Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 30
 5. október 2006 FIMMTUDAGUR30 Umræðan Þriðja grein af fjórum eftir Jó- hann Óla Guðmundsson um heilbrigðis- og öldrunarmál. Í vetur, á kosningavetri, verður að mínum dómi háð hörð barátta milli þjóðarinnar og stjórnmálanna um heilbrigðismál jafnt ungra sem aldraðra, með það markmið eitt að fá stjórnmálamenn til þess að skilja að þeir eru hluti þjóðarinnar og kunna sjálfir, eins og nýleg dæmi sýna, að vera háðir skjótri meðferð án biðlista. Í þeim árangri einum ætti sjálfkrafa að felast önnur nauð- synleg umbylting á núverandi stöðu mála í heilbrigðiskerfinu. Málið snýst um meðvitund en ekki pen- ingavöntun. Það að nýr spítali er væntanleg- ur leysir ekki bráðaþörf þeirra sem nú látast af biðlistum hjúkrunar- heimila og sjúkrahúsa, og munu halda áfram að deyja af biðlistum næstu árin. Bráðra aðgerða er þörf og afstaða einstakra stjórmála- manna getur ekki samtímis verið bæði með og á móti heildstæðum umbótum. Það er ekki lengur hægt að staga í þau göt sem eru á núver- andi kerfi, það verður meira að koma til. Hér þarf raunverulega hugarfarsbyltingu svo gagn sé af. Fjölmargir muna og aðrir geta kynnt sér kostulegt verklag við ákvarðanatökur þingmanna um framfarir í heilbrigðisþjónustu Íslendinga á síðari tímum. 1. Grensásdeild Borgarspítalans, eins og staðurinn er gjarnan kallað- ur, hafði verið án sundlaugar til endurhæfingar um nokkurt skeið. Þingheimi þótti slík sundlaugar- bygging alveg ónauðsynleg fram- kvæmd og kostnaður ekki verjandi, sama hverju almenningur og sér- fræðingar héldu fram. Svo illa vildi til að þrír þingmenn urðu fyrir heilsubresti þar sem endurhæfing- ar var þörf. Stuttu síðar var komin sundlaug við Grensás- deildina. Gott mál en afleitt verklag. 2. Lengi hafði staðið yfir umræða um að setja á laggirnar hjartadeild á Íslandi í stað þess að senda fárveika hjarta- sjúklinga erlendis til meðferðar á kostnað rík- isins. En þjóðin lét sig nú samt hafa það þó mörg- um landanum hafi verið fórnað í svona undarlegu kerfi. En ber þetta viðhorf ekki í sér svipaða afstöðu kerfisins til heilsu og vel- ferðar fólksins í landinu og biðlistar nútímans gera. Stjórnmálamenn töluðu árum saman gegn því framfaraskrefi að flytja hjartaaðgerðir inn í landið og báru fyrir sig kostnaði. Í kjölfar hjartaáfalls heilbrigisráðherra þess tíma kom svo allt í einu hjartadeild að gjöf frá honum í einlægri gleði hans yfir því að halda lífi. Maka- lausar forsendur, góð ákvörðun og löngu tímabær niðurstaða fyrir þjóðina. 3. Ekki voru allir ráðherrar og þingmenn á því að þjóðin þarfnaðist nýs sjúkrahúss hér fyrir örfáum misserum, þó þau sem uppi standa séu af ýmsum ástæðum og lang- tímum saman með lokaðar deildir eða með svo langa biðlista að varla tekur því fyrir marga að leggja á sig biðina sem oft er fyrirfram töpuð. Svo bar við að sitjandi ráð- herrar urðu fyrir alvarlegum heilsubresti, sem að sjálf- sögðu er engum fagnað- arefni. Þeir voru svo heppnir, að því er virðist, að biðlistinn var óvenju stuttur þessa stundina og aðgerðir tókust fljótt og vel, sem er fagnaðarefni. Það er alltaf gott þegar þannig verkast enda voru þeir svo himinlifandi með þjónustuna á þessu spít- alahrói, sem vonlegt er, og það að fá að halda lífi yfir höfuð, að annar þeirra sem er