Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 75
MIÐVIKUDAGUR 4. október 2006 FÓTBOLTI Mikill áhugi var fyrir leik Íslands og Danmerkur í síðasta mánuði og var uppselt á leikinn tæpri viku áður en hann hófst. Eitt- hvað virðist áhuginn fyrir leiknum gegn Svíþjóð í næstu viku vera minni, en samkvæmt lauslegri úttekt Fréttablaðsins í gær voru rétt rúmlega 1000 miðar enn til sölu á netinu, á ksi.is og midi.is. Þó er ljóst að langflestir þeirra óseldu miða, um 95 prósent, eru á ódýrasta svæðinu, hólfum A og I sem eru á svokölluðu grænu svæði. Grænn miði kostar 2.000 krónur en blár 4.500 krónur og rauður 5.000 krónur. Bláa svæðið er stúkan austan- megin við völlinn, sem liggur að Valbjarnarvelli. Rauða svæðið er hólfin fyrir miðju í nýju stúkunni sem er vestanmegin við völlinn. Grænu hólfin tvö eru hvort við sinn enda rauðu svæðanna. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, segir að von sé á fleiri miðum í almenna sölu þar sem sænska knattspyrnu- sambandið hefur tilkynnt að það geti ekki selt alla þá miða sem því var úthlutað. Þeir miðar verða væntanlega til sölu á leik- dag eða daginn fyrir leik en stuðningsmönnum gestaliðsins er úthlutað sæti norðanmegin í bláu stúkunni. Nákvæmlega sama fyrirkomu- lag er á sölunni fyrir þennan leik og var fyrir leikinn gegn Dan- mörku. Af tæplega tíu þúsund miðum sem prentaðir eru fara rúmlega fjögur þúsund í almenna sölu. Aðrir miðar eru að stórum hluta seldir fyrirtækjum og styrktaraðilum auk boðsmiða og miða fyrir handhafa KSÍ-passa. Nokkurrar óánægju gætti í þjóðfélaginu vegna þeirra fáu miða sem fóru í almenna sölu en Geir segir að þessi umræða sé ekki ný af nálinni. „Hún hefur verið til staðar í minni tíð,“ sagði Geir við Fréttablaðið í gær. „Ég hef sjálfur verið að reyna að efla þessa fyrirtækjasölu frá því að ég hóf störf, ég tel það mikilvægt að ná til atvinnulífsins og fá stuðning þaðan í landsleiki.“ Leikurinn gegn Svíum er þriðji stóri landsleikurinn í röð á Laugardalsvelli og hefur áhugi almennings verið mikill. „Fólk vill hins vegar gleyma litlu leikj- unum sem minni áhugi er fyrir. Mitt markmið er að reyna að ná sem flestum á völlinn. Stundum er það auðvelt og stundum erfitt. En það er engu að síður alveg ljóst að jafnvægi þarf að vera á milli almennrar miðasölu og fyrirtækjasölu.“ Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Laugardalsvelli og sætum fyrir áhorfendum fjölg- að. Geir segir að þess vegna sé enn verið að þreifa sig áfram hvað varðar miðasölukerfið og útilokar ekki breytingar í fram- tíðinni. „Það þarf að athuga hvernig skipting er í svæði og fleira í þeim dúr. Við munum meta stöðuna og reynum að hafa sem flesta ánægða. En það er auðvitað gömul saga og ný að það er erfitt að gera öllum til hæfis.“ eirikur.asgeirsson@frettabladid.is GÓÐ STEMNING Mikil og góð stemning skapaðist á leik Íslands og Danmerkur á Laugardalsvelli í september. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þúsund miðar enn til sölu Eftir rétta viku kemur knattspyrnulandslið Svíþjóðar hingað til lands og mætir því íslenska á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2008. Sama fyrirkomulag er á miðasölu og var fyrir Danaleikinn í síðasta mánuði en það var nokkuð umdeilt. – Vel lesið Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni *Gallup maí 2006 Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) og Sparisjóður Reykavíkur og nágrennis (SPRON) hafa gert með sér samkomulag um stofnun sjóðs til að styrkja ungt og efnilegt íþróttafólk í íþróttafélögum í Reykjavík. Markmið sjóðsins er að styrkja ungt og efnilegt reykvískt íþróttafólk á aldrinum 15–22 ára sem hefur hæfileika til að verða afreksfólk í íþróttum. Hægt er að sækja um styrki fyrir eftirfarandi: • Þátttöku þjálfara í námskeiðum erlendis. • Verkefni sem tengjast afreksíþróttum svo sem æfingabúðir, námskeið og ferðir á mót erlendis. Félög eru sérstaklega hvött til að sækja um styrki til nýsköpunar á sviði afreksíþrótta. Hugmyndin er að félögin búi til verkefni sem miða að því að bæta árangur síns fólks, gjarnan eitthvað sem ekki hefur verið gert áður. Í því sambandi sé litið til samstarfs við aðra aðila sem tengjst afreksstarfi með einum eða öðrum hætti auk faglegra þátta og raunhæfra markmiða. Umsókn skal fylgja lýsing á verkefni ásamt fjárhagsáætlun. Umsóknum skal skilað til ÍBR, Engjavegi 6, 104 Reykjavík eða á ibr@ibr.is. Reglugerð sjóðsins er að finna á heimasíðu ÍBR www.ibr.is. Afrekssjóður ÍBR og SPRON auglýsir eftir umsóknum Íslendingar og útlendingar fá allar upplýsingar á ensku um allt það sem heimsborgin Reykjavík státar af á hverjum tíma.; menningarviðburðir, tónleikar, skemmtistaðir, veitingastaðir, söfn, gallerí, tíska, verslanir og næturlíf. Líka fyrir þig; lífið, fréttirnar og fjörið á ensku FÓTBOLTI Ekki er annað að heyra á Kristjáni Finnbogasyni en að hann sé hættur við að hætta að spila og muni því standa á milli stanganna hjá KR næsta sumar. Kristján hefur rætt málin bæði við Teit Þórðarson og stjórnar- mann í KR Sport og segir að það sé grundvöllur fyrir því að fram- lengja samninginn við KR. „Ég ræddi við Teit og þar sagði hann mér frá sínum hugmyndum og ræddi við mig um veturinn framundan og svo ræddi ég líka við stjórnarmann hjá félaginu,“ sagði Kristján sem hefur mikinn áhuga á því að halda áfram að spila. Er þá eitthvað þvi til fyrir- stöðu að hann verði áfram hjá KR? „Viðræður standa bara yfir þessa dagana, í rólegheitum. Þannig standa málin bara í dag og það er ekkert ákveðið í þessum efnum,“ sagði Kristján en KR hefur ekki ennþá boðið honum nýjan samning. Kristján var kallaður inn í landsliðshópinn í síðasta mánuði eftir að Daði Lárusson meiddist og Kristján sagðist áfram gefa kost á sér í landsliðið ef hann héldi áfram að spila. „Maður segir aldrei nei við landsliðið ef kallið kemur þaðan en það er eitthvað sem ég er ekkert að velta fyrir mér í dag,“ sagði Kristján sem virðist alls ekkert vera á þeim buxunum að hætta í fótbolta. - dsd Kristján Finnbogason vill spila áfram með KR: Ekkert ákveðið enn KRISTJÁN FINNBOGASON Virðist vera hættur við að hætta að spila og hefur mikinn áhuga á að spila með KR næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.