Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 4. október 2006 3
TÍU ATRIÐI SEM OF MARGIR FLASKA
Á ÞEGAR NÝR EÐA NOTAÐUR BÍLL ER
KEYPTUR.
Það er gaman að kaupa nýjan bíl en
mörgum hættir til að ganga fullhratt
um gleðinnar dyr. Þeir eiga á hættu
að borga of mikið eða enda jafnvel
með bíl sem þeir eru ekki ánægð-
ir með. Hér eru talin upp algeng
kaupendamistök og hvernig ber að
forðast þau.
1. Að falla fyrir einni tegund
Þegar þú eyðir hálfum eða heilum
árslaunum í bíl ættir þú ekki að láta
ást þína á einni ákveðinni tegund
koma í veg fyrir að þú skoðir aðrar
tegundir. Kannski hentar önnur teg-
und þér jafn vel en fæst á betra verði.
Leggstu í heimavinnu og skoðaðu
dóma og verð á netinu. Ekki láta orð
sölumannsins vera einu upplýsing-
arnar.
2. Að sleppa reynsluakstrinum
Ef þú ert að kaupa nýjan eða nýlegan
bíl ættir þú að reynslukeyra hann í að
minnsta kosti 20-30 mínútur. Öðru-
vísi veistu ekki hvort hann hentar þér,
hvort hann stenst væntingar þínar og
hvort hann skortir eitthvað sem þér
finnst mikilvægt. Ekki láta orð annarra
og glansmyndir í bæklingi duga.
3. Að semja út frá ásettu verði
50.000 króna afsláttur frá ásettu verði
þarf ekki að vera kostaboð. Á vefsíðu
Bílgreinasambandsins er leiðbeinandi
verð fyrir flesta bíla og nema mikið
meiri eftirspurn en framboð sé af bíln-
um áttu að geta komist í námunda
við það, jafnvel talsvert neðar.
4. Að einblína á afborganir
Ekki láta afborganir vera útgangs-
punkt sölumannsins til að finna þér
bíl. Semdu fyrst um verðið. Eftir það
geturðu samið um uppítökuverð
gamla bílsins og þá fyrst geturðu farið
að ræða fjármögnun. Ef þú býður
sölumanninum að gera tilboð í allan
pakkann hefur hann of mikið svigrúm
til að hækka einn þátt á móti öðrum
sem hann lækkar.
5. Að kaupa afsláttinn
Ef bílar eru á tilboði, afslætti eða
öðrum kostakjörum er yfirleitt ástæða
fyrir því. Ekki kaupa bíl bara af því
að verðið er gott. Skoðaðu dóma og
berðu bílinn saman við aðra svipaða.
Kannski finnurðu betri bíl á lægra
verði. Alls ekki láta tilboð koma í veg
fyrir að þú gerir lægra tilboð. Ef um
notaðan bíl er að ræða þurfa bílasal-
arnir oft að losna við þá sem fyrst.
6. Að hugsa ekki um fjármögnun
Þú veist mjög líklega á hvaða verðbili
næsti bíll verður og hvað þú hefur
á milli handanna í innborgun eða
uppítöku. Vertu búinn að kanna fjár-
mögnunarmöguleika og hvaða leið
er hagkvæmust fyrir þig. Ef bílasalinn
býður ekki þá leið sem þér hugnast er
vel hugsandi að sá næsti geri það.
7. Að vanmeta verðgildi öryggis-
búnaðar
Ekki halda að það sé óþarfi að borga
fyrir ABS, stöðugleikakerfi eða auka
loftpúða. Banaslys í umferðinni eru
staðreynd og sá búnaður sem getur
forðað þér frá því er hverrar krónu
virði. Kannaðu á netinu hvernig þessi
tiltekna árgerð bílsins hefur komið út
úr árekstraprófunum og finndu þann
bíl sem sér þér og fjölskyldu þinni
fyrir nægilegri vernd.
8. Að kaupa óþarfa aukahluti
Ef bíllinn er hlaðinn aukabúnaði
sem þú hefur ekkert við að gera er
líklegt að þú fáir hrárra eintak á betra
verði. Ef bíll er keyptur frá útlöndum
skaltu ekki kaupa aukalega ryðvörn
og þess háttar. Í langflestum tilfellum
er bíllinn nægilega vel varinn - og þú
getur sjálfur bætt um betur fyrir minni
pening.
