Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 5. október 2006 FRAKKLAND, AP Franskir læknar hafa undirbúið sig og læknavísindin undir geimferðir framtíðarinnar með því að gera litla aðgerð á manni í þyngdarleysi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem nokkur maður hefur verið skorinn upp við þær kringum- stæður. Aðgerðin fólst í að fjarlægja litla blöðru af framhandlegg 46 ára karl- manns og fór „nákvæmlega eins og við áttum von á,“ sagði Dominique Martin yfirlæknir við blaðamenn að aðgerð lokinni. Hann bætti við að allt benti til þess að hægt verði að nota vélmenni eða fjarstýrðan tölvu- búnað til að skera fólk upp í geim- förum. Skurðstofan var sett upp í Airbus 300 Zero-G flugvél sem tók 25 djúp- ar dýfur til að framleiða nær þyngd- arleysi innan vélarinnar. Hver dýfa varaði í 22 sekúndur og unnu skurð- læknarnir fimm eingöngu meðan á þeim varði. Flugið sjálft tók um þrjá tíma, en aðgerðin eingöngu ellefu mínútur – eða svipaðan tíma og hún hefði tekið á jörðu niðri. Læknarnir og sjúklingurinn voru bundnir niður og seglar notaðir til að koma í veg fyrir að skurðhnífar flytu um loftið. Eftir að gulleit blaðr- an, sem var illkynja, var skorin af, flaut hún í burt frá sjúklingnum. Læknarnir höfðu þó fest band í hana svo hún komst ekki langt. Undirbúningur aðgerðarinnar tók þrjú ár, en hún er hluti af víð- tækari rannsókn á uppskurðum við þessar aðstæður. Áður höfðu lækn- arnir framkvæmt mun nákvæmari skurðaðgerð á hala rottu, og sagði Martin þessa aðgerð hafa verið afar einfalda í samanburði. Sjúklingurinn var valinn vegna áhuga hans á teygjustökki, sem gerir hann vanan breytingum í þyngdaraflinu, að sögn talsmanns sjúkrahússins sem Martin vinnur hjá. smk@frettabladid.is Skáru upp í þyngdarleysi Fyrsta skurðaðgerðin á manneskju í þyngdarleysi var gerð í síðustu viku. Þykir hún mikið afrek og vera góðs viti fyrir læknavísindi framtíðarinnar. ÞYNGDARLAUS UPPSKURÐUR Vísindamenn fylgdust áhugasamir með læknunum, sem voru bundnir niður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Í september voru fluttar inn vörur fyrir 30 milljarða króna en út fyrir sem nemur 22,3 millj- örðum samkvæmt bráðabirgðatöl- um sem Hagstofan birti í gær. Útflutningur hefur aukist tölu- vert frá því í ágúst þegar hann mældist 16,6 milljarðar króna. Innflutningur hefur líka aukist lítillega. Vöruskiptahallinn í september nemur því 7,7 milljörðum króna fyrir september og minnkar milli mánaða en í ágúst mældist hann 11,7 milljarðar. Í september í fyrra nam hallinn 68,6 milljörðum króna. Í Vegvísi Landsbankans segir að líklegt sé að vöruskiptahallinn lækki áfram milli mánaða. Þegar sé farið að draga úr innflutningi vegna stóriðjufjárfestinga sem og innflutningi neysluvara. Að auki muni útflutningur áls verða meiri á næstu mánuðum en áður. Krónan hefur verið að styrkj- ast að undanförnu. Það má hugs- anlega að einhverju leyti rekja til talna um viðskiptahalla. Þó er lík- legast að styrkinguna megi að mestu leyti rekja til aukinnar krónubréfaútgáfu. Krónan styrktist þriðja daginn í röð í gær og hefur hún styrkst um 11,6 prósent frá því í lok ann- ars ársfjórðungs. - hhs Nýjar bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands: Hallinn minnkar á milli mánaða UMHVERFISMÁL Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri hvetur nemendur og starfsfólk skólans til að nota aðra fararkosti en bílinn til að komast leiða sinna í dag. Þetta er gert í þeim tilgangi að benda á kosti þess að stunda nám á Akureyri þar sem samgöngur eru góðar og vegalengdirnar innan- bæjar stuttar. Strætisvagnar Akureyrar munu fella niður fargjöld fyrir nemendur Háskólans í dag. Félag stúdenta vill einnig með þessu benda á hollustu reglulegrar hreyfingar og á þá staðreynd að heilbrigt líferni sé undirstaða góðs námsárangurs. - hs Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri: Bíllinn skilinn eftir HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Starfsfólk og nemendur skólans eru hvött til að skilja bílinn eftir heima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.