hvatvísari en hinn, tók sér fyrir hendur í gleði- kastinu að gefa þjóðinni ekkert minna en heilt „hátæknisjúkrahús“ af nýjustu og bestu gerð, og lýsa þannig ánægju sinni með að vera áfram meðal okkar hinna. Umdeild gjöf og líklega verður hún til góðs fyrir þjóðina, þó ég vari eindregið við því að nýr spítali leysi einn og sér kerfislæg rekstarvanda- mál. Það veiðist ekkert betur þó lúkarinn sé nýmálaður, en það er svo sem ekkert verra að hafa hann nýmálaðan heldur. Ég skil að sjálfsögðu gleði þess- ara ágætu manna yfir því að komast til heilsu og geta lifað góðu lífi leng- ur en annars. En einmitt um það snýst biðlistavandamálið. Þar situr fólk fast. Það eru ekki allir svo lán- samir að komast strax í aðgerðir og fá meina sinna bót, því miður. Þannig hefur farið fyrir allt of mörgum sem voru svo óheppnir að deyja á biðlistunum löngu. Verklag í nútíma heilbrigðisþjónustu á ekki að lúta geðþóttaákvörðunum, sama hvort þær eru góðar eða slæmar. Hér er um að ræða starfsemi sem hægt er að fjalla um og meta þjón- ustuþörfina á hverjum tíma með faglegri hætti en svo. Sama gildir um vistun aldraðra. Við getum og eigum að gera mun betur. Höfundur er stjórnarformaður Öldungs hf. sem rekur hjúkrunar- heimilið Sóltún. Heilbrigðismál og heilsufar þingmanna JÓHANN ÓLI GUÐMUNDSSON Ný framtíðarskipan lífeyrismála UMRÆÐAN Bætt kjör lífeyrisþega Eitt af forgangsverkefnum í þjóðfélag-inu er að bæta kjör lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan hefur á Alþingi samein- ast um tillögu til þingsályktunar um nýja framtíðarskipan lífeyrismála. Hér er um grundvallarbreytingar að ræða sem bæta munu mjög hag lífeyrisþega. Lykilatriði í þeirri tillögu er að taka á upp afkomutryggingu sem byggir á skil- greindum neysluútgjöldum lífeyrisþega sem liggja eigi fyrir eigi síðar en 1. desember 2007. Frá 1. janúar 2007 og þar til afkomutryggingu verð- ur komið á verður lágmarkslífeyrir 133 þúsund á mánuði og grunnlífeyrir og tekjutrygging 110 þús- und, að viðbættum vísitölubreytingum. Þessar fjár- hæðir munu svo hækka í samræmi við skilgreinda framfærsluþörf lífeyrisþega þegar hún liggur fyrir. Tillögurnar fela í sér tafarlausar kjarabætur þegar á þessu ári og því næsta. Koma þær til viðbót- ar og ganga mun lengra en ríkisstjórnin hefur fall- ist á og fram kemur í yfirlýsingu hennar og sam- taka aldraðra frá því fyrr í sumar. Tillögur um lífskjara- og afkomutryggingu aldraðra og öryrkja 1. Ný tekjutrygging aldraðra verði 85 þús. kr. og öryrkja 86 þús. kr. frá 1. janúar 2007 að viðbættum vísitölubreytingum sem orðið hafa. Frá sama tíma verði dregið úr skerðingaráhrifum tekna þannig að í stað þess að skattskyldar tekjur yfir frítekjumarki skerði tekjutryggingu um 45% þeirra tekna sem umfram eru, verði hlutfallið 35%. Stjórnarflokk- arnir vilja einungis lækka hlutfallið í 38.35% og það ekki fyrr en 1. janúar 2008. 