Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 24
 5. október 2006 FIMMTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.209 -0,11% Fjöldi viðskipta: 372 Velta: 6.511 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 66,40 +0,00% ... Alfesca 5,02 +0,00% ... Atlantic Petroleum 595,00 +0,00% ... Atorka 6,50 +0,00% ... Avion 31,00 +1,64% ... Bakkavör 58,70 +1,03% ... Dagsbrún 5,05 +1,41% ... FL Group 22,20 -3,48% ... Glitnir 20,40 +0,49% ... KB banki 830,00 +0,00% ... Landsbankinn 26,40 - 0,38% ... Marel 76,50 +0,00% ... Mosaic Fashions 17,40 +0,00% ... Straumur-Burðarás 17,20 -0,58% ... Össur 122,50 -1,21% MESTA HÆKKUN Icelandic Group +1,91% Avion +1,64% Dagsbrún +1,41% MESTA LÆKKUN FL Group -3,48% Össur -1,21% Straumur-Burðarás -0,58% Skráning Icelandair Group í Kaup- höll Íslands og hlutafjársala til fjárfesta og starfsmanna leggst vel í Jón Karl Ólafsson, forstjóra félagsins. Jón Karl finnur fyrir miklum áhuga starfsmanna og telur að stór hluti þeirra muni taka þátt í verkefninu. „Það verður einnig jákvætt að fá inn breiðan hóp hluthafa sem stendur þá við bakið á fyrirtækinu og tekur það áfram inn í framtíðina.“ Ákveðin óvissa hafi ríkt eftir að tilkynnt var í febrúar að félagið færi á markað en svo gerðist ekk- ert. Aö sögn Jóns Karls er allt millibilsástand óþægilegt, ekki aðeins fyrir starfsfólk heldur einnig viðskiptavini og lánar- drottna. Nú liggi hins vegar fyrir að félagið fari á markað fyrir ára- mót og gefur það öllum færi á halda áfram. Allt stefnir í að árið 2006 verði eitt af betri árum Icelandair en reksturinn hefur verið í samræmi við áætlanir. Sex mánaða uppgjör- ið var mjög gott og ágætlega horf- ir til seinna hluta ársins. Eldsneyt- isverð er að vísu hátt og samkeppni mikil. „En aukin samkeppni skap- ar tækifæri og við höfum sótt fram.“ - eþa JÓN KARL ÓLAFSSON, FORSTJÓRI ICE- LANDAIR Skráning félagsins á markað eyðir óvissu hjá mörgum. Skráning eyðir óvissu Starfsfólk Icelandair áhugasamt fyrir skráningu. Kaupþing hefur tilkynnt til Kaup- hallarinnar í Osló að bankinn eigi 7,82 prósenta hlut í Storebrand, einu stærstu fjármálafyrirtæki Noregs. „Ástæða þess að við höfum keypt hlutabréf í Store- brand er sú að við teljum að fyrir- tækið sé á góðu verði. Við höfum fylgst með Storebrand um hríð og erum ánægð með það sem við sjáum,“ segir Hreiðar Már Sig- urðsson, forstjóri Kaupþings, við Dagens Næringsliv. Að sögn Hreiðars Más hefur bankinn ekki tekið ákvörðun um frekari kaup. Samkvæmt hluthafalista frá Storebrand er KB banki næst- stærsti hluthafinn á eftir Folke- trygdfondet, sjóði í eigu norska ríkisins. Markaðsverðmæti bank- ans er um 185 milljarðar króna. Fréttablaðið greindi frá því fyrr á árinu að Arion-verðbréfa- varsla hefði verið að safna bréfum fyrir viðskiptavini sína, þar á meðal Kaupþing. Einnig hafði Glitnir verið að kaupa bréf fyrir sína kúnna. - eþa Kaupþing með tæp 8% í Storebrand Fjárfestahópurinn Highland Acquisitions náði mikilvægum áfanga á leið sinni til yfirtöku á House of Fraser á þriðjudaginn. Þá lagði stór hluti eigenda HoF blessun sína yfir tillögu stjórnar um að samþykkja yfirtökutilboð frá Highland. Að Highland standa meðal ann- ars Baugur og FL Group og hljóð- ar tilboð hópsins upp á 148 pens á hlut. Alls greiddu 90 prósent fundar- gesta, sem höfðu á bak við sig tæp 99 prósent atkvæða, tillögunni atkvæði sitt, en tíu prósent fund- armanna voru henni mótfallinn. Fátt er því til fyrirstöðu að Highland taki yfir rekstur HoF í næsta mánuði og er reiknað með að félagið verði afskráð úr Kaup- höllinni í Lundúnum þann 9. nóv- ember. - eþa HOUSE OF FRASER Fátt getur komið í veg fyrir að Baugur og fleiri fjárfestar taki félagið yfir. Færast nær yfirtöku á House of Fraser Félagið afskráð níunda nóvember næstkomandi. Fyrirtækið Saga fjárfestingar hf. stofnað á Akureyri Þorvaldur L. Sigurjónsson yfirgefur Kaupþing ásamt hópi úr stöðutöku bankans. Stofnað hefur verið á Akur- eyri fyrirtækið Saga fjár- festingar hf. sem leggja mun áherslu á sérvalin