni muni reifa af. - jab YOUTUBE Microsoft ætlar að stækka skerf sinn í myndskráasamkeppninni á netinu. Þar gnæfir vefsetrið YouTube yfir aðra keppinauta. Microsoft ætlar gegn YouTube Nissan flytur framleiðslu til Japans Japanski bílafram- leiðandinn Nissan Motors ætlar að flytja framleiðslu á einni gerð fjöl- skyldubíla frá Bandaríkjunum til Japans. Ákvörðunin er sögð í hagræð- ingarskyni, auk þess sem fyrirtæk- ið vill rýma fyrir framleiðslu á nýrri gerð bíla frá Nissan í Bandaríkjunum. Fleiri japanski bílaframleið- endur hafa aukið bílaframleiðslu sína umtalsvert í heima- landinu, meðal ann- ars til að prófa nýja tækni í bílum heima fyrir. Þá hafa fyrirtæk- in Suzuki Motors og Honda sömuleiðis ákveðið að reisa nýjar verksmiðjur í Japan. Þetta verða fyrstu nýju verksmiðjur fyrirtækjanna í rúm 30 ár. - jab ÚR VERKSMIÐJU NISSAN Japanski bílaframleiðandinn Nissan Motors hefur flutt fram- leiðslu á einni gerð bíla frá Bandaríkjunum til Japans.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.