Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 31
Fjármagnar sig | KB banki hefur gefið út skuldabréf fyrir 210 millj- arða króna. Bankinn hefur því lokið endurfjármögnun allra lang- tímalána sem eru á gjalddaga á næsta ári. Hækkar hér | Meðal niðurstaðna nýrrar samnorrænnar skýrslu eftirlitsstofnana á fjarskiptamark- aði er að GSM-þjónusta hækkar í verði á Íslandi meðan hún lækkar á hinum Norðurlöndunum. Úr FlyMe | Fons eignarhaldsfélag, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur selt rúman tuttugu prósenta hlut sinn í sænska lággjaldaflug- félaginu FlyMe. Hallinn minnkar | Vöruskiptahallinn í ágúst var 3,2 milljörðum króna lægri en í ágúst árið 2005. Fluttar voru út vörur fyrir 16,6 milljarða og inn fyrir 28,2 milljarða króna. Vilja Icelandair | Flugrisinn SAS hefur sýnt áhuga á að kanna kaup á Icelandair. Forsvarsmenn SAS hafa sett sig í samband við FL Group og lýst áhuga á að skoða kaup á félaginu. Stofna bandalag | Eimskip hefur keypt meirihluta í finnska skipa- félaginu Containerships. Félögin taka höndum saman um að mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum. Allt upp | Miklar hækkanir ein- kenndu þriðja ársfjórðung á innlendum hlutabréfamarkaði. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um rúm fimmtán prósent á tímabilinu, eða um 830 stig. Undir einn | Öll starfsemi Samskipa hefur sameinast undir einu nafni og nýju merki félagsins til að styrkja enn frekar ímynd Samskipa á alþjóðlegum flutn- ingamarkaði. Stjórnendaskóli HR 7 venjur til árangurs 19 Icelandair Aftur í almannaeign 8 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 4. október 2006 – 38. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Prófessor Michael Porter Hér er of mikið af byggingarkrönum 10-11 Eggert Þór Aðalsteinsson FL Group stefnir að því að skrá Icelandair Group í Kauphöll Íslands fyrir árslok. Heildarvirði Icelandair er 43 milljarðar króna og áætla stjórn- endur FL að söluhagnaður félagsins verði 26 millj- arðar króna. FL og Glitnir hafa gert með sér samkomulag með þeim hætti að Glitnir sölutryggir um 51 prósent hlutafjár í kjölfar áreiðanleikakönnunar sem lýkur um miðjan október. Þá hverfur Icelandair úr sam- stæðu FL. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins mun Glitnir vera með fjárfestahópa til taks en þetta mun vera eitt stærsta fyrirtækjaverkefni sem bankinn hefur ráðist í. Markmiðið með skráningunni er það að fá breið- an hóp fjárfesta til liðs við Icelandair með sölu hlutafjár til þeirra, þannig að því komi fagfjárfest- ar, almenningur og ekki síst starfsmenn og stjórn- endur. Gangi áform eftir um sölu hlutabréfanna verður hámarkshlutur FL 49 prósent í Icelandair en að sögn Hannesar Smárasonar, forstjóra FL, kemur til greina að hluturinn minnki umtalsvert eða jafnvel hverfi. Hannes segir að það sé æskilegt að þetta mikil- væga samgöngutæki þjóðarinnar verði í eigu lands- manna og þetta er niðurstaðan eftir viðræður við fjárfesta að undanförnu. Hún er jafnframt í anda þeirrar yfirlýsingar frá því í febrúar um að koma Icelandair í eigu almennings. „Það er svo ekkert eitt sem hægt er að tiltaka í þeim efnum annað en það að við vorum að horfa til þess að hámarka okkar eigin arðsemi sem er okkar hlutverk. Að sama skapi að búa til umhverfi fyrir félagið þannig að það geti vaxið og dafnað.“ Forstjórinn vill ekki tjá sig um hvers vegna hefði slitnað upp úr viðræðum FL við KB banka fyrir hönd Kers. Félagið greini ekki opinberlega frá efnisatriði einstakra viðræðna, til dæmis verðhug- myndum. Hann telur að verðlagning og aðferða- fræði með fyrirhugaðri skráningu séu ásættanleg fyrir núverandi hluthafa og fjárfesta. