Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 18
 5. október 2006 FIMMTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Af 358 milljarða króna útgjöldum ríkisins á næsta ári renna um 8,5 milljarðar til reksturs æðstu stjórnar ríkisins og ráðuneyta. Rekst- ur Alþingis kostar rúma tvo milljarða og rekstur forseta- embættisins rúmar 180 millj- ónir. Utanríkisráðuneytið er dýrast ráðuneyta í rekstri, kostar tæpar 980 milljónir króna á næsta ári. Rekstur sendiráða kostar tæpa 1,8 milljarða. Fjárlagafrumvarp ársins 2007 verð- ur tekið til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Samkvæmt því nema útgjöld ríkisins 358 milljörðum króna. Tekj- urnar eru áætlaðar 373 milljarðar. Af einstökum málaflokkum rennur mest til heilbrigðis- og tryggingamála, rúmir 143 milljarð- ar. Stærstu málaflokkarnir á því sviði eru bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð (7,5 m.kr.), líf- eyristryggingar (41,3 m.kr.), sjúkra- tryggingar (17 m.kr.) og rekstur Landspítala - háskólasjúkrahúss (32 m.kr.). Alls heyra 107 útgjaldaliðir undir heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið, til dæmis sjúkra- hús, hjúkrunarheimili, heilsu- gæslustöðvar og ýmsar stofnanir á sviði heilsu, heilbrigðis og umönn- unar. Útgjöld til stofnana og starfsemi á vegum menntamálaráðuneytisins nema rúmum 44 milljörðum. Háskóli Íslands fær mest, rúma sex milljarða en samanlögð framlög til skóla eru í kringum 30 milljarðar. Af öðrum útgöldum má nefna fram- lög til listasafna og menningarstarf- semi af ýmsu tagi. Rekstur sendiráða Íslands í útlöndum kostar tæpa 1,8 milljarða króna, sem er tæpum 300 milljón- um króna meira en í ár. Rekstur íslensku friðargæslunnar er áætl- aður um 600 milljónir og kostnaður vegna alþjóðlegrar friðargæslu verður 120 milljónir. Þá gerir frum- varpið ráð fyrir að rúmur milljarð- ur renni til þróunaraðstoðar á árinu sem er 130 milljónum króna meira en í ár. Samanlagður kostnaður við rekstur ráðuneyta nemur 5,3 millj- örðum. Rekstur utanríkisráðuneyt- isins er kostnaðarsamastur og hljóðar upp á tæpan milljarð og rekstur menntamálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Hagstofu kostar tæpar 600 milljónir. Forsetaembættið fær rúmar 180 milljónir úr ríkissjóði á næsta ári. Þar af fara rúmar 150 milljónir í almennan rekstur en rúmum 27 milljónum verður varið í opinberar heimsóknir. Almennur rekstur Alþingis kost- ar rúma 2 milljarða og af einstökum liðum má nefna að alþjóðasamstarf þingsins kostar tæpar 250 milljónir. Nam sá kostnaður rúmum 80 millj- ónum á síðasta ári. Umræður um fjárlagafrumvarp- ið hefjast klukkan hálf ellefu. Fjár- málaráðerra mælir fyrir frumvarp- inu og í kjölfarið taka fulltrúar annarra flokka til máls. Svona erum við > Skráð afbrot á landinu Windows Vista er nafnið á næstu útgáfu stýrikerfisins vinsæla, Micro- soft Windows. Vista tekur við af núverandi útgáfu stýrikerfisins, Wind- ows XP, sem kom út fyrir fimm árum. Hvað er nýtt í Vista? Notendur Windows Vista munu taka eftir fjöl- mörgum nýjungum um leið og stýrikerfið er ræst í fyrsta sinn. Þar má helst nefna breytt notendaviðmót og útlit, bætta leitareigin- leika og ný