Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 94
 5. október 2006 FIMMTUDAGUR58 HRÓSIÐ … FRÉTTIR AF FÓLKI1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 andlegt áfall 6 skóli 8 kúgun 9 tunna 11 austurland 12 rándýr 14 rák 16 grískur bók- stafur 17 niður 18 keyra 20 guð 21 flokka. LÓÐRÉTT 1 lítill 3 tveir eins 4 greindur 5 að 7 heimsálfa 10 ái 13 suss 15 einkenni 16 samstæða 19 til. LAUSN LÁRÉTT: 2 lost, 6 ma, 8 oki, 9 áma, 11 al, 12 refur, 14 rispa, 16 pí, 17 suð, 18 aka, 20 ra, 21 raða. LÓÐRÉTT: 1 smár, 3 oo, 4 skarpur, 5 til, 7 ameríka, 10 afi, 13 uss, 15 aðal, 16 par, 19 að. Það voru þjóðþekktir einstaklingar sem létu ljós sitt skína á tískupallin- um í gærkvöldi á góðgerðakvöldi Debenhams. Ágóði kvöldsins rann til styrktar Krabbameinsfélags Íslands og söfnuðust 2,6 milljónir króna. Stílisti sýningarinnar var fata- hönnuðurinn Haffi Haff og sá hann um að klæða upp meðal annars Jóhannes í Bónus, Þorstein Pálsson, ritstjóra Fréttablaðsins, og Willum Þór Þórsson knattspyrnuþjálfara sem örugglega voru að stíga sín fyrstu skref í fyrirsætubransanum. Það voru hin ýmsu fyrirtæki sem lögðu málefninu lið og þurfti hvert fyrirtæki að borga 50.000 með hverjum einstaklingi sem fyrirtæk- ið sendi á tískusýninguna. Málefnið var brjóstakrabbamein og bleikt þema var á kvöldinu sjálfu. Ekki voru ofangreindir menn einu þekktu nöfnin á meðal sýnenda en Birgitta Haukdal söngkona, Eva María Jónsdóttir, fréttamaður í Kastljósi, Sigríður Klingenberg spámiðill og Guðrún Agnarsdótt- ir, formaður Krabba- meinsfélagsins, tóku einnig þátt ásamt mörg- um fleirum. Þeim til halds og traust sýndu sex módel frá EMM sem kenndu þeim sem ekki vissu hvernig best væri að nota tískupallinn og pósa framan í áhorfendur. - áp Þjóðþekktir á tískupallinum Þeir voru ófáir sem ráku upp stór augu þegar fréttir bárust af því að Þorvaldur Davíð Kristjánsson væri hættur í Leiklistarskóla Íslands eftir aðeins eins árs nám og hygðist flytja af landi brott, jafnvel til Bandaríkjanna. Þorvaldur er nú á fullu við að leita að skólum við sitt hæfi og hefur þegar komið auga á nokkra góða. „Ég er að skoða skóla í New York og Los Angeles en svo er líka skóli á Boston-svæðinu sem er mjög spennandi,“ sagði Þorvaldur Davíð þegar Fréttablaðið náði tali af honum inni í matvörubúð á höfuð- borgarsvæðinu. Þorvaldur segist vera á fullu við að kynna sér það sem þessir skólar hafi upp á að bjóða en þetta kosti mikla vinnu. „Umsóknarfresturinn rennur út í janúar og svo eru prufur í febrúar,“ útskýrir Þorvaldur sem er með ansi glæsilega ferilsskrá þrátt fyrir ungan aldur. „Þetta eru yfirleitt krakkar á mínum aldri sem eru að sækja um þannig að ég er bara nokkuð brattur,“ bætir leikar- inn við. Hann segist hvergi banginn við að fara út að læra leiklist en leik- arar sem hafa lært úti í hinum stóra heimi hafa oft átt erfitt uppdráttar hér heima. „Hver er sinnar gæfu smiður og ef þú leggur metnað í það sem þú gerir þá er allt hægt,“ segir hann. Þorvaldur hefur verið á fullu í söngleiknum Footloose þar sem hann leikur á móti Höllu Vilhjálms- dóttur en sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi og verður áfram á sviðinu eitthvað fram eftir vetri. „Þetta hefur gengið mjög vel og fólk er mjög ánægt,“ sagði Þorvaldur sem var ekki viss um hvort söng- leikurinn yrði síðasta verkefnið hans áður en hann héldi út. „Það er eitt verkefni sem er í sjónmáli og það gæti skýrst á næstu dögum en það er hins vegar algjört forgangs- verkefni hjá mér að sækja um skóla úti.