Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 72
36 4. október 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? OKTÓBER 1 2 3 4 5 6 7 Miðvikudagur ■ ■ LEIKIR  19.00 Stjarnan-HK í DHL-deild karla í handbolta í Ásgarði.  20.00 Fram-Haukar í DHL-deild karla í handbolta í Framhúsinu. ■ ■ SJÓNVARP  22.20 Handboltakvöld á Rúv.  22.35 Formúlukvöld á Rúv. FIMLEIKAR Kristjana Sæunn Ólafsdóttir varð um helgina Norður-Evrópumeistari í stökki en keppt var í Noregi. Hún varð í öðru sæti í gólfæfingum og Fríða Rún Einarsdóttir í þriðja sæti. Margrét Hulda Karlsdóttir náði öðru sæti í keppni á slá. Finnar fögnuðu sigri í bæði liðakeppni karla og kvenna. Alls voru þátttakendur frá ellefu löndum og varð Ísland í fimmta sæti í báðum liðakeppnum. Kristjana náði bestum árangri Íslendinga í fjölþrautinni, sjötta sæti, en Viktor Kristmannsson náði besta árangri karla er hann varð ellefti. - esá Norður-Evrópumót: Kristjana vann í stökki Pjetur Sigurðsson hefur verið einn ötulasti aðstoðardómari okkar Íslendinga síðustu árin en hann hefur nú flaggað sinn síðasta leik á alþjóðavettvangi. Lokaleikurinn var leikur Newcastle og Levadia Tallinn á heimavelli Newcastle, St. James‘ Park, í síðustu viku. Pjetur er búinn að vera FIFA aðstoðardómari í fimmtán ár og sagði að það hefði verið frábært að enda á St. James‘ Park. „Það var frábær stemning á vellinum, enda flottur völlur og flottur klúbbur. Það hefði ekki verið hægt að enda þetta betur en þarna,“ sagði Pjetur. „Eftir leikinn kom Glenn Roeder, framkvæmdastjóri Newcastle, inn í klefa til okkar og óskaði mér til ham- ingju og með honum var maður sem afhenti mér árit- aða peysu af leikmönnum liðsins. Þetta var mjög flott hjá Roeder. Menn þurfa ekkert að gera svona en þetta var mjög kurteislega gert hjá Roeder,“ sagði Pjetur, sem er búinn að vera á lista yfir aðstoðardómara FIFA í fimmtán ár. „Eftir því sem ég kemst næst er ég sá eini sem er eftir á þessum lista frá því að hann var stofnaður, um áramótin 1991-1992,“ sagði Pjetur en hvað þarf til að vera svona lengi í þessu starfi? „Maður þarf svo sem ekki að hafa neitt sérstakt. Ég var bara mjög ungur þegar ég fór á þennan lista og annað hvort hafa menn almennt verið svona gamlir þegar listinn var stofnaður eða þeir ungu hafa bara ekki tollað svona lengi í þessu starfi,“ sagði Pjetur en hverjir ætli séu eftirminnilegustu leikirnir sem hann hafi tekið þátt í? „Þessi síðasti var að sjálfsögðu mjög eftirminni- legur og svo dæmdi ég einu sinni leik hjá hol- lenska landsliðinu á Feyenoord-vellinum í Rotterdam fyrir fullu húsi. Svo get ég nefnt líka Evrópuleiki hjá Celtic og Basel sem voru mjög eftirminnilegir. Ég var líka aðstoðardómari á HM u-21 í Nígeríu og var þar í tæpan mánuð. Þetta er það sem er eftirminnilegast,“ sagði Pjetur og bætti því við að hann ætlaði að skoða það í vetur hvort hann væri alveg hættur að dæma hér heima. PJETUR SIGURÐSSON: DÆMDI SINN SÍÐASTA LEIK SEM AÐSTOÐARDÓMARI Á ALÞJÓÐAVETTVANGI Á ST. JAMES‘ PARK Fékk áritaða treyju frá leikmönnum Newcastle FÓTBOLTI Pétur Marteinsson, leik- maður Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni, mun ekki geta leikið með íslenska landsliðinu gegn Lettum og Svíum en Eyjólf- ur Sverrisson landsliðsþjálfari valdi hann í íslenska hópinn. Pétur á við meiðsli að stríða og gat því ekki leikið með Hammar- by gegn Malmö á mánudag. „Það var auðvitað gaman að vera valinn og svekkjandi að geta svo ekki verið með. En ég hef verið lengi í þessu og það kemur mér fátt á óvart lengur,“ sagði Pétur, sem hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan hann meiddist í leik gegn Ungverjum hinn 4. júní í fyrra. Pétur fékk þungt högg á bakið í leik með Hammarby fyrir fáein- um vikum og er með brákað rif- bein vegna þess. „Ég spilaði næsta leik á verkjalyfjum en gat svo varla gengið þannig að nú þarf ég að hvíla mig. Eins og stað- an er í dag get ég bara ekki spilað fótbolta.