Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 70
[KVIKMYNDIR] UMFJÖLLUN Menn í járnum, appelsínugulum stökkum, með svarta hauspoka og heyrnarhlífar. Frá því myndirnar af föngunum í Guantanamo-fang- elsinu á Kúbu sáust fyrst hafa fangabúðirnar orðið ein ill- ræmdasta táknmynd óréttlætis og mannréttindabrota í seinni tíð. Í leiknu heimildarmyndinni Leið- inni til Guantanamo er sögð saga nokkurra manna, þar af þriggja Breta, sem var haldið í Guant- anamo í hálft þriðja ár án þess að vera nokkurn tíma birt ákæra. Sagan hefst í Bretlandi skömmu eftir árásirnar 11. september. Fjórir breskir múslimar halda til Pakistan til að vera viðstaddir brúðkaup vinar síns. Þegar þang- að er komið hafa Bandamenn ráð- ist inn í Afganistan. Í fífldirfsku halda fjórmenningarnir yfir landa- mærin en fyrir röð tilviljana og óheppni enda þeir á yfirráðasvæði Talíbana, sem eru að gefast upp fyrir Bandamönnum í stórum stíl og eru handteknir. Bretarnir vekja strax grunsemdir Bandaríkja- manna; þeir eru flokkaðir með sérlega hættulegir liðsmenn Al- kaída og sendir til Guantanamo. Leikstjórinn Michael Winter- bottom hefur valið sér vandmeð- farið viðfangsefni því sjálfsagt er auðvelt að láta tilfinningasemina leiða sig í gönur. Hann tekur efnið hins vegar traustataki og fer aldrei út af slóðinni. Efnistökin eru hefðbundin; fangarnir segja sögu sína og inn á milli er leiknum atriðum fléttað saman við. Mynd- máli er haldið í lágmarki og áróðri til hliðar, enda stendur strípuð frá- sögnin fyllilega fyrir sínu. Sú mynd sem dregin er upp af vinnu- brögðum hermanna Bandamanna og fangavarðanna í búðunum er vægast sagt óhugnanleg og í raun- inni mesta furða að nokkur komist þaðan óskemmdur. Leiðin til Guantanamo er þörf áminning um ömurlegar afleiðing- ar þess þegar við, sem þykjumst vera útverðir frelsis og mannrétt- inda, sofnum á verðinum. Um það eru fangabúðirnar skýr vitnis- burður. Þetta er ómissandi mynd. Bergsteinn Sigurðsson Hryðjuverkin okkar LEIÐIN TIL GUANTANAMO LEIKSTJÓRI: MICHAEL WINTERBOTTOM Aðalhlutverk: Riz Ahmed, Farhad Harunm og Afran Usman. Ómissandi mynd um ein ömurlegustu mannréttindabrot sem Vesturvöld hafa drýgt í seinni tíð. Söngkonan Katie Melua, sem hélt tónleika á Íslandi í mars, setti heimsmet á dögunum þegar hún hélt dýpstu neðansjávartónleika sem sögur fara af. Tónleikarnir voru haldnir 303 metrum undir sjávarmáli á Statoil- olíuborpallinum í Norðursjó. Þurfti Melua, sem er 22 ára, að gangast undir læknisskoðun og fara í þjálfunarbúðir í Noregi áður en hún var flutt í þyrlu á olíubor- pallinn. „Þetta voru án efa skrítnustu tónleikar sem ég hef haldið,“ sagði Melua. „Það tók níu mínútur að fara frá yfirborði borpallarins til botnsins í lyftu. Að halda tónleika fyrir starfsmennina var mjög sér- stakt og ég mun aldrei gleyma því,“ sagði hún. Á meðal laga sem Melua söng voru Closest Thing to Crazy og Nine Million Bicycles. Heims- metabók Guinness hefur þegar staðfest heimsmetið. Söng neðansjávar KATIE MELUA Söngkonan knáa setti heimsmet á dögunum þegar hún söng á 303 metra dýpi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA „Það var bara kominn tími til að við tækjum höndum saman,“ segir Benedikt Reynisson um samstarf sitt og Árna Þórs Jónssonar í útvarpsþættinum Marzípan sem fer í loftið á Rás 2 annað kvöld. Stjórnendurnir eru tónlistar- áhugafólki að góðu kunnir fyrir útvarpsþætti sem þeir hafa áður stjórnað. Benni hefur stjórnað Karate á ýmsum stöðv- um, síðast á XFM, síðast- liðin þrjú og hálft ár. Árni hefur stjórnað Sýrðum rjóma með hléum síðan 1993 þegar þátturinn hóf göngu sína á Útrás. Óhætt er að segja að báðir stjórnendur nýja þáttarins séu þekktir fyrir að kynna hlustendum glænýja og ferska tónlist í útvarps- þáttum sínum. Þó þeir félagar séu kunnastir fyrir áhuga sinn á indí- tónlist segir Benni að þeir ætli ekki að binda sig við neina eina tónlistarstefnu í Marzípan. „Við reynum bara að spila það sem er nýtt og ferskt. Við spilum alveg hvað sem er, svo lengi sem það sé áhuga- vert. Svo