verkefni á fyrirtækjamarkaði. Stofnhluthafar eru Hildingur ehf. (KEA) með 25 prósenta hlut, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson með 25 prósenta hlut, en hann verð- ur jafnfram forstjóri, Spari- sjóður Norðlendinga og Sparisjóður Svarfdæla með 13 prósenta hlut hvor og fjárfestar, meðal annars starfsmenn og lykil- stjórnendur með 24 prósenta hlut. Stofnhlutafé er tveir millj- arðar króna en ætlunin er að auka það í fjóra millj- arða á næstu 18 mánuðum. Þorvaldur Lúðvík hefur því yfirgefið Kaupþing, en hann gegndi stöðu fram- kvæmdastjóra eigin við- skipta bankans. Með honum hverfur á braut hópur starfsmanna úr stöðutöku bankans. Þorvaldur Lúðvík segir að hópurinn taki þátt í stofnun Sögu fjárfestinga og leggur á það áherslu að viðskilnaður hópsins við Kaupþing sé gerður í mesta bróðerni og gangi hann sáttur á brott til móts við ný ævintýri. „Ég var þarna í tíu ár og stofnaði veltubók KB banka.“ Meðal verkefna Sögu fjárfest- inga verður stöðutaka á verð- bréfamörkuðum, samrunar og yfirtökur, fjárfestingalán og útlán auk meðfjármögnunar. Þá verður Saga viðskiptavaki með hlutabréf og skuldabréf. Umsókn- arferli um leyfi til að starfrækja fjárfestingabanka er í undirbún- ingi en gert er ráð fyrir að það taki nokkra mánuði. - óká/eþa ÞORVALDUR LÚÐVÍK SIGUR- JÓNSSON Danir óttast færslugjöld Samkvæmt samkomulagi stjórnvalda í Danmörku og dönsku bankanna frá því í fyrra greiða notendur Dankort engin færslugjöld þegar þeir nota debet- kort sín, en þurftu áður að borga hálfa danska krónu í hvert sinn, eða nálægt fimm íslensk- um. Núna óttast þeir afturhvarf til fyrri tíðar, eða jafnvel enn frekari gjaldtöku, því á vett- vangi Evrópusambandsins þykir þessi skort- ur á samræmingu í gjaldtöku bagalegur. Formaður dönsku neytendasamtakanna fer mikinn í viðtali við Danmarksradio og segir að færa eigi bönkunum stórgróða og telur þá vinna að því á bak við tjöldin að koma núverandi kerfi frá aftur. Við muni taka algjör yfirráð stóru greiðslukortafyrirtækjanna sem starfi á heimsvísu. Spurning er þó hvort ekki væri ráð hjá þeim að taka upp eitthvert gjald, svona til að treysta kerfið, en það datt út hálfan dag fyrir helgi, verslunareigendum og þeim sem ekki áttu seðla til mikils ama. Fríblöðin skulu virða nei-ið Annars er hitamálið hjá Dönum þessa dagana og þeirra helsta áhyggjuefni varðandi stríð á fríblaða- markaði hvort almenningur geti ekki örugglega afþakkað blöðin. Þannig segja danskir miðlar að á þinginu sé afgerandi meirihluti fyrir því að fólk eigi að geta sagt „nej tak!“ Þannig verði fríblöðin að verða fljót að bregðast við og koma sér saman um lausn, vilji þau forðast að fá á sig lög sem neyði þau til að beygja sig undir vilja landsmanna. Neytendasamtökin dönsku hafa selt yfir 50 þúsund „nei -takk“-skilti, en þau hafa ekki verið virt. Viðhorf fríblaðsins Dato hefur sagt að fólk þurfi að hafa sam- band í eigin persónu til að afþakka að fá blaðið í lúguna. Peningaskápurinn ... MARKAÐSPUNKTARRick Wagoner, forstjóri bandaríska bíla- framleiðandans General Motors (GM) og Carlos Ghosn, forstjóri bílafram- leiðendanna Nissan og Renault, slitu viðræðum um mögulegt samstarf í gær. Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal segir forstjórana hafa greint á um of margt. Líkur eru sagðar á því að peninga- málanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,75 prósentum. Bankinn tilkynnir í dag hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Bretlandi. Meirihluti hluthafa í breska hergagna- framleiðandanum BAE var fylgjandi því á hluthafafundi í gær að selja 20 prósent hlutafjár félagsins í Airbus. Hummer H3 + 5 milljónir í skottinu ef þú átt tvöfaldan miða! Kauptu miða í Happdrætti DAS. Einfaldur miði kostar aðeins 1.000 kr. á mánuði eða 230 kr. fyrir hvern útdrátt. Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. 65 skattfrjálsar milljónir í október ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 34 39 5 1 0/ 20 06 Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.