Fréttablaðið - 04.10.2006, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 04.10.2006, Qupperneq 38
MARKAÐURINN 4. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR8 F R É T T A S K Ý R I N G PENINGAMARKAÐSSJÓÐURINN 14,0% ávöxtun Markmið Peningamarkaðssjóðsins er að skila jafnri ávöxtun með fjárfestingum í skammtímaverðbréfum. Aðallega er fjárfest í innlánum, skuldabréfum og víxlum skráðum í Kauphöll Íslands. Meðaltími sjóðsins er mjög stuttur, innan við ár og því er ekki að vænta mikilla sveiflna á gengi sjóðsins. Peningamarkaðssjóðurinn skilaði 14,0% nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. september–2. október 2006. Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 575 4400 eða kíktu á vefsíðuna okkar www.vsp.is. Engin kaup- eða söluþóknun Peningamarkaðssjóðurinn er rekinn af Rekstrarfélagi Sparisjóðanna hf. Verðbréfaþjónusta Sparisjóðanna hf. er vörsluaðili sjóðsins. Peningamarkaðssjóðurinn er fjárfestingarsjóður sem starfar skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Fjárfestingarsjóður telst vera áhættusamari fjárfesting en verðbréfasjóður skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjóðs er m.a. fólgin í rýmri fjárfestingarheimildum sem geta leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóði. Frekari upplýsingar um sjóðinn má finna í útboðslýsingu og útdrætti útboðslýsingar sem hægt er að nálgast á www.vsp.is F í t o n / S Í A Snemma í febrúar ákvað stjórn FL Group að óska eftir skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands og skyldi stefnt að því að skrá félagið á öðrum fjórðungi þessa árs. „Stjórn FL Group vill koma Icelandair Group í dreifða eignaraðild og gefa almenningi og fagfjárfestum þannig kost á að eignast beint hlut í félögum tengdum flugrekstri,“ sagði í tilkynningu til Kauphallar. Jafnframt ætlaði FL Group að halda utan um kjölfestuhlut í félaginu að lokinni skráningu. Fallið var frá þessum áformum þegar aðstæður á fjármálamörkuðum versnuðu til muna á vordögum en þráðurinn tekinn upp að nýju nú í haust, með viðræðum við fjárfesta sem myndu kaupa allt félagið. Þær viðræður strönduðu þannig að lend- ingin var sú að skrá Icelandair Group í Kauphöll fyrir árslok í samvinnu við Glitni banka sem mun sölutryggja rúman helming hlutafjár. SNÚA SÉR AÐ ÖÐRUM VERKEFNUM En hvað er það sem veldur því að FL Group vill selja Icelandair sem hefur verið nefnt fjöregg þjóðarinnar? „Það má segja að þróun FL Group hafi verið í þá átt að gera félagið að fjárfestingarfélagi. Áhugi stjórnenda liggur í fjárfestingar- verkefnum. Töluvert fjármagn er bundið í Icelandair og nú virðist sem félagið sé í öruggum og góðum rekstri,“ segir Grétar Már Axelsson, sérfræðingur hjá Glitni banka. Svo virðist sem áhugi stjórnenda FL Group standi til að hámarka söluhagn- að af Icelandair og koma því félagi í hend- ur rekstrarmanna sem geta gert enn betri hluti með flugreksturinn og ferðaþjónust- una. Grétar bendir á að FL Group muni innleysa verulega fjármuni við söluna sem mun gefa félaginu enn meiri slagkraft til að vinna að fjárfestingarverkefnum sem hafa meiri vaxtarmöguleika en Icelandair Group. Heildarvirði Icelandair við upphaf skráningarferils er metið á 43 milljarða króna. Þetta