er náttúrlega ýmislegt sem ég fíla meira en hann og öfugt. Þetta ætti því að verða ansi fjöl- breytt,“ segir Benni en þeir munu skiptast á að stjórna þættinum. Fyrsti þáttur Marzípan fer í loftið á Rás 2 annað kvöld, eftir tíufréttir. Sameinaðir í nýjum þætti ÁRNI ÞÓR Súri gæinn er kominn með félaga. BENNI KARATE Verður nú kallaður Benni Marzípan. Æði sérstakur knattspyrnuleikur fer fram á Laugardalsvelli í kvöld þegar sjónvarpsliðið KF Nörd tekur á móti Íslandsmeisturum FH klukkan hálf átta. Þegar hafa um sjö þúsund manns tryggt sér miða á leikinn en hann verður síðan sýndur í síðasta þættinum um nirðina sextán sem læra knatt- spyrnu í fyrsta sinn. Á blaðamannafundi sem haldin var á Nordica hótel kom fram að liðin ætli að leggja allt í sölurnar fyrir þennan leik og hótaði meðal annars Ólafur Jóhannesson, þjálf- ari FH, að hætta með liðið ef það tapaði. Hann hyggst jafnframt taka fram takkaskóna á ný eftir nokkurra ára hlé frá knattspyrnu- iðkun auk þess sem fyrrum fyrir- liði FH-inga og núverandi aðstoðar- þjálfari, Heimir Guðjónsson, ætlar að láta til sín taka á vellin- um. Logi Ólafsson, þjálfari Nörd- anna, sagðist á fundinum finna fyrir mikilli pressu að ná góðum úrslitum enda hefði undirbúnings- tímabilið ekki gengið sem skyldi. Hann sagðist vera með tvö tromp uppi í erminni sem myndu jafnvel leggja sitt á vogarskálarnar til að leggja Íslandsmeistaranna að velli en vildi ekki gefa upp hverjir það væru. Nördarnir sjálfir sögðust vera hvergi bangnir enda þekktu þeir lítið til mótherjana. Nördar leika til sigurs ÞJÁLFARARNIR TAKAST Í HENDUR Vel fór á með þeim Ólafi Jóhannessyni og Loga Ólafssyni á blaðamannafundi sem haldinn var í gærmorgun en ekki er víst að sama verði uppá teninginum í kvöld þegar FH mætir KF Nörd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Uppselt er í stúku á tónleika Sir Cliff Richard í Laugardalshöll þann 28. mars á næsta ári. Alls seldust um 1.200 miðar upp á hálftíma og er því deginum ljósara að Richard á vel upp á pall- borðið á meðal íslenskra tónlistar- áhugamanna. Einnig hefur verið nokkuð um það að Bretar og Bandaríkjamenn hafi keypt miða á tónleikana. Cliff verður á litlum Bretlands- túr nú í nóvember og desember og hefur selt yfir 150.000 miða nú þegar. Syngur hann til að mynda fimm kvöld í röð á Wembley Arena í London. Hann er vinsælasti tón- listarmaður Bretlands frá upphafi með yfir sextíu lög sem hafa náð inn á topp tíu þar í landi. Enn eru miðar eftir í stæði í Laugardalshöllina og er miðaverð 5.900 krónur. Miðasala fer fram á midi.is og í verslunum Skífunnar í Reykjavík og BT úti á landi. Uppselt á hálftíma SIR CLIFF RICHARD Söngvarinn heims- frægi heldur tónleika í Höllinni 28. mars. 2 vikur á toppnum í USA! Topp5.is M.M.J kvikmyndir.com Will Ferrell, John C.Reilly og Sascha Baron Cohen (Ali G.) fara á kostum í vinsælustu gamanmynd ársins í USA. !óíbí.rk005 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 TALLADEGA NIGHTS kl. 5.40, 8 og 10.20 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 6, 8 og 10 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 10.15 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 8 B.I. 7 ÁRA VOLVER kl. 5.50, 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA LEONARD C. Í M YOUR MAN kl. 6 TALLADEGA NIGHTS kl. 8 og 10 CRANK kl. 6 og 10 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 8 CLERKS 2 kl. 6 TALLADEGA NIGHTS kl. 5.30, 8 og 10.25 SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.25 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 4, 6, 8 og 10 CLERKS 2 kl. 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 5.45 og 8 MY SUPER-EX GIRLFRIEND kl. 5.50 og 10.15 LITTLE MAN kl. 3.50 GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 3.50 "BIÐIN VAR VEL ÞESS VIRÐI, OG SMITH KLIKKAR EKKI Í EINA MÍNÚTU. FYNDNASTA GAMANMYNDIN SEM ÉG HEF SÉÐ Á ÁRINU!" KVIKMYNDIR.IS EMPIRE EMPIRE V.J.V. Topp5.is DV L.I.B. Topp5.is THANK YOU FOR SMOKING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.