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að bankinn sé að taka að sér spennandi verkefni. „Við erum mjög sannfærð um að það er mikill áhugi fjárfesta og við höfum fundið það á félaginu. Það hefur ekki síst komið fram í umfjöllun í fjölmiðlum að undanförnu.“ Icelandair Group skráð í Kauphöll fyrir árslok FL Group leysir út 26 milljarða í söluhagnað. Almenningi og fagfjárfestum boðin bréf til kaups. Forstjóri FL segir verðið ásættanlegt en gefur ekki upp efnisatriði viðræðna við Ker. Ker, sem er að stærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum, tilkynnti í gærmorg- un að félagið hefði slitið við- ræðum við FL Group um kaup á Icelandair Group. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kers, segir að mönnum hafi þótt aðferðafræðin við söluna ásamt verðlagningu Icelandair ekki vera ásættanleg en KB banki ræddi við forsvarsmenn FL fyrir hönd Kers. „Við ákváðum því að slíta viðræðunum og snúum okkur að næstu verkefnum með bros á vör.“ Talið er líklegt að Ker hafi ekki verið tilbúið að borga þá 43 milljarða króna fyrir heildarvirði Icelandair sem nú er horft til við skráningu félagsins í Kauphöll. - eþa Ker gekk frá samningaborði SPRON hefur lokið við fjármögn- un upp á 90 milljónir evra, sem samsvara átta milljörðum króna, en sökum mikllar eftirspurnar fjárfesta var ákveðið að sækja meira fé út á markaðinn. „Við erum mjög sáttir við þann áhuga sem okkur var sýndur og þau kjör sem okkur bjóðast,“ segir Guðmundur Hauksson, sparis- sjóðsstjóri SPRON. Guðmundur segir að kjörin séu þó heldur hærri þegar sparisjóðurinn tók sambankalán á síðasta ári. Lántakan styðji við vöxt, sem hefur verið mikill hjá SPRON á þessu ári. „Við höfum alltaf viljað hafa sterka sjóðsstöðu og þetta er mikilvægur liður í því.“ - eþa SPRON lýkur við fjármögnun FORSVARSMENN SPRON Sparisjóðurinn lauk við átta milljarða króna fjármögnun sem var vel tekið af fjárfestum. Fjárfestar sem búsettir eru erlendis áttu íslensk ríkisskulda- bréf fyrir 51 milljarð íslenskra króna að markaðsvirði í lok júlí. Þetta nemur helmingi íslenskra ríkisskuldabréfa á móti eign inn- lendra aðila. Þetta er talsverð aukning á milli ára en á svipuð- um tíma í fyrra áttu fjárfestar með búsetu erlendis 27 prósent ríkisskuldabréfa að verðmæti 24 milljarða íslenskra króna. Lánasýsla ríkisins og sam- starfsaðilar hennar hófu kynn- ingarátak íslenskra ríkisskulda- bréfa árið 2001 með vefsíðu með það fyrir augum að kynna ríkis- skuldabréfin á erlendum vett- vangi. Eign erlendra fjárfesta þá nam innan við 5 prósentum og þykir ljóst að aukningin á þessu fimm ára tímabili er geysimikil. Þórður Geir Jónasson, for- stjóri Lánasýslu ríkisins, segir aukna eign fjárfesta með búsetu erlendis á íslenskum ríkisskulda- bréfum hluta af alþjóðavæðingu íslenska fjármálamarkaðarins. Þá hafi bankar og fjármálastofn- anir lagt sitt á vogarskálarnar með því að að birta greiningar- efni á ensku um svipað leyti. „Vefsíða Lánasýslunnar gerði alla þessa góðu vinnu sýnilegri með því að safna öllu efninu saman á einn stað,“ segir Þórður og bendir á að fyrir árið 2001 hafi erlendir fjárfestar þekkt lítið til markaðarins hér á landi og hvorki þekkt vefsíður Seðlabankans né Hagstofunnar, svo fátt eitt sé nefnt. Ekki liggur fyrir í hvaða lönd- um fjárfestarnir eru. Lánasýslan vinnur nú að því að greina það og er búist við að hægt verði að flokka fjárfesta eftir búsetu um næstu áramót. - jab Fjárfestar erlendis eiga helm- ing íslenskra ríkisskuldabréfa Hluti af alþjóðavæðingu fjármálamarkaðarins, segir forstjóri Lánasýslunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.