“ Eyjólfur staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Pétur yrði ekki með í leikjunum sem eru framundan en að hann ætlaði að bíða með að velja annan í hans stað. „Ég ætla að sjá til og leyfa þessu að þróast í nokkra daga,“ sagði Eyjólfur. Pétur er með lausan samning í lok leiktíðar en Hammarby vill halda honum og í dag mun hann funda með forráðamönnum liðs- ins. Hann býst þó ekki við að komast að niðurstöðu um framtíð sína í dag. Hann staðfesti að þó nokkur lið hér á landi hefðu sett sig í samband við hann, þeirra á meðal Fram, hans gamla félag. „Annars vil ég ekki ræða mikið um þessi mál á þessu stigi máls- ins. Ég hef enn nægan tíma og ætla ekki að stressa mig á þessu eins og er.“ - esá Mörg íslensk lið hafa sett sig í samband við Pétur Marteinsson: Pétur missir af landsleikjunum SENDU SMS BTC VFF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AÐALVINNINGUR: PS2 TÖLVA + FIFA´07 AUKA VINNINGAR ERU: FIFA´07 LEIKIR, PS2 STÝRIPINNAR, PS2 MINNISKORT, DVD MYNDIR, FULLT AF ÖÐRUM TÖLVULEIKJUM OG MARGT FLEIRA V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 1 49 k r/ sk ey ti ð . LENTUR Í BT! FÓTBOLTI Það er óhætt að segja að róttækar tillögur Knattspyrnu- sambands Íslands, KSÍ, á breyt- ingum Íslandsmótsins hafi vakið verðskuldaða athygli. Ekki síst fyrir þær sakir að KSÍ hefur verið frekar íhaldssamt þegar kemur að breytingum á Íslandsmótinu. Eitt og annað vekur athygli í til- lögunum og eitt af því að ekki er stefnt að neinum breytingum fyrr en árið 2010. Vaknar því eðlilega sú spurning hvort ekki sé hægt að gera einhverjar breytingar á mót- inu fyrr? „Það er búið að ganga frá samn- ingum á sjónvarps- og markaðs- rétti til ársins 2009 og eflaust er hægt að taka þá samninga upp og breyta. Við höfum samt selt mótið til þess tíma á ákveðnum forsend- um og það er ástæðan fyrir því að við viljum ekki hreyfa við mót- inu,“ sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, en er nauðsynlegt að taka þetta risa- stökk á þessum tíma? Var ekki hægt að taka smærri skref eins og að fjölga fljótlega í deildinni og síðan taka stóra skrefið og bæta við einni umferð? „Það sem stjórnin er að segja með þessari tillögu er að fyrst eigum við að skoða hvort það eigi að gera stórkostlegar breytingar á Íslandsmótinu. Ef það verður ekki niðurstaðan þá er búið að opna fyrir minni dæmi eins og að fjölga. Annars er ekki verið að loka á neina möguleika og félögin geta gert breytingar á ársþing- inu.“ Opinn fyrir breytingum Þeir sem hafa gagnrýnt KSÍ hvað harðast fyrir að fjölga ekki í deild- inni hafa nefnt að hægt sé að leika þéttar yfir sumarið og ákveðnir aðilar hafa viljað sjá leiki spilaða í landsleikjahléunum þar sem engir leikmenn, eða fáir, úr Lands- bankadeildinni séu í landsliðinu hverju sinni. „Þessir aðilar fara sorglega með staðreyndir því landsleikja- hléin eru fyrir A og U-21 árs landsliðið og í yngra landsliðinu eru ansi margir leikmenn úr Landsbankadeildinni. Það er ekki hægt að láta lið spila sem er án síns besta manns vegna þess að hann er valinn í