Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 66
 4. október 2006 MIÐVIKUDAGUR TÓNLEIKARÚNTUR HARÐAR TORFA Þriðjudagur 3. okt. - kl. 20.30 Kaffi Krókur, Sauðárkrókur Miðvikudagur 4. okt. - kl. 20.30 Bíókaffi, Siglufjörður Fimmtudagur 5. okt. - kl. 20.30 Græni Hatturinn, Akureyri Föstudagur 6. okt. - kl. 20.30 Kiðagil, Bárðardalur Laugardagur 7. okt. - kl. 20.30 Gamli Baukur, Húsavík Sunnudagur 8. okt. - kl. 20.30 Grunnskólinn, Kópasker Mánudagur 9. okt. - kl. 20.30 Hótel Norðurljós, Raufarhöfn Þriðjudagur 10. okt. - kl. 20.30 Kaupvangur, Vopnafjörður Fimmtudagur 12. okt. - kl. 20.30 Iðavellir kl. 20.30, Egilsstaðir Föstudagur 13. okt. - kl. 20.30 Hótel Aldan, Seyðisfjörður Sunnudagur 15. okt. - kl. 20.30 Valhöll, Eskifjörður Mánudagur 16. okt. - kl. 20.30 Brekkan, Stöðvarfjörður Þriðjudagur 17. okt. - kl. 20.30 Hótel Framtíð, Djúpivogur Miðvikudagur 18. okt. - kl. 20.30 Nýheimar, Hornafjörður Fimmtudagur 19. okt. - kl. 20.30 Systrakaffi, Kirkjubæjarklaustur Fimmtudagur 26. okt. – kl. 20.30 Ráðhúskaffi, Þorlákshöfn Þáttaskil eru í lífi söngvaskálds- ins Harðar Torfasonar, sem nú leggur upp í sína síðustu hring- ferð um landið. „Ég hóf að ferðast um landið sem söngvaskáld árið 1970 og smám saman þróaðist starf mitt út í að ég fór allan hring- inn nánast á hverju ári og stund- um tvisvar. Það er varla til það þorp eða bær á landinu sem ég hef ekki heimsótt með tónleika og flest þeirra oftar en einu sinni. Þetta er því orðið drjúgt ævistarf. Þetta þýðir ekki að ég sé hættur að ferðast um landið með tónleika heldur aðeins að ég fer aldrei aftur heila hringferð líkt og ég hefur gert í áratugi. Ég mun eftir sem áður halda áfram að heim- sækja ýmsa byggðarkjarna og staði með tónleika mína,“ segir Hörður. Annar hluti tónleikaferðarinn- ar hófst á Sauðárkróki í gær en lýkur á Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn hinn 26. október. Sjá nánari upp- lýsingar á heimasíðunni www. hordurtorfa.com Í síðustu hringferðinni HÖRÐUR TORFASON SÖNGVASKÁLD Fer um Norður- og Austurland í síðari hluta tónleikaferðar sinnar. MYND/ SIGFÚS MÁR PÉTURSSON [KVIKMYNDIR] UMFJÖLLUN Charlotte er rúmlega þrítug. Hún á snyrtistofu og býr með lækninum Kristian og virðist hafa allt til alls. En samt vantar eitthvað og hún er ekki að fá það sem hún þráir út úr lífinu. Hún segir því skilið við læknin og kemur sér fyrir í lítilli íbúð. Á hæðinni fyrir ofan hana býr klæðskiptingurinn Veronica sem bíður þess að komast í kyn- skiptiaðgerð og losna úr viðjum karllíkamans. Carlotte heldur áfram að leita að lífsfyllingu, aðallega með tilgangs- lausum skyndikynnum, á meðan Veronica heldur sig út af fyrir sig, horfir á sápuóperur í sjónvarpinu með kjölturakkanum sínum, Miss Daisy, og hefur í sig og á með vændi. Eftir nokkur skakkaföll og minniháttar árekstra tekst náin vinátta með þessum ólíku nágrönn- um en málin flækjast svo til muna þegar með þeim takast undarlegar ástir þó að þau séu alveg út og suður hvað kynhneigð varðar. En Soap er ákaflega falleg og krúttleg lítil mynd sem segir sæta en um leið harmræna sögu tveggja einstaklinga sem finna sig ekki í líf- inu en ná saman í gegnum sápu- óperur um leið og líf þeirra snýst upp í netta sápu. Saga þeirra er sögð í nokkrum stuttum köflum og frásögnin er brotin upp með innslagi sögumanns sem skyggnist reglulega aðeins fram í tímann og tilkynnir hvað er í vændum. Þetta minnir óneitanlega svolítið á framsetningu Dallas og annarra þekktra sjónvarpssápa sem hófust alltaf á sýnishornum úr hverjum þætti. Þá hljóta vangavelt- ur sögumanns og draumur Veron- icu um kynskiptiaðgerðina að leiða huga þeirra sem komnir eru til vits og ára að Löðri sem gerði stólpa- grín að bandarískum sápuóperum í byrjun níunda áratugarins. Því fer þó fjarri að En Soap sé sápuópera í hefðbundnum skilningi en þessari ljúfsáru sögu er komið haganlega fyrir innan sápuóperu- rammans. Ólíkt amerískri froðu skiur hún við áhorfandann sáttan með meira en nóg til að hugsa um. Þórarinn Þórarinsson Notalegt danskt löður EN SOAP SÝND Á ALÞJÓÐLEGRI KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK LEIKSTJÓRI: PERNILLE FISCHER CHRISTENSEN AÐALHLUTVERK: TRINE DYRHOLM, DAVID DENCIK, FRANK THIEL Niðurstaða: Krúttleg lítil mynd um glímu tveggja einstaklinga við að fóta sig í firrtum heimi. Hún rennur áreynslulaust eins og sápa en skilur ýmislegt eftir sig. 7. sýning fimmtudaginn 5. okt. UPPSELT 8. sýning föstudaginn 6. okt. 9. sýning laugardaginn 14. okt. 10. sýning sunnudaginn 15. okt MÁLÞING SÝNT ER ÚT OKTÓBER ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ����������� �� �������������������� �� �� ����� �������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ����� ������������������ ���������������������������������������� ���������������������������������� ��������������������������������� ����� �������������������� LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800 TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga í síma 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag Sýningar í október í Landnámssetri Fimmtudagur 5. október kl. 20 Uppselt Föstudagur 6. október kl. 20 Uppselt Laugardagur 7. október kl. 20 Uppselt Sunnudagur 8. október kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 12. október kl. 20 Uppselt Föstudagur 13. október kl. 20 Uppselt Laugardagur 14. október kl. 20 Uppselt Sunnudagur 15. október kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 19. október kl. 20 Uppselt Föstudagur 20. október kl. 20 Uppselt Laugardagur 21. október kl. 20 Uppselt Sunnudagur 22. október kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 26. október kl. 20 Síðasta sýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.