Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 4. október 2006 13 UNGVERJALAND, AP Ferenc Gyurc- sany, forsætisráðherra Ungverja- lands, fer fram á það að þing landsins greiði á föstudaginn atkvæði um traustsyfirlýsingu á stjórnina, sem beið verulegt afhroð í sveitar- stjórnarkosningum nú um helgina. Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin reglulega gegn stjórninni síðustu vikur, eða frá því forsætisráðherr- ann upplýsti þjóðina um að hann hefði logið að henni stanslaust fyrir þingkosningarnar í vor. „Ég heyri gagnrýnisraddirnar, og ég átta mig á ábyrgð stjórnarinnar,“ sagði Gyurcsany á mánudag. - gb Kosningar í Ungverjalandi: Stjórnarflokkar biðu afhroð FERENC GYURCSANY Málverkum stolið Tveimur málverkum, að verðmæti 300 þúsund króna, var stolið frá Galleríinu Draugalestinni á Laugavegi 34 aðfaranótt þriðjudags. Málið er í rannsókn. LÖGREGLUMÁL AUSTURRÍKI, AP Wolfgang Schüssel, kanslari Aust- urríkis og leiðtogi Þjóðarflokksins ÖVP, baðst í gær lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, tveimur dögum eftir þingkosningar í landinu. Þau óvæntu úrslit urðu í kosningunum að jafnaðarmenn hrósuðu sigri, hlutu hálfu öðru prósentustigi meira fylgi en flokkur Schüssels. Á grundvelli þessara úrslita getur Alfred Gusenbauer, formaður austurríska Jafnaðar- mannaflokksins SPÖ, gert tilkall til kanslara- stólsins. Hann segist gera ráð fyrir að fara í stjórnarmyndunarviðræður annað hvort við ÖVP eða græningja. SPÖ fékk 35,7 prósent atkvæða en ÖVP 34,2 prósent. Þriðji stærsti flokkurinn varð Frelsis- flokkurinn með 11,2 prósent atkvæða, en hann beitti sér í kosningabaráttunni fyrir hertri stefnu gegn innflytjendum. Klofningsframboð Jörgs Haiders og fylgismanna hans, Bandalag fyrir framtíð Austurríkis (BZÖ), fékk rétt yfir þeim fjórum prósentustigum sem er lágmarkið til að fá úthlutað þingsætum. Þessi úrslit gætu reyndar breyst, þar sem utankjörfundaratkvæði verða ekki talin fyrr en í næstu viku. Mestu myndi breyta ef BZÖ félli niður fyrir fjögurra prósenta þröskuldinn, en þar með myndu þingsæti hans deilast á hina flokkana og væntanlega gera jafnaðarmönnum og græningjum mögulegt að mynda tveggja flokka meirihluta saman. Sá meirihluti yrði hins vegar mjög naumur. Enda þykir stjórnmálaskýr- endum líklegast í stöðunni að stóru flokkarnir tveir myndi saman stjórn undir forystu Gusen- bauers. Þessir tveir flokkar stjórnuðu landinu í helmingaskiptastjórn í 45 ár. Það var til að brjóta það stjórnarmynstur upp sem Schüssel valdi þann kostinn fyrir sex og hálfu ári að mynda stjórn með Frelsisflokknum, sem kallaði pólit- ískar refsiaðgerðir yfir landið af hálfu leiðtoga Evrópusambandsins. Á þeim tíma var meirihluti ríkisstjórna aðildarríkjanna undir forystu jafn- aðarmanna sem þóttu Frelsisflokkurinn ekki ríkisstjórnartækur. Stjórnarmeirihluti ÖVP og Frelsisflokksins hélt naumlega velli í kosningunum 2002, en í fyrra klofnaði Frelsisflokkurinn og fylgismenn Haiders stofnuðu BZÖ. BZÖ-menn, undir for- ystu Peters Westenthalers, héldu stjórnarsam- starfinu við ÖVP áfram en Frelsisflokksmenn fóru í stjórnarandstöðu. audunn@frettabladid.is Jafnaðarmenn hrósuðu sigri í þingkosningunum í Austurríki: Gusenbauer næsti kanslari GUSENBAUER OG SCHÜSSEL Alfred Gusenbauer, leiðtogi jafnaðarmanna, og Wolfgang Schüssel, fráfarandi kanslari og leiðtogi íhaldsmanna, takast í hendur í sjónvarpssal að kvöldi kjördags. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Stækkaðu við þig fyrir aðeins 1.999.000 kr.- Nýr, fallegri og miklu betri Opel. HAUST TILBOÐ Á VECTRA ELEGANCE 1,8i 1.999.000- �������������������������������������������� ���������������������������������������������������������������������������������������� ��������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������ ����� ���������������� ����������������� ������ ��������������������������������������������������������������� �������� ����������������������� ����������������������������� ���������������������� ��������������������������� � � � � � � � �� �� � �� � � � � �� � �� �� �� � �� � �� � ��
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.