9. Að rannsaka ekki raunvirði
gamla bílsins
Yfirleitt færðu meira fyrir gamla bílinn
með því að selja hann heldur en að
setja hann uppí. Finndu út gangverð
bílsins og vertu viðbúinn að geta
þurft að lækka þig aðeins frá því ef
bílasalinn tekur hann upp í. En alls
ekki mikið.
10. Að láta ekki ástandsskoða notaðan
bíl
Þegar þú kaupir notaðan bíl skiptir
ástand eintaksins öllu máli. Meira að
segja bestu bílar í heimi geta eyði-
lagst ef engin er umönnunin. Láttu
hlutlaust verkstæði ástandsskoða
bílinn til að komast að leyndum göll-
um, bilunum og sliti. Fáðu skriflega
lýsingu og áætlaðan kostnað við að
laga það sem er að. Það er notadrjúgt
plagg í verðsamningum.
Algeng mistök við bílakaup
Nóg er til af bílunum og því ástæðulaust að ana út í bílakaup án undirbúnings.
NORDIPHOTOS/AFP
Á dögunum fengu hjónin Daði
Rúnar Jónsson og Gróa Ólöf
Þorgeirsdóttir upphringingu
frá Ásu Björg Tryggvadóttir,
markaðsfulltrúa Heklu. Hún
vildi endilega lána þeim nýjan
Mitsubishi Colt í þrjá mánuði,
þeim að kostnaðarlausu.
Í síðustu viku tók Fréttablaðið við-
tal við Daða og Gróu vegna brúðar-
bíls þeirra, en þau giftu síg síðast-
liði sumar. Brúðarbíllinn var
Mitsubishi Colt sem Daði hafði átt í
mörg ár og var við það að gefast
upp. Búið var að mála hjörtu á bíl-
inn og koma fyrir kampavínsborði
innanborðs og var bíllinn hinn
glæsilegasti. Hjónin höfðu lofað
gestum fornbíl og að vissu leyti
stóðu þau við það en bíllinn er frá
árinu 1992.
Þegar starfsfólk Heklu las
greinina fannst því aðdáunarvert
hversu mikið þetta unga par lagði á
sig fyrir bílinn sinn. „Okkur finnst
mjög áhugavert hvað fólkinu þykir
vænt um bílinn sinn og hvað þau
reyna að halda honum skemmti-
lega við,“ segir Ása. „Nú er að
koma nýr Colt á markaðinn og við
erum að fara af stað með auglýs-
ingaherferð og fannst því tilvalið
að leyfa þeim að prófa nýjan Colt
og halda við áhuganum hjá þeim.“
Gróa og Daði voru að vonum
ánægð með nýja bílinn, sem er víst
nokkuð frábrugðinn gamla brúðar-
bílnum. „Hann er allt öðruvísi og
það er mjög gott að keyra hann,“
segir Gróa. „Svo er hann líka furðu
rúmgóður miðað við hversu lítill
hann er. Við höfum verið að bjóða
vinunum í bíltúr og þeir hafa allir
minnst á einmitt það hversu gott
plássið er. Svo er líka búið að skipta
út kampavínsborðinu fyrir útvarp
og það er heilmikill munur.“
Örlög Krúttu, en svo nefnist
gamli Coltinn, eru ekki ráðin. Hún
fær frí í það minnsta næstu þrjá
mánuði en hver veit nema að í
framhaldinu verði hún sunnudags-
bíllinn sem bara er keyrður innan-
bæjar í þurru. Hún myndi án efa
sóma sér ágætlega í miðri fornbíla-
röðinni sem stundum myndast á
fimmtudagskvöldum á Laugaveg-
inum. - tgBrúðarbíllinn Krútta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Nýr Colt fyrir nýbökuð hjón
Daði og Gróa taka við lyklunum frá Ásu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Jeppadekk
Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080
31" heilsársdekk
verð frá kr. 12.900
www.alorka.is
Sendum frítt um land allt!
Við míkróskerum og neglum!
Úrval af stærðum upp í 33"
Opið á laugardögum 9-13
M
IX
A
•
fít
•
6
0
4
9
7
������
�� ������
���
��