margmiðlunartól. Öryggismál hafa einnig fengið vítamínsprautu, enda vírusar og aðrar tölvuóværur orðnar æ algengari. Flestar nýjungarnar eru þó undir vélarhlífinni og því ekki jafn sýni- legar venjulegum notendum og aðrar. Þær miða flestar að því að gera stýrikerfið stöðugra og hraðara í vinnslu. Hvenær kemur það út? Þróun Vista er langt komin, en hún hófst um svipað leyti og Windows XP kom út. Í september síðastliðnum lauk svokölluðum beta-prófun- um á stýrikerfinu og við tók lokastig þróunarinnar, þar sem villur eru lagfærðar og stýrikerfið fínpússað. Útgáfudagurinn, sem var upphaflega árið 2003, hefur margoft verið færður aftur en á dög- unum var hann loks festur. Þá tilkynnti Microsoft að fyrirtækja- útgáfa stýrikerfisins kæmi út í nóvember næstkomandi en útgáfa fyrir almenna notendur kæmi út í janúar. Þarf ég að uppfæra? Þrátt fyrir fjölda nýjunga og breytt útlit er ekkert sem knýr notendur til að uppfæra stýrikerfi sitt í Windows Vista. Þeir sem vilja spila nýjustu tölvuleikina munu þurfa að uppfæra en almennir tölvunotendur sem nota ritvinnsluforrit, töflureikni, tölvupóst og netvafra geta notast við Windows XP án vandkvæða í mörg ár í viðbót. Þó má búast við að stýrikerfið fari að fylgja með nýjum tölvum stuttu eftir að það kemur út. FBL-GREINING: WINDOWS VISTA Flestar nýjungar undir vélarhlífinni Eitt ár skiptir máli Samkvæmt niðurstöðu Þjóðarpúls Gallup vilja þrír fjórðu svarenda að bílprófsaldur verði hækkaður um eitt ár og verði því 18 ára, en ekki 17 ára eins og nú er. Guðbrandur Bogason er formaður Ökukennara- félags Íslands. Hefur um það verið rætt innan félagsins að hækka bílprófsaldur um eitt ár? Þessi umræða hefur ekki farið fram akkúrat núna síðustu misserin, en fyrir nokkrum árum var mikil umræða um þetta í þjóðfé- laginu. Þá fór Ökukennarafélagið í gegnum þessa umræðu. Svar ökur- kennara var að ekki setja sig á móti þeirri stefnu, ef svo yrði ákveðið af stjórnvöldum. Við erum þó hvorki að berjast fyrir því né á móti heldur viljum við láta aðra taka ákvörðun- ina um það. Skiptir þetta eina ár einhverju máli? Ég er ekki frá því og tel að aldursmörkin þyrftu að fara hærra, ef við ætlum að verða 100 prósent örugg, í 20 ár. En það mun ekki ganga eftir. Ökukennarar finna geysilegan mun á unglingi, hvort hann er 16 eða 17 ára og reiknum með að það verði sama þróun í eitt ár í viðbót. Ég finn verulegan mun á unglingum hvort þeir eru 17 ára eða 18 ára, hve móttækilegir þeir eru fyrir alvöru lífsins. SPURT & SVARAÐ HÆKKUN BÍLPRÓFSALDURS LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASÚKRAHÚS Af einstökum liðum fjárlaganna rennur mest til Landspítala, rúmir 30 milljarðar króna. BESSASTAÐIR 180 milljónir króna renna til reksturs forsetaembættisins á næsta ári. Opinberar heimsóknir kosta rúmar 27 milljónir. ALÞINGI Almennur rekstur Alþingis kostar rúma 2 milljarða króna. Alþjóðasamstarf þingsins kostar tæpar 250 milljarða. Rekstur æðstu stjórnar ríkisins og ráðuneyta kostar 8,5 milljarða FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is KOSTNAÐUR VIÐ ALMENNAN REKSTUR ÆÐSTU STJÓRNAR RÍKISINS OG RÁÐUNEYTA Forseti Íslands 181,7 Alþingi 2.042,0 Ríkisstjórn 214,9 Hæstiréttur 177,4 Umboðsmaður Alþingis 97,7 Ríkisendurskoðun 423,4 Forsætisráðuneyti 250,9 Menntamálaráðuneyti 580,3 Utanríkisráðuneyti 978,1 Landbúnaðarráðuneyti 234,5 Sjávarútvegsráðuneyti 224,1 Dóms- og kirkjumálaráðun. 