Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 83
FIMMTUDAGUR 5. október 2006 47
Tom Cruise er mikið fyrir að setja
fram boð og bönn fyrir unnustu
sína og barnsmóður Katie Holmes.
Nú hefur Cruise bannað Holmes
að eyða löngum stundum í sólinni
vegna þess að Cruise heldur því
fram að hann eigi sólarvörn að
þakka hve hann sé unglegur. Tom
býr víst yfir svo mikilli vitneskju
um skaðsemi sólarinnar og húð-
sjúkdóma að hann gæti opnað sína
eigin stofu segir bandaríska tíma-
ritið US Weekly.
Cruise hefur því bent Holmes á
að nota brúnkukrem í stað sólbaða
til að fá fríkslegan lit á húðina.
Holmes er ekki ýkja ánægð með
þessa reglu en hún fer samt eftir
henni til að gera unnusta sinn
ánægðan.
Sólböð
bönnuð
SÓLARLAUS Tom Cruise segir að
takmörkuð sólböð sé ástæðan fyrir
unglegu útliti sínu og hefur því bannað
unnustu sinni Katie Holmes að stunda
sólböð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
Hljómsveitin Weezer hefur höfð-
að mál gegn bandaríska bjórfram-
leiðandann Miller fyrir að hafa
notað nafnið hljómsveitarinnar í
auglýsingum í tónlistartímaritinu
Rolling Stone.
Meðlimir Weezer segjast aldrei
hafa leyft fyrirtækinu að nota
nafnið og krefjast þeir skaðabóta.
Einnig eru þeir ósáttir við að nafn
sveitarinnar hafi verið notað við
hlið annarra hljómsveitarnafna
sem þeir vilja ekki tengjast á
nokkurn hátt.
Höfðar mál
WEEZER Hljómsveitin Weezer hefur
höfðað mál gegn bandarískum bjór-
framleiðanda.
Hótelerfinginn og fyrirsætan Paris
Hilton er greinilega ekki við eina
fjölina felld enda er partíljónið
greinilega alltaf til í að kynnast
nýjum mönnum og eiga með þeim
stutt gaman.
Fjölmiðlar elta Paris á röndum
enda gerist iðulega eitthvað í kring-
um hana og ástarlíf hennar þykir
alltaf mjög spennandi. Ljósmynd-
urum fannst til að mynda erfinginn
gerast full ágengur við trommu-
leikarann Travis Barker úr Blink
182 í Amsterdam og New York.
Fjölmiðlafulltrúi Hilton gaf sögu-
sögnunum byr undir báða vængi
með því að segja að fyrirsætan
kynni mjög vel við Barker. Fyrr-
verandi eiginkona Barkers, Shanna
Moakler, sá í kjölfarið ástæðu til að
gagnrýna þessa hegðun og sagði
hann vera of snemma á ferðinni en
þau skildu í ágúst. Hilton hefur
neitað því að eitthvað sé í gangi á
milli þeirra enda sást hún í Las
Vegas með tennisleikaranum Andy
Roddick í heitum leik á skemmti-
staðnum Tao.
Hilton sagði hins vegar við
glanstímaritið LuxeLife að hún
nyti þess að vera á
lausu og vildi
bara eignast
fullt af góðum
vinum, hvað svo
sem það þýðir.
„Ég vil ekki vera
að bindast
einhverj-
um um
þessar
mundir,“
sagði hót-
elprins-
essan.
Ekki við eina fjölina fellld
PARIS HILTON Finnst gaman að
kynnast nýjum mönnum en vill
ekki binda sig til langs tíma.
EITT SINN FJÖLSKYLDU-
MAÐUR Travis Barker
átti eitt sinn fjölskyldu
en hugsar nú meira
um að skemmta sér
með fögrum
fljóðum.
Margt var um manninn í áheyrnar-
prufum X-factor á Akureyri, en í
hópnum mátti sjá andlit krakkanna
sem sjá um morgunþáttinn Zúúber
á FM957. „Gassi og Sigga ætluðu að
spreyta sig, en ég og Stína ætluðum
að vera móralskur stuðningur,“
sagði Svali þegar Fréttablaðið
spurði út í þáttöku Zúúberliða. „Við
vildum sanna að við værum jafnvel
betri söngvarar en útvarpsmenn.“
Svali segist ekki enn vita hvernig
hafi gengið. „Þetta var svolítið vill-
andi dómur. Ellý var hrifin af Siggu
en ekki Gassa, Einar var hrifinn af
Gassa en Palli hrifnari af Siggu.
Þau eru örugglega ennþá að velta
því fyrir sér hvort þau hafi komist
áfram. Við bíðum eiginlega eftir
símtali bara.“ - sun
Zúúber í X-Factor
RÖÐIN Á AKUREYRI Eins og sjá má var
geysilega góð stemning í röðinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL
ZÚÚBER-KRAKKARNIR Þurftu að senda þáttinn út frá Akureyri vegna þátttöku Siggu
og Gassa.
HALLA VILHJÁLMSDÓTTIR ER KYNNIR X-
FACTOR Hún hefur skipt söngfuglunum
í KF Nörd út fyrir upprennandi stjörnur
í X-factor.