Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 43
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2006 S K O Ð U N Í starfsemi fyrirtækja kemur margoft upp að starfsmenn þurfa að ganga um lausa stiga við vinnu sína. Mikilvægt er að þeir stigar sem fyrirtæki kaupa inn til notkunar á vinnustaðnum séu öruggir og rétt sé um þá gengið. Fjölmörg dómsmál hafa sprottið af vinnuslysum sem verða vegna þess að menn detta í eða úr stig- um eða stigi er þannig búinn að hann gefur sig þegar upp í hann er stigið. Passa þarf að allir stigar séu heilir og þrep þeirra örugg. Einnig þarf að huga að undirlagi þar sem stigi er reistur, en reynt hefur á það í nokkrum málum að gólf hefur verið talið of hált. Einnig þarf að huga að því að rétt getur verið að setja stamt undirlag undir fætur stiga sem reisa á upp, til að koma í veg fyrir að þeir renni á gólfi. Það er ekki bara stiginn sjálf- ur og búnaður hans sem skiptir máli heldur einnig hvernig hann er reistur. Í síðustu viku dæmdi Hæstiréttur í máli ungs manns sem starfaði við að þrífa flug- vélar. Við vinnuna var notað- ur þjónustustigi sem var festur við landgangsrana flugvélar af stærstu gerð. Leiddi það til þess að umræddur þjónustustigi var þannig reistur að hann var tal- inn hafa verið óvenju brattur. Dómkvaddur matsmaður taldi framstig hans grunnt og að þrep stigans hafi hallað fram um þrjár gráður. Veðurskilyrði voru þannig þegar slysið varð að það var blautt og gekk á með slyddu- éljum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að staða stigans við þær aðstæður sem voru fyrir hendi hefði verið aðalorsök slyss- ins og dæmdi vinnuveitanda hins slasaða bótaábyrgan. Þrátt fyrir að vinnuveitandi hafi verið talinn ábyrgur vegna þessa slyss þurfti einnig að taka afstöðu til kröfu vinnuveitandans í þessu máli um að hinn slasaði bæri einnig ábyrgð á slysinu þar sem hann hefði sýnt gáleysi við störf sín. Um var að ræða ungan mann sem hóf störf þremur mánuðum fyrir slysið. Hann var að vinna einfalt verk og gekk niður stig- ann þannig að hann snéri fram auk þess sem hann var með byrði í höndunum. Taldi Hæstiréttur að þar sem stiginn var brattur og fram- stig í honum stutt að hinn slasaði hefði ekki gætt nægilegrar varkárni og það hafi einnig orsakað slysið. Var ungi maðurinn látinn bera þriðjung tjóns síns sjálfur. Eigin sök tjónþola kemur iðu- lega til skoðunar í dómsmálum og forsendur dómstóla í ein- hverjum málum hafa verið á þá leið að sú hætta sem fylgir því að ganga um stiga sé augljós öllum sem um þá ganga og stundum þurfa starfsmenn að bera allt sitt tjón sjálf- ir. Það er því ljóst að starfsmennirn- ir sjálfir verða að gæta að sér, ganga ekki með byrðar í stigum eða of hratt upp og niður. Einnig verða þeir augljóslega að tryggja sér næga hand- og fótfestu. Hugum að þessum málum og komum í veg fyrir slysin. Stuðlum að góðu vinnuumhverfi og öruggum vinnustað! Þóra Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Tjónasviðs Sjóvár Að ganga um stiga ���������������������������������� ���������������������������������� �� ����� ���� ����� ���������� ��� ��������� �� ��������� ����� ���� ����������� ����������������� ���� ������������� �������� �� ��� ������ ��� ������ �������������� � � ����� ��������� ��� ����� ���� ������ ������������� ��� ��������������� ��������������� �� ������ ����� ����� �������������� ���� ��������������� Þótt ótrúlegt megi virðast bærist í mér viðkvæm taug sem fær útrás í aðdáun minni á hinum fögru listum. Ég ætla mér þegar upp er staðið að hreiðra um mig í góðum hægindastól og njóta fagurra lista. Gott ef maður gerir bara ekki eins og Gertrude Stein, sem opnaði heimili sitt fyrir öllum helstu listamönnum Parísar fyrir rúmri öld. Rós er rós er rós er frægasta setning kerlingarinnar, en þar sem atgervi mitt beinist nú að öðru segi ég auðviða fé er fé er fé og mér er næstum alveg sama hvaðan það kemur. Mér finnst stundum eins og það þyki eitthvað lítið fínt að vera tækifærissinni. Á markaði er það mikil dyggð. Við tækifæris- sinnarnir erum hið raunverulega hreyfiafl markaðarins. Þess vegna tek ég ofan fyrir Hannesi Smárasyni sem lokar engum leiðum og stefnir nú í að ná að innleysa annan stóra hagnað árs- ins fyrir FL Group. Ef af skrán- ingu verður bókfærir FL Group 26 milljarða í hagnað og þaðan verða að minnsta kosti 13 millj- arðar tekinir í hús. Fyrir er í húsi hluturinn í EasyJet sem er annað eins á bankabók FL Group. Þessi hagnaður hefur náðst vegna þess að þeir hjá FL Group eru tæki- færissinnar, eins og ég. Við eigum líka sameiginlegt að hafa náð umtalsverðum árangri í tækifærismennskunni. Það eru nefnilega til margar gerðir fjár- festa. Sumir kaupa og eiga, aðrir kaupa og selja. Ég ætla ekkert að vera að fabúlera um að annar hópurinn sé betri en hinn. Innan beggja hópa eru menn misgóðir í því sem þeir eru að gera. Ólafur Ólafsson sem vildi kaupa Icelandair hefði líklega ætlað að eiga félagið lengi. Hann hefur gaman af því að reka félög. Mér finnst hann hafa gert það ágætlega. Ég hefði aldrei nennt að halda Samskipum á floti öll þess ár, né hefði ég nennt að taka SÍF í fangið og bjarga því frá gjaldþroti. Ég er bara ekki sú týpan. Ég hefði hins vegar alveg verið til í að kaupa með honum Búnaðarbankann, sérstaklega þegar á eftir fylgdi sú snilld að láta Kaupþingsliðið fá bankann. Ég reyndar var með Óla í kaup- unum án þess að hann vissi nokk- uð um það, enda keypti maður eins og vitleysingur í bönkunum í aðdraganda einkavæðingarinn- ar. Það gat bara ekki klikkað að vera með. Svona er þetta nú bara, það skiptir ekki máli hvaða leið maður velur. Michael Porter segir að maður eigi ekki að vera bestur, heldur einstakur. Ég get hins vegar lítið að því gert að vera bæði einstakur og bestur. Það er ekkert slæm blanda. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Fé er fé er fé INNKAUPAKORT VISA Nýr dagur – ný tækifæri Bjarni reddar öllu. • Innkaupakort VISA er ókeypis kreditkort. • Ekkert stofngjald, árgjald eða seðilgjald. • Kortið er ætlað í rekstrarinnkaup og kemur í stað beiðna- og reikningsviðskipta. • Lengri greiðslufrestur. Hægt er að sækja um Innkaupakort VISA á www.visa.is og hjá öllum bönkum og sparisjóðum. Nánari upplýsingar í síma 525-2280 Úttektartímabil Innkaupakorts er almanaksmánuður og gjalddagi reiknings 25. næsta mánaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.