Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 64
 4. október 2006 MIÐVIKUDAGUR28 menning@frettabladid.is ! Leikstjórinn Atom Egoy- an er sérstakur gestur Alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðarinnar í Reykjavík og handhafi verðlauna þeirra fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn. Egoyan ræddi við Krist- rúnu Heiðu Hauksdóttur um pólitíkina, stafrænu byltinguna og samband sitt við leikhúsið. Egoyan er viðkunnanlegur maður sem liggur mikið á hjarta, hann er sögumaður af guðs náð en tök hans á kvikmyndaforminu hafa hrifið áhorfendur víða um heim. Þekktustu myndir hans hingað til eru The Sweet Hereafter frá 1997 og Exotica frá 1994 sem báðar eru til sýninga á hátíðinni nú. Enn fremur er hann þekktur fyrir hina umdeildu mynd Ararat en viðfangsefni hennar er þjóð- armorð Tyrkja á Armenum í upp- hafi síðustu aldar sem Tyrkir hafa aldrei viðurkennt. Rætur í leikhúsinu Egoyan er fæddur í Kaíró en for- eldrar hans voru armenskir flóttamenn sem síðar fluttu til Kanada. Samfara háskólanámi sínu í Toronto lagði Egoyan stund á alþjóðasamskipti og klassískan gítarleik og komst ungur í kynni við leikhúsið. „Um það leyti sem ég útskrifaðist úr framhalds- skóla hafði ég skrifað tólf leikrit og hélt raunar að ég yrði leik- skáld. Ég hrífst ennþá af leikhús- inu, absúrdleikhúsið er í sér- stöku uppáhaldi hjá mér,“ segir hann og nefnir Pinter, Adamov og Ionesco í því tilliti að ógleymd- um Beckett en Egoyan gerði kvikmyndaaðlögun byggða á leikverki hans, Síðasta segul- bandi Krapps, sem hann mun mögulega sýna íslensku kvik- myndaáhugafólki. Enn fremur er Egoyan á leið til Lundúna þar sem hann mun halda erindi um Beckett í Tate-listasafninu í lok vikunnar. Síðar heldur hann til Frankfurt þar sem hann tekur við verðlaunum á bókamessunni þar í borg fyrir nýlega kvik- myndaaðlögun sína á samnefndri skáldsögu Rubert Holmes, Where the Truth Lies. Auk þess að starfa við kvik- myndir hefur Egoyan einnig unnið verk fyrir sjónvarp, komið að óperuuppsetningum og unnið innsetningar fyrir gallerí. Tvístraðar langanir Egoyan vísar til örvæntingar og geggjunar í viðfangsefnum absúrdleikhússins sem heillar hann mest, en í myndum leik- stjórans má á vissan hátt sjá votta fyrir slíku. Þegar verk hans ber á góma verður sumum tíð- rætt um afneitun, sambandsleysi og firringu. Flóknar fjölskyldu- aðstæður, hlutur minninganna og tvístraðar langanir mannsins gegna lykilhlutverki þegar Egoy- an varpar mannlífsstúdíum sínum á hvíta tjaldið eða á sjón- varpsskjáinn. Hann skrifar öll sín handrit sjálfur og hikar ekki við að varpa upp erfiðum spurn- ingum. Deilurnar sem spruttu upp í kringum Ararat leiddu til þess að hann tók pólitískari afstöðu en ella og hann segir að það muni mögulega endurtaka sig með nýj- ustu mynd hans, Citadel. „Ég var efins þegar ég gerði Ararat, myndin átti að vekja umræðu en vakti gífurlega hörð viðbrögð. Ég varð að verja pólitíska afstöðu armenska samfélagsins og tala um þessi mál því ég er ekki hlut- laus í minni skoðun.