Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 84
2 vikur á toppnum í USA! Topp5.is M.M.J kvikmyndir.com Will Ferrell, John C.Reilly og Sascha Baron Cohen (Ali G.) fara á kostum í vinsælustu gamanmynd ársins í USA. !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 TALLADEGA NIGHTS kl. 5.40, 8 og 10.20 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 6, 8 og 10 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 5.45 og 10.15 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 8 B.I. 7 ÁRA VOLVER kl. 5.50, 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 8 og 10 CRANK kl. 6 og 10 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 8 CLERKS 2 kl. 6 TALLADEGA NIGHTS kl. 5.30, 8 og 10.25 SÝND Í LÚXUS kl. 5.30 og 10.25 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 4, 6, 8 og 10 CLERKS 2 kl. 10.30 B.I. 12 ÁRA ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 5.45 og 8 MY SUPER-EX GIRLFRIEND kl. 5.50 og 10.15 LITTLE MAN kl. 3.50 GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 3.50 "BIÐIN VAR VEL ÞESS VIRÐI, OG SMITH KLIKKAR EKKI Í EINA MÍNÚTU. FYNDNASTA GAMANMYNDIN SEM ÉG HEF SÉÐ Á ÁRINU!" KVIKMYNDIR.IS EMPIRE EMPIRE V.J.V. Topp5.is DV L.I.B. Topp5.is THANK YOU FOR SMOKING [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Beyond the Waistland er fjórða plata Brain Police. Hingað til hefur sveitin verið þekkt fyrir „stoner“ eyðimerkurrokk sitt og hefur náð sér í dyggan aðdáenda- hóp undanfarið með traustri spila- mennsku. Eftir ágæta aðra plötu festi sveitin sig í sessi með síðustu plötu, hinni öflugu Electric Fungus, sem hafði yfir sér sterkan heildarsvip. Brain Police nær því miður ekki að fylgja þeim grip nógu vel eftir hér, þrátt fyrir að hafa fengið þekkta erlenda upp- tökustjóra með sér í lið. Aðall Brain Police er kraftmik- il rödd Jens söngvara auk öflugs trommuleiks Jónba. Nýr gítarleik- ari gekk til liðs við sveitina fyrir gerð nýju plötunnar og stendur hann sig ágætlega. Samt sem áður virðist hann enn vera fastur í þeim gítarstíl sem hefur einkennt Brain Police frá upphafi. Vonandi á hann eftir að setja mark sitt betur á sveitina því gítarlykkjurnar á þessari plötu eru flestar orðnar svo örþreyttar að þær virka á mann sem ágætis svefnmeðal, svo oft hafa þær heyrst áður. Beyond the Waistland skortir einnig slagara, einhver lög sem grípa athyglina. Einhvern fersk- leika virðist vanta auk þess sem lögin eru mörg hver svipuð. Helst stóð Human Volume upp úr en það lag er nokkuð frábrugð- ið því sem Brain Police hefur gert áður. Þar er þyngdin og drunginn orðinn meiri og kannski stefnir sveitin í þessa átt í framtíðinni? Eitthvað þarf hún alla vega að gera ef hún ætlar sér að halda í og hvað þá stækka aðdáendahóp sinn. Freyr Bjarnason Vantar ferskleikann BRAIN POLICE: BEYOND THE WASTELAND Niðurstaða: Fjórða plata Brain Police er töluverð vonbrigði. Ekkert nýtt er á ferðinni, enginn slagari og sömu gítarlykkjur og áður. Jim Carrey og Cameron Diaz hafa hætt við að leika í gamandramanu A Little Game Without Conse- quence. Ástæðan er óánægja með þróun handritsins. Leikstjórinn Gabriele Muccino ákvað einnig að stökkva frá borði. Tökur áttu að hefast í New York í þessum mánuði en framleiðsla myndarinnar er nú í uppnámi. Margir höfðu beðið spenntir eftir því að sjá Carrey og Diaz saman á hvíta tjaldinu á nýjan leik. Síðasta léku þau saman í The Mask sem skaut Diaz upp á stjörnuhimininn. Þetta er þriðja myndin í röð sem