þýðir að kaupendur eru að greiða fyrir áttfaldan árlegan rekstrar- hagnað fyrir afskriftir (EBITDA) miðað við áætlanir Icelandair fyrir þetta ár. Í til- kynningu frá FL Group segir að áætlaður söluhagnaður nemi 26 milljörðum króna miðað við heildarvirði hlutafjár. Em salan á Icelandair verður ekki skoð- uð án þess að rifja upp sögu Flugleiða og FL Group á liðnum árum. BREYTINGAR Á EIGNARHALDI Það hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá FL og forvera þess Flugleiðum frá því að Landsbankinn, Íslandsbanki, Straumur, Samson Global Holdings, Sjóvá, Burðarás og Otec Investment áttu með sér viðskipti sem gjörbreyttu landslaginu í íslensku viðskiptalífi fyrir þremur árum. Þessi gríðarlegu viðskipti, sem kölluðust því hógværa nafni „Samkomulag um verð- bréfaviðskipti“, voru í níu liðum og mörk- uðu endalok Kolkrabbans. Í þessum viðskiptum keypti Straumur meðal annars um 32 prósenta eignar- hlut Eimskipafélagsins í Flugleiðum og fjórum mánuðum síðar voru bréfin kom- inn í hendur Oddaflugs, sem var þá í eigu Fjárfestingarfélagsins Prímusar og Straumborgar. Prímus var í eigu Hannesar Smárasonar, núverandi forstjóra FL Group, en Straumborg félag Jóns Helga Guðmundssonar í BYKO. O d d a f l u g keypti einnig bréf í Flugleiðum af Sjóvá-Almennum og Íslandsbanka og var því komið með rúm 38 pró- sent hlutafjár. Í tilkynningu til Kauphallar sögð- ust kaupendur líta á þátttöku sína í r e k s t r i Flugleiða sem langtímafjárfestingu. „Kaupin á umræddum hlut nú eru liður í því að koma festu á eignarhald Flugleiða og í framhaldinu verður aðkoma ann- arra fjárfesta skoðuð.“ Jón Helgi staldr- aði hins vegar ekki lengi við í herbúðum Flugleiða því hann og Hannes slitu sam- starfi sínu haustið 2004 af viðskiptalegum og persónulegum ástæðum eins og það var orðað. Hannes keypti þá helmingshlut Jóns Helga í Oddaflugi á genginu 9,6 en talið er að sá síðarnefndi hafi hagnast um einn milljarð. GRUNNURINN LAGÐUR Stuttu eftir að Jón Helgi yfirgaf Flugleiðir urðu verulegar breytingar á stefnu félags- ins í átt til útrásar og fjárfestinga í þeim greinum þar sem sérþekking félagsins lá. Hlutafé Flugleiða var aukið og félagið hóf að kaupa í breska lággjaldaflugfé- laginu easyJet haustið 2004, fyrst um 8,5 prósent en hluturinn stækkaði jafnt og þétt langt fram á næsta ár. Kaupin þóttu alldjörf, enda hafði markaðsverðmæti easyJet fallið um 70 prósent á tveimur árum. En íslensku fjárfestarnir veðj- uðu á réttan hest og gengi easyJet tók að hækka hratt og fór upp um 120 prósent á einu ári. Hækkunin var meðal ann- ars skýrð með því að fjárfestar töldu að Íslendingarnir myndu reyna að taka félagið yfir. Ekkert varð af því en FL seldi sautján prósenta hlut í easyJet fyrr á þessu á þessu ári fyrir 29 milljarða króna og nam söluhagnaður af fjárfestingunni þrettán milljörðum króna. Í ljósi þeirrar breytinga sem urðu á stefnu félagsins í átt til fjárfestinga var sú ákvörðun tekin á aðalfundi Flugleiða árið 2005 að breyta nafni félagsins í FL Group sem hefði þann tilgang að „ ... ávaxta fé sem hluthafar hafa bundið í starfseminni með rekstri í félaginu og fjárfestingum í dóttur- og hlutdeildarfélögum sem einkum starfa á vettvangi flugrekstrar, ferðaþjón- ustu og flutningastarfsemi.