“ Egoyan kveðst hafa mikinn áhuga á alþjóðapólitík og hann er virkur í baráttustarfi mannréttindasam- taka í heimalandi sínu. „Mér finnst hlutverk listarinnar vera að spyrja réttu spurninganna en ekki endilega svara þeim. Ég efast sjálfur um listamenn sem reyna að hafa áhrif á túlkun áhorfenda sinna en stundum er það nauðsynlegt,“ segir hann. Egoyan áréttar þó að mikil- vægt sé að fólk sé meðvitað um að listin og þá sér í lagi kvik- myndir séu túlkun. „Myndir geta verið tælandi og þær gefa fyrir- heit um að það sem við sjáum sé satt og rétt,“ segir hann og bætir við að þess vegna sé orðfæri og myndmáli beitt til að framand- gera aðstæður og árétta hug- lægnina sem býr að baki hverri túlkun. „En ef þú ert meðvitaður um hlutverk þitt og ábyrgð sem áhorfandi upplifir þú listina á annan hátt,“ úskýrir Egoyan. Persónuleg mynd Nýjasta verk Egoyans, heimilda- myndin Citadel, er af allt öðrum toga og á sér óvenjulegan aðdrag- anda. „Citadel er undarleg mynd,“ viðurkennir Egoyan, „hún var tekin upp í fjölskylduferð til Beirút fyrir tveimur árum. Ákveðnir ófyrirsjáanlegir en merkilegir atburðir áttu sér stað í þeirri ferð og þegar við komum heim setti ég myndirnar inn á tölvuna og fór að leika mér með þær. Myndin varð síðan að bréfi til sonar okkar því hann mun aldrei muna þessa ferð eins og við, hann er bara tíu ára, en þessi ferð breytti lífi foreldra hans. Myndin er ekki endilega sönn í þeim skilningi, hún hefur eigin- leika heimagerðs fjölskyldu- myndbands en hefur dramatíska byggingu,“ útskýrir hann. Vegna ástandsins í Beirút er Egoyan mjög meðvitaður um hvar hann sýnir myndina. „Ég held að myndin veki mjög sterk viðbrögð við pólitísku ástandi í landinu, hún er um fjölskyldu- sambönd en þetta er líka mynd um landið og borgina og þess vegna hef ég ekki dreift henni markvisst.“ Egoyan áréttar að það hafi verið mjög áhugavert að vinna að myndinni ekki aðeins vegna þess að hún sé mjög per- sónuleg heldur vegna þess að hún er gerð fyrir mjög lítið fé. „Á sama tíma var ég að klára Where the Truth lies sem er dýrasta mynd mín hingað til. Svo er bara spurning hvert ég sný mér næst – ég er alls ekki viss um hvar ég ætla að staðsetja mig,“ segir hann að lokum. Egoyan mun flytja erindi og svara spurningum kvikmyndaá- hugafólks í hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 15 í dag auk þess sem hann sýnir myndbrot úr nýjustu verkum sínum. Kl. 20.00 Söngsveitin Fílharmonía heldur tónleika í Langholtskirkju og flytur Carmina Burana eftir Carl Orff. Einsöngvarar eru Hallveig Rún- arsdóttir, Bergþór Pálsson og Einar Clausen. Píanistar eru Guðríður St. Sigurðardóttir og Kristinn Örn Kristinsson. Auk þess leikur í verkinu sex manna slagverkssveit skipuð slagverksleikurum úr Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Tónlistarmaðurinn Benedikt Hermann Hermanns- son, Benni Hemm Hemm, hefur samið nýja tónlist við stórvirki sænska leik- stjórans Victor Sjöstrom, Berg-Ejvind och hans hustru, sem hann byggir á leikriti Jóhanns Sigurjónssonar um útlegumanninn Fjalla- Eyvind. Hljómsveit Benna Hemm Hemm mun flytja tónlistina á tvennum tón- leikum í Tjarnarbíói í kvöld og annað kvöld. Victor Sjöström er einn virt- asti leikstjóri Svía frá upphafi en myndina gerði hann árið 1918. Sögusvið hennar er á Íslandi og segir þar af sambandi Höllu og