Carrey hefur þurft að hætta við að leika í en hann rak nýverið umboðsmann sinn. Hætt var við gerð myndarinnar Used Guys sem Carrey átti að leika í á móti Ben Stiller vegna of mikils kostnaðar. Einnig var myndin Ripley´s Belie- ve It or Not sett á bið. Hættu við myndina JIM CARREY Gamanleikarinn Jim Carrey hefur hætt við að leika í myndinni A Little Game Without Consequence. Þær fimm kvikmyndir sem eru frumsýndar um helgina eru jafn ólíkar og þær eru margar. The Queen, sem var opnunarmynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinn- ar í Reykjavík, fyrir viku byrjar nú í almennum sýningum en í henni er fjallað um ágreining sem kom upp á milli Elísabetar Eng- landsdrottningar og Tony Blair forsætisráðherra í kjölfar dauða Díönu prinsessu. Helen Mirren leikur drottninguna með miklum tilþrifum og þykir fara á kostum. Hinn umdeildi Oliver Stone tók á hryðjuverkunum þann 11. sept- ember 2001 í World Trade Center en almenn sátt virðist ríkja um myndina enda segist Stoen sjálfur hafa forðast pólitík í henni og ein- beitt sér að áhrifum hryðju- verkanna á aðalpersónurnar. WTC byggir á sannsögulegum hremmingum lögreglumannanna Will Jimeno og John McLoughlin sem fóru ásamt félögum sínum inn í World Trade Center eftir árásina og festust þar þegar turn- arnir hrundu. Jimeno og McLoughlin komust lífs af úr hildarleiknum og McLoughlin segir þá skuldbundna þeim sem fórust í árásinni að koma sögu sinni á framfæri þar sem afrek þeirra sem týndu lífi lifi í þeim sem komust af. Keðjusagarmorðinginn Leður- fés úr hinni sígildu hrollvekju The Texas Chainsaw Massacre er með rómuðustu skúrkum kvikmynda- sögunnar. Gamla myndin var end- urgerð fyrir nokkrum árum og naut talsverðra vinsælda. Það er því ekki alveg búið að flá þennan gamla gölt og nú er komin The Texas Chainsaw Massacre: The Beginning. Hún gerist, eins og nafnið bendir til, á undan upp- runalegu myndinni og gefur áhorfendum kost á að kynnast æskuheimili úrkynjaða morðingj- ans auk þess sem myndin veitir innsýn í hvernig hann varð sá vandræðagemlingur sem hann er í eldri myndunum. Tónninn er öllu léttari í teikni- myndinni Monster House þó að henni sé vissulega ætlað að laða fram gæsahúð á yngri bíógestum. Myndin segir frá þremur krökk- um sem komast að því að gamalt hús í nágrenninu er lifandi og það sem verra er, étur allt sem fer inn á lóðina umhverfis það. Þeim gengur illa að sannfæra barn- fóstruna sína og lögregluna um eðli hússins og þurfa því að ganga í málið sjálfir. Gamanmyndin Beerfest er val- kostur þeirra sem treysta sér ekki í brjálað hús, Englandsdrottningu, hryðjuverk og keðjusagarmorð í bíó. Hún fylgir tveimur bræðrum eftir sem fljúga frá Bandaríkjun- um til Þýskalnds til þess að svol- gra bjór á Októberfest en flækj- ast fyrr en varir í aldagamlan félagsskap bjórsvelgja og slags- málahunda. Englandsdrottning, keðju- sagar- morð og allt þar á milli OLIVER STONE OG NICHOLAS CAGE Leikstjórinn umdeildi gerir hetjudáðum lögreglu- manna í Tvíburaturnunum þann 11. september skil í World Trade Center. Cage leikur lögreglumann sem komst lífs af við illan leik úr rústunum. V in ni ng ar v er ða a fh en di r h já B T S m ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . SENDU SMS JA CBF Á NÚMERIÐ 1900! ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR TVO. VINNINGAR ERU B ÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR OG M ARGT FLEIRA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.