“ Jafnframt sýndi ársuppgjör félagsins verulegan viðsnúning á milli áranna 2003 og 2004 en reksturinn byggðist þá að miklu leyti á flugrekstri og ferðaþjónustu og kaupum og leigu á flugvélum. Hagnaður ársins 2004 var 3,4 milljarðar sem var þrefalt hærri upphæð en árið 2003. Þar má segja að aðgerðir sem ráðist var í haustið 2001, undir forystu Sigurðar Helgasonar forstjóra, þegar flugfélög um allan heim mættu nýrri heimsmynd, hafi verið farn- ar að skila sér með ágætum árangri og aukið þar með verðmæti Icelandair. Aðrir stjórnendur Icelandair, eins og Jón Karl Ólafsson, hafa svo haldið áfram á sömu braut og stækkað Icelandair og bætt arð- semi rekstursins þrátt fyrir að markaðs- aðstæður í flugrekstri hafi síður en svo verið auðveldar á undanförnum árum. SÖGULEGT ÁR Gengi hlutabréfa í Flugleiðum hækkaði um meira en helming árið 2004 og meira en tvöfaldaðist árið 2005 þrátt fyrir að árið hefði reynst hinu „nýja“ félagi þraut- in þyngri. Sögusagnir um átök óeðlileg- ar millifærslur, afsögn þriggja stjórnar- manna um mitt ár og umdeild kaup FL á norrænna lággjaldaflugfélaginu vöktu að vonum mikla athygli í samfélaginu og átti stjórnarformaðurinn Hannes Smárason undir högg að sækja. Næststærsti hluthaf- inn Saxbygg seldi 27 prósenta eignarhlut sinn um mitt ár, eftir að Baugur, Katla Investments og Oddaflug gerðu honum tilboð sem var nokkuð yfir þáverandi markaðsgengi. Innkoma Baugs var til marks um frekari sókn FL í fjárfestingastarfsemi. Hlutafé félagsins var aukið um 44 millj- arða króna í nóvember 2005, þar af keyptu stærstu hluthafarnir fyrir 28 milljarða. Hluthöfum bauðst að greiða fyrir nýju bréfin með hlutabréfum í öðrum félögum. Jókst markaðsverðmæti FL úr 35 milljörð- um í 80 eftir útboðið. Fjárfestingar miðuðust ekki einung- is við stöðutökur í markaðsverðbréfum heldur einnig á sviði flugvélaviðskipta en félagið hafði aðkomu að kaupum og sölu á flugvélum fyrir rúma sextíu milljarða króna í fyrra. Á þessu ári hefur verðmæti FL vaxið enn frekar eftir að félagið keypti fjórð- ungshlut í Straumi-Burðarási af Kristni Björnssyni og Magnúsi Kristinssyni og greiddi fyrir hlutinn með nýjum bréfum í FL. Markaðsverðmæti félagsins stend- ur nú í rúmum 180 milljörðum króna og hefur aukist um 164 milljarða króna eftir að Hannes Smárason kom fyrst inn í hluthafahóp Flugleiða og gengið hækkað úr sjö krónum á hlut í 23. Sá sem keypti í Flugleiðum á sama tíma og Oddaflug keypti hlut Straums hefur því fengið 228 prósenta nafnávöxtun á bréf sín. HANNES SMÁRASON, FORSTJÓRI FL GROUP, OG JÓN KARL ÓLAFSSON, FORSTJÓRI ICELANDAIR GROUP Á þremur árum hefur markaðsverðmæti FL Group, áður Flugleiða, ellefufaldast. Félagið er nú orðið fjárfest- ingarfélag sem hefur hagnast verulega á uppgangi hlutabréfamarkaða en einnig hefur rekstur Icelandair batnað. Icelandair aftur í almenningseigu Samkomulag um verðbréfaviðskipti fyrir þremur árum mörkuðu ekki einungis endalok Kolkrabbans heldur einnig upphaf gríðarlegrar verðmætaaukningar fyrir hluthafa Flugleiða. Félagið hefur farið úr því að vera flugfélag og ferðaþjónustufyrirtæki yfir í alhliða fjárfestingarfélag. Eggert Þór Aðalsteinsson lítur yfir farinn veg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.