2. Frítekjur vegna atvinnutekna lífeyrisþega verði 75 þús. kr. á mánuði 1. janúar 2007 sem skerði ekki tekjutryggingu, sem við viljum einnig skoða að nýta vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er þrefalt hærra frítekjumark en ríkisstjórn leggur til, sem er einungis 25 þúsund á mánuði og það ekki fyrr en árið 2010, en um 17 þúsund kr. á mánuði árið 2009. Öryrkjar hafi val í okkar tillögum um þetta nýja frí- tekjumark eða eldri reglu eftir því hvort er þeim hagstæðara, en þetta nýja frítekjumark er mun hagstæðara en gildandi regla fyrir öryrkja sem eru með tekjur yfir 1,5 milljónum á ári. 3. Ráðstöfunarfé (vasapeningar) við dvöl á stofnun hækki um 50% frá 1. júlí 2006. Þannig munu þeir fá greitt tæplega 70 þúsund krónur afturvirkt í 6 mánuði um næstu áramót ef tillögur okkar ná fram að ganga. Sömuleiðis mun frítekjumark gagn- vart tekjum þeirra sem dvelja á stofnun- um verði hækkað úr 50 þús. kr. í 75 þús. kr. Frá 1. janúar 2008 verði stefnt að því að breyta greiðslufyrirkomulaginu í svipaða veru og gildir fyrir fatlaða á sambýlum. Með því halda aldraðir sem dvelja á stofn- unum eftir stærri hluta lífeyristekna sinna, sem tryggir betur reisn og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Ríkisstjórnarflokkarnir vilja einungis hækka ráðstöfunarféð um 25% og það ekki fyrr en 1. janúar n.k. 4. Skilgreind verði neysluútgjöld lífeyrisþega sem myndi viðmiðun fyrir grunnlífeyri og tekju- tryggingu og afkomutryggingu fyrir þá sem litlar eða engar greiðslur fá úr lífeyrissjóði. 5. Afnumin verði að fullu tengsl lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka. 6. Öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar farið er á ellilífeyri. Baráttumál lífeyrisþega Hér er lagður grunnur að breyttri framtíðarskipan lífeyrismála, en áætla má að heildarkostnaður við þessar breytingar sé um 6,5 milljarðar króna. Stærsti útgjaldaliðurinn er hækkun nýrrar tekju- tryggingar umfram það sem ríkisstjórnarflokkarn- ir leggja til sem kostar um 3 milljarða króna. Í þess- ari nýju framtíðarskipan lífeyrismála er að finna margvísleg baráttumál aldraðra og öryrkja gegnum árin, en markmiðið er að lífeyrisþegar hafi viðun- andi lífeyrisgreiðslur sem verði ekki undir skil- greindum framfærslukostnaði. Auk þess er brýnt að draga úr þeirri þungu skattbyrði sem lífeyrisþegar hafa mátt sæta í tíð þessarar ríkisstjórnar og að lífeyrisgreiðslur úr líf- eyrissjóðum beri sama skatthlutfall og fjár- magnstekjuskattur, sem bæta mun verulega stöðu allra lífeyrisþega. Það er verkefni nýrrar ríkis- stjórnar á vori komandi. Fyrst þarf þó að koma þessari ríkisstjórn frá völdum, sem hefur lagt aukna skattbyrði á lífeyrisþega og séð til þess að kjör þeirra hafa dregist verulega aftur úr öðrum þjóðfélagshópum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Það að nýr spítali er væntan- legur leysir ekki bráðaþörf þeirra sem nú látast af bið- listum hjúkrunarheimila og sjúkrahúsa, og munu halda áfram að deyja af biðlistum næstu árin. Höfuðborg Slóveníu LJUBLJANA Verð frá 59.740 á mann í tvíbýli í 3 nætur Gullfalleg, vinaleg og hlý! Ljubljana sameinar töfra liðinna alda og nútímann. Í Ljubljana fáum við á tilfinninguna að við séum í litlu fjallaþorpi og samt erum við í kraftmikilli menningarborg þar sem bíður okkar fjöldi kaffihúsa, veitingastaðir, verslanir, leikhús og óperuhús. Úrvals gisting Frábærar skoðunarferðir – Gönguferð um gamla bæinn – Náttúruperlan Bled-dalur – Dropasteinshellarnir og Predjama-kastalinnÍSLE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S U RV 3 43 00 09 /2 00 6 Sími 585 4000 www.urvalutsyn.is Helgarferðir til Ljubljana 12., 19. okt og 2. nóv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.