landsliðið. Annars er ég opinn fyrir breyt- ingum og ég skora á alla sem geta komið með nýja og betri niðurröð- un á mótinu að sýna mér það hvernig leika má þéttar,“ sagði Geir en bent hefur verið á að leika megi þéttar undir lok mótsins þar sem eingöngu er leikið um helgar en ekki í miðri viku. „Á sama tíma er verið að leika í Meistaradeild- inni, eigum við að spila Íslands- mótið ofan í þessar útsendingar? Hefði það ekki áhrif á fjölda áhorfenda á vellinum. Ég er samt ekki að segja að það sé útilokað en það er mjög erfið samkeppni fyrir íslenska knattspyrnu.“ Auðvelt að fjölga Það er ekkert nýtt að verið sé að biðla til KSÍ um að fjölga í efstu deild og sumir skilja hreinlega ekki af hverju ekki sé löngu búið að stíga það skref. „Það er að mínu viti auðveld framkvæmd að fjölga í tólf lið en menn verða að vera heiðarlegir. Er það stórkostleg breyting á íslenskri knattspyrnu að fara í tólf liða deild. Ég held ekki. Hefur samt ekki heyrst hæst í þeim sem eru á fallsvæðinu? Ég kaupi held- ur ekki þau rök að það verði betri fótbolti í efstu deild ef það verður fjölgað,“ sagði Geir en fyrst það er svona auðvelt að framkvæma þessa breytingu af hverju er það þá ekki gert? Knattspyrnuáhuga- menn vilja sjá fleiri leiki og myndu klárlega fagna slíkum breytingum. „Félögin verða þá að geta tekið á móti liðum í byrjun maí og vellirnir eru ekki tilbúnir á þeim tíma en við höfum mælt með ákveðnum breytingum svo að vellirnir verði klárir fyrr.“ Þegar verið er að gagnrýna KSÍ hafa sumir gengið svo langt að segja að KSÍ vilji ekki fjölga í deildinni og því sé sífellt verið að skjóta málinu áfram. Hvað segir Geir við slíkum gagnrýnisrödd- um? „Ég get viðurkennt að knatt- spyrnuhreyfingin er í eðli sínu íhaldssöm. Það er alltaf verið að biðja um meira en ég held að menn hafi viljað sjá einhverja framtíðarsýn. Knattspyrnusam- bandið verður að hafa heildar- stefnu og ég held að hún hafi komið fram með þessari tillögu,“ sagði Geir Þorsteinsson. henry@frettabladid.is Auðvelt að fjölga í tólf liða deild Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir það auðvelda framkvæmd að fjölga liðum í Landsbanka- deild karla úr tíu í tólf. Hann segir þá breytingu ekki ganga nógu langt og því hafi KSÍ lagt fram eins rót- tækar breytingatillögur og raun bar vitni. Ef ekki er vilji fyrir þeim sé hægt að skoða aðrar leiðir. GEIR ÞORSTEINSSON Vill horfa lengra fram á veginn en að fjölga liðum um tvö í efstu deild. Hann segir KSÍ hafa frekar viljað skapa stóra framtíðarsýn fyrir íslenska knattspyrnu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL > Guðjón segir að framtíð sín sé óákveðin Guðjón Magnússon, markvörður ÍBV, segir að framtíð sín hjá félaginu sé óráðin en hann er samningslaus í lok þessa árs. Guðjón hóf nám við Háskóla Íslands í haust og er því fluttur upp á land. „Ég er bara ekkert búinn að ákveða neitt og ég hef ekkert rætt við stjórn ÍBV frá því að tímabilið kláraðist. Ég ætla ekki að segja núna að ég muni vera áfram hjá ÍBV eða að ég muni yfirgefa ÍBV,“ sagði Guðjón í samtali við Fréttablaðið í gær. Guðjón spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í 16. umferð gegn FH og þótti standa sig vel en varð svo fyrir því óláni að meiðast og missti því af tveimur síðustu leikjunum af tímabilinu. „Þetta var mjög svekkjandi. Ég meiddist á föstudegi og ég var svo langt niðri alla helgina eftir það að það hálfa hefði verið nóg,“ sagði hinn geðþekki Guðjón Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.