310,4 Félagsmálaráðuneyti 298,1 Heilbrigðis- og tryggingaráðun. 487,8 Fjármálaráðuneyti 575,9 Samgönguráðuneyti 287,2 Iðnaðarráðuneyti 161,6 Viðskiptaráðuneyti 129,7 Hagstofan 578 Umhverfisráðuneyti 276,6 (TÖLURNAR ERU Í MILLJÓNUM KRÓNA) STJÓRNARRÁÐIÐ Rekstur ráðuneytanna kostar samanlagt 5,3 milljarða króna. Rekst- ur utanríkisráðuneytisins er kostnaðarsamastur. ÝMSIR KOSTNAÐARLIÐIR ■ 200 milljónir eru ætlaðar til ráð- stöfunar samkvæmt sérstakri ákvörðun ríkisstjórnarinnar. ■ Símakostnaður og burðargjöld fyrir stjórnarráðið kostar tæpar 35 milljónir. ■ 19 milljónum verður varið til bifreiðakaupa fyrir stjórnarráðið. ■ Ýmis innheimtukostnaður nemur rúmum 550 milljónum. ■ 350 milljónir fara í eftirlaun ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. ■ Afskriftir skattkrafna nema 6 milljörðum. ■ Ríkið borgar 620 milljónir í fast- eignagjöld. ■ Stjórnarskrárnefnd kostar 14,5 milljónir. ■ Evrópunefnd kostar 5,3 milljónir. ■ 40 milljónir renna frá forsætis- ráðuneyti til stjórnmálaflokka með „hliðsjón af nýrri kjördæmaskipan og breyttum aðstæðum þing- manna af þeim sökum“. ■ 3 milljónir fara í viðhald á staf- kirkju í Vestmannaeyjum. ■ 24 milljónum er varið til undirbún- ings nýbyggingar á stjórnarráðsreit. ■ 47 milljónir fara í nýja stúku á Laugardalsvelli. ■ 20 milljónir renna til franskrar menningarkynningar á Íslandi. ■ 11 milljónir fara í nám tannsmiða. ■ Tæpar 20 milljónir fara í íslensku- kennslu fyrir útlendinga. ■ 304 milljónir verða greiddar í Þróunarsjóð EFTA. ■ 615 milljónir fara í Fóðursjóð. ■ Greiðslur vegna riðuveiki nema 52 milljónum. ■ Átak í hrossarækt fær 25 milljónir. ■ Gjöld vegna Alþjóðahvalveiðiráðs- ins nema 8,5 milljónum. ■ Dómsmálaráðuneytið kostar tæpum 58 milljónum til kosning- anna í vor. ■ Innheimta meðlaga kostar 4 milljónir. ■ 190 milljónir fara til undirbúnings byggingar hátæknisjúkrahúss. ■ Útgáfa ökuskírteina kostar 16 milljónir. ■ 75 milljónir renna til endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. ■ Niðurgreiðslur á hitun íbúðarhús- næðis nema 1,1 milljarði króna. ■ Rannsóknir og útrýming á mink kosta tæpar 50 milljónir. GUÐBRANDUR BOGASON FORMAÐUR ÖKU- KENNARAFÉLAGS ÍSLANDS 99 .0 70 86 .9 67 91 .4 52 2000 2002 2004 verð kr. 39.990 Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. M.v. tvíbýli á Mercure Duna *** í 4 nætur með morgunmat 6. eða 13. október. Netverð á mann. Flug og gisting - örfá sæti laus! Heimsferðir bjóða glæsilega fjögurra nátta helgarferð til þessarar stórkostlegu borgar í hjarta Evrópu. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri getrisni Ungverja. Bjóðum “stökktu tilboð” á frábæru verði 6. október - þú bókar fl ugsæti og 2 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. verð kr. 29.990 Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. M.v. “stökktu tilboð” í 4 nætur með morgunmat 6. október. Netverð á mann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.