Eyvindar þegar hann kemur til vinnu á bænum þar sem Halla býr og þau fella hugi saman. Heimilisfólkið ber kennsl á Eyvind því hann er þekktur þjófur og þá flýja skötuhjúin til fjalla. Leikrit Jóhanns naut mikillar hylli bæði hér á landi og í Skandinavíu. Benni Hemm Hemm var valinn „bjartasta vonin“ á Íslensku tónlistarverðlaun- um í fyrra. Fyrsta plata sveit- arinnar var einnig útnefnd besta plata ársins í flokknum ýmis tónlist. Þess fyrir utan var hún ofarlega á árslistum flestra tónlistargagnrýnenda í lok síðasta árs, var vinsæl í útvarpi og seldist vel. Platan kom út í Japan snemma á þessu ári, og er nýkomin út í Evrópu og Bandaríkjunum. Von er á annarri plötu Benna Hemm Hemm hér á landi fyrir lok ársins. Tónleikarnir fara fram í Tjarnarbíói og hefjast kl. 20.30. Miðasala fer fram á www.midi.is, www.film- fest.is og á Thorvaldsen Bar. Sköpunarkraftur fyrr og nú SENA ÚR SÖGUNNI UM FJALLA-EYVIND Ný kvikmyndatónlist við sænsk-íslenska klassík. > Dustaðu rykið af... plötu Mjallar Hólm frá 1971 sem inniheldur slagarana „Jón er kominn heim“ og „Ástarþrá“. Platan kom út hjá SG útgáfunni árið 1971 en þess má geta að Mjöll verður ein þeirra sem fagna 50 ára afmæli rokksins með tónleikum í Salnum í næstu viku. Að spyrja réttu spurninganna RÆÐIR VIÐ GESTI ALÞJÓÐLEGU KVIKMYNDAHÁTÍÐARINNAR Í REYKJAVÍK Leikstjórinn Atom Egoyan hikar ekki við að spyrja erfiðra og pólitískra spurninga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Af afrekslista Egoyans Where the Truth Lies (2005) Ararat (2002) Krapp’s Last Tape (2001) Felicia’s Journey (1999) The Sweet Hereafter (1997) Exotica (1994) Calendar (1993) Gross Misconduct (1993) The Adjuster (1991) Speaking Parts (1989) Family Viewing (1987) Next of Kin (1984) ÚR MYNDINNI WHERE THE TRUTH LIES DAGSKRÁ ALÞJÓÐLEGU KVIKMYNDA- HÁTÍÐARINNAR Í DAG Tjarnarbíó 14:00 Grbavica 16:00 Austur af Búkarest 18:00 Ferskt loft 20:30 Fjalla-Eyvindur/Benni Hemm Hemm 22:15 Uppstoppun Háskólabíó 18:00 Ljós í húminu 18:00 Sápa 18:00 Vort daglegt brauð 20:00 Framhaldslífið ljúfa 20:00 Ekkert 20:00 Sindurefni 20:10 Fjórar mínútur 22:00 Tjón 22:20 Exotica 22:25 Krákur 22:30 Rússneska örkin Iðnó 14:00 Af engum 16:00 Sakleysi 18:00 Vertu eðlilegur 20:00 Kettirnir hans Mirikitani 22:00 Dæmdur heim ��������� ������������� ��� �������� Málþing um safneign Nýlista- safnsins verður haldið í salar- kynnum safnsins við Laugaveg í kvöld kl. 20. Nokkrir velunnarar safnsins verða í pallborði, þar á meðal Hannes Lárusson, Guð- mundur Oddur, Gerla og Ólöf K. Sigurðardóttir. Á málþinginu verður fjallað um framtíð safneignar Nýlista- safnsins, geymslu, forvörslu og hvort að eigi að halda áfram söfn- un verka. Einnig verður fjallað um hvort skilja eigi á milli sýn- ingarhalds Nýlistasafnsins og safneignarinnar og hver framtíð safnsins yrði í því ljósi. Reynt verður einnig að varpa ljósi á söfnun listaverka samtímans, hvert hlutverk Nýlistasafnsins sé í því samhengi og hvernig önnur söfn standa sig í því hlut- verki. Framtíð Ný- listasafnsins AF SÝNINGU NÝLISTASAFNSINS, GÆÐ- INGARNIR, Í SUMAR Rætt um safneign Nýlistasafnsins á málþingi í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.