“ freyrgigja@frettabladid.is ÞORVALDUR DAVÍÐ: UNDIRBÝR BROTTFÖR FRÁ ÍSLANDI Með augastað á skólum í New York og Los Angeles ÞORVALDUR DAVÍÐ Er að skoða skóla í Bandaríkjunum og vonast til að fara út í byrjun febrúar þegar prufur hefjast. FRÉTTABLAÐIÐ / HÖRÐUR Símon Birgisson, listnemi og blaðamaður, er manna kátastur þessa dagana því tölvan hans er fundin, en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru var gripnum að sögn Símonar stolið í Listaháskólanum þar sem hann er við nám. Reyndar er málið það að tölvunni var hreinlega ekki stolið því samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fannst hún undir stól í litlu hliðarherbergi og hafði legið þar óhreyfð í nokkrar vikur. Ekki er ljóst hvort skólinn ætli að slaka á þeim öryggisviðbúnaði, sem settur var upp eftir ránið, nú þegar ljóst er að menntastofnunin virðist ansi öruggur staður. Oddný Sturludóttir er nú á fullu við að endurreisa tímaritið Veru og gengur starfið vel. Verkefnið hefur staðið yfir í þónokkurn tíma og hefur mestur krafturinn farið í að laga fjármál blaðsins sem nú virðast vera komin á réttan kjöl. Oddný sjálf er þögul sem gröfin en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tveir fjársterkir aðilar hafi sýnt útgáfu tímaritsins mikinn áhuga og bíður Oddný bara spennt eftir því hvor býður betur. Oddný ætlar sjálf að ritstýra blaðinu í fyrstu en láta svo aðra um að taka við skútunni þegar fram líða stundir. Atom Egoyan fékk afhent verðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík fyrir framúrskarandi og listræna sýn í kvikmyndagerð árið 2006 og afhenti forseti Íslands honum verðlaunin á Bessastöðum. Leikarinn Brendan Fraser, sem staddur er hér á landi vegna taka á kvikmyndinni Journey 3-D, var einnig meðal viðstaddra þótt nafnið hans hefði hvergi verið á gestalistanum og reyndist nærvera hans því óvænt ánægja fyrir gesti Bessastaða. - fgg HAFFI Stílisti á sýningunni og sá til þess að allir litu sem best út á sýningunni. BIRGITTA HAUKDAL Sýndi flotta takta á sviðinu. WILLUM Sýndi að hann kann að láta til sín taka annars staðar en á fótboltavellinum. JÓHANNES Í BÓNUS Var klæddur upp í fatnað frá Debenhams og tók snúning á tískupallinum. ... fær Hörður Torfason sem lagður er af stað í síðustu hringferð sína um landið með tónleika, en þær hefur hann stundað síðan 1970. Meðlimir bresku strákahljóm- sveitarinnar Take That eru stadd- ir á Íslandi um þessar mundir við upptökur á myndbandi. Þessar þekktu poppstjörnur, sem ærðu ungmeyjar um allan heim á tíunda áratug síðustu aldar, eru að reyna að endurvekja feril sinn og mynd- bandið er liður í því. Sveitin send- ir frá sér nýja hljómplötu á næst- unni og myndbandið verður við fyrsta smáskífulag plötunnar. Þekktasti meðlimur Take That er vitaskuld Robbie Williams en hann féllst ekki á að taka þátt í endur- komunni með félögum sínum. Take That-mennirnir sem staddir eru á Íslandi nú eru því þeir Jason Orange, Mark Owen, Howard Don- ald og Gary Barlow. Tökur á myndbandinu fara fram við Reykjanesvita, en það hefur lengi verið vinsæll tökustað- ur fyrir tónlistarmyndbönd. Það er kvikmyndafyrirtækið True North sem hefur umsjón með tök- unum og dvöl Take That-pilta hér á landi og mikil leynd hvílir yfir upptökunum. Ekki fengust upp- lýsingar um hversu lengi liðs- menn Take That dveljast á landinu. Heimildir Frétta- blaðsins herma þó að Barlow og félagar leggi ríka áherslu á að upptökurnar klárist fyrir helgi, enda vilji þeir gjarnan kynna sér næturlífið hér um helg- ina. - hdm Take That tekur upp myndband á Íslandi TAKE THAT Strákasveitin vinsæla sést hér árið 1995, á hátindi ferilsins. Sveitin tekur nú upp myndband á Íslandi. ROBBIE WILLIAMS Neitaði að taka þátt í endurkomu Take That og fékk því ekki að endurnýja kynni sín af Íslandi. www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví k u rv e g u r 6 4 , H a fn a rf jö rð u r. B la u tu r st ú tu r o g m a ll a k ú tu r �������������� ������� ���������� ���� ����� ���� ����������� ������������ ������ ���������� �������������� �������������� Líka fyrir þig; lífið, fréttirnar og fjörið á ensku Líka fyrir þig; lífið, fréttirnar og fjörið á ensku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.