Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 5. október 2006 7
Í GARÐINUM HEIMA
HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM
ALLAN GRÓÐUR HEIMILANNA
Þegar haustregnin hafa barið niður
það sem eftir var af sumarblómunum
og prakt fjölæru plantnanna orðin
svipur hjá sjón, þá tekur við nýr tími
í garðinum. Nú þarf að raka saman
föllnu laufi og setja það í nettum
lögum á milli trjáa, runna og fjölæru
plantnana, en kannski ekki síst ofan
á beðin þar sem við höfum gróður-
sett haustlaukana. Og það er einmitt
núna sem við gerum það. Þeir munu
gera sig klára þarna ofan í moldinni í
haust, tilbúnir að skjóta upp blöðum
og blómum þegar vorar aftur á ný.
Fáar tegundir en mikið úrval
Í stórum dráttum eru haustlaukarnir
flokkaðir í þrjá hópa eftir því hvernig
þeir haga sér í garðinum og hvernig
þeir eru notaðir. Til „ýmissa smálauka“
teljast allir smágerðir laukar sem
plantað er í smábletti hér og hvar
– eiginlega alls staðar þar sem við
finnum fyrir þá pláss. Þeir eru líka
lágvaxnir. Af þessu tagi eru til dæmis
vetrargosar, vorboðar, snæstjarna
og stjörnulilja. Flestir krókusar líka.
Þessir laukar koma upp ár eftir ár og
magnast og margfaldast ár frá ári. Það
sem þeir þurfa er hæfileg moldarhula,
svo sem sjö til átta sentimetrar, og að
öðru hverju sé því sinnt að grisja þá
þegar fer að þrengjast um plönturn-
ar. Í öðrum hópi eru svo túlipanar
og páskaliljur. Þetta eru tegundir
sem allir þekkja og njóta líklega
mestra vinsælda, svona almennt.
Þessir laukar þurfa að fara um tíu til
fimmtán sentimetra ofan í moldina.
Og þeir dafna best í frjórri og hæfilega
rakri garðmold. Þegar þeir eru lagðir
er mjósti hluti þeirra, totan, látin
vísa upp. Einn hópurinn enn er svo
mismunandi stórir laukar af nokkuð
hávöxnum tegundum. Þær taka sig
oftast best út sem smáhópar með
þrem til tíu-fimmtán plöntum sem oft
er beitt sem einskonar undirstrikun
við eitthvað sem við viljum vekja
sérstaka athygli á í garðinum.
Túlipanarnir – tilkomumiklir
Án efa eru það túlipanarnir sem hafa
vinninginn í eintakafjölda haust-
laukainnkaupanna. Af þeim eru til
nokkrir flokkar með mismunandi
hæð og blómgunartíma. Og hæð og
blómgunartími túlipananna helst í
hendur: Lágvaxnir túlipanar blómgast
fyrr en hávaxnir. Þess vegna er hægt
að planta saman túlipönum af
lágvöxnum og hávöxnum sortum.
Þá tekur hver við af annari. Láta þá
fyrstu byrja í lok apríl eða byrjun
maí og þá síðustu standa í blóma
um tveim mánuðum síðar. Blómlitir
túlipananna ná eiginlega yfir allan
skala blómalitanna. Þó eru þeir ekki
til heiðbláir og „svartir“ túlipanar eru
eiginlega dimm-rauðfjólubláir þegar
grant er skoðað. Bil milli einstakra
lauka þarf að vera um 12-15 cm. En
þar sem blandað er saman túlipana-
flokkum geta þeir staðið mun þéttar,
sé þess bara gætt að þessu bili sé
haldið fyrir hverja sort. Túlipanar njóta
sín ágætlega í hnöppum með tíu til
fimmtán í hverjum. Tilkomumestir
eru þeir þó í stærri breiðum með
hundrað laukum á fermetra. Túlipanar
endurnýja sig árlega, en ná yfirleitt
ekki þeirri stærð sem þarf til að skila
sama blómflúri seinna sumarið. Til
þess þarf sumarið að vera fremur milt
og langt. Þó kemur það fyrir að sömu
túlipanarnir blómgist árum saman
á sama stað. En ef við viljum halda
sömu gæðum að staðaldri ár eftir
ár, borgar sig að skipta laukunum út
árlega.
Páskaliljur – praktuglegar
Þrátt fyrir nafnið blómgast páskaliljur
sjaldnast um páskana hér á landi.
Þeirra tími er oftast ekki fyrr en í
áliðnum maímánuði og vel fram undir
Jónsmessuna. Eins og hjá túlipönum
er páskaliljum raðað í nokkra flokka
eftir gerð. Afbrigðafjöldinn er ótelj-
andi, þótt að í almennri sölu og dreif-
ingu manna á milli sé reynt að halda
úrvalinu í skefjum, enda er í sjálfu
sér ekki svo mikill munur á þeim.
Þó eru til ýmsar formgerðir. Flestar
eru þær gular, rjómagular eða hvítar.
Páskaliljur bera lútandi blóm og eru
fremur stórblóma. En smávaxnari
tegundir njóta líka vinsælda, eins og
t.d. hin netta ‚Tete-a-tete‘ sem mest er
í umferð sem pottaplanta um páska-
leytið, en er líka fyllilega harðgerð í
görðum. Páskaliljur fara vel í hnöpp-
um, nokkrar saman eða í stórum og
dreifðum breiðum þar sem rými leyfir.
Bilið milli lauka þarf að vera um 15
sentimetrar. Laukarnir eru fjölærir og
blómgast á sama stað árum saman,
sé jarðvegur þeim hagstæður.
Haustlaukarnir - niður nú!
Alberdoorn túlipanar
PARKET & GÓLF
ÁRMÚLI 23
108 REYKJAVÍK
SÍMI: 568 1888
WWW.PARKETGOLF.IS
PARKET@PARKETGOLF.IS
ÁRATUGA ÞEKKING, ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF
FINNSKIR
DAGAR
ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR AF
GÓLFEFNUM FRÁ FINNLANDI
PARKET & GÓLF
SPENNANDI KAUPAUKAR
Ef þú verslar gólfefni frá Finnlandi á finnskum
dögum í Parket & gólf hefur þú möguleika að vinna
spennandi kaupauka. Aðalvinningurinn verður dreginn
út i beinni útsendingu á Bylgjunni í lok október.
ka
ld
al
jó
s
20
06
1. Dekurferð til Finnlands fyrir tvo
2. Vandaðir Nokia símar
3. Glæsileg Nokia stígvél
Fisléttar - Harðar - Sterkar
Léttustu ferðatöskurnar
Pantanir óskast sóttar.
Smáralind, sími 5288800,
www.drangey.is
Bjútý“ taska
algjör snilld
5 ára ábyrgð
LAURA ASHLEY
Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 551-6646