Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 5. október 2006 3 Bókaútgáfa og diskókjólar á tískuviku í Mílanó. Diskóið sveif yfir vötnum á nýlegri tískusýningu í Mílanó þar sem sýnd voru föt úr vor og sumar- línu Gucci. Stuttir beinir kjólar með skemmtilegum mynstrum voru áberandi í línunni og gætir þar töluverðra áhrifa frá sjöunda áratugnum. Maður gæti vel séð fyrir sér Twiggy dansa um í hinum fjólubláu og silfurlitu kjólum hér í denn. Á tískusýningunni var boðið upp á súkkulaði og kampavín og söngvarinn John Legend steig á svið. Var þetta að nokkru leyti í til- efni af útgáfu bókarinnar Gucci by Gucci þar sem farið er yfir sögu hönnuðarins og fyrirtækis- ins. Bókin kemur í verslanir Guccis síðar á árinu. Gucci aftur til fortíðar í Mílanó Litríkt og ermalaust Fjólublátt og flott Módel sýnir fallegan kjól í anda sjöunda áratugarins úr vor og sumarlínu Gucci. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Stígvélaði kötturinn Raymond Massaro Haustið er komið og nú nálgast tími leðurstígvélana sem eiga betur við í misjöfnu haustveðri, meira að segja hér í París þar sem haustrigningarnar standa sem hæst. Reyndar eru stígvél í tísku um þessar mundir, meira en nokkru sinni fyrr. Skemmst er að minnast þeirra úr sumar- tískunni sem ekki er algengt. Í vetrartískunni eru þau úr leðri, krókódíla- og slönguskinni, með loðfóðri og svo mætti áfram telja. Stígvélunum hefur sömu- leiðis bæst öflugur liðsauki, reyndar ekki alveg nýr af nál- inni, í fótabúnaði sem nær upp á mið læri (cuissardes). Áður var það ofureðlilegt að láta smíða á sig skó. Þaðan kemur orðið skósmiður að sjálfsögðu. Nú heyrir það til undantekninga enda verðið langt frá því að keppa við fjöldaframleidda kín- verska skó sem flæða um allt. Raymond Massaro er sonur og sonarsonur skósmiðs og án þess að taka of sterkt til orða sá besti í Frakklandi. Hann er sá síðasti í röðinni því enginn úr fjölskyldunni mun taka við eftir hans dag. Tískuhúsið Chanel hefur þó bjargað arfleiðinni og er nú eigandi Massaro-skómíða- stofunnar. Massaro smíðar fyrir marga af frægustu tískuhönnuð- um hér í landi, svo sem Christian Lacroix, John Galliano, Gian- franco Ferré og framleiðir skó fyrir hátískusýningar Chanel. Auk þess leita fjölmargir við- skiptavinir beint til Massaros til að láta smíða á sig skó eftir máli. Aðferðirnar hafa ekkert breyst í gegnum árin. Skórinn er saum- aður á trémót sem hefur verið skorið út eins og skúlptúr, frum- mynd sniðin úr afgangsleðri en hinn eiginlegi skór er ekki fram- leiddur úr hinu besta leðri fyrr en eftir fyrstu mátun viðskiptavin- arins á frumeintakinu. Heildar- vinnutími við hvert skópar er um fjörutíu stundir. Um 1930 voru um 300 við- skiptavinir hjá Lazare Massaro sem oftast keyptu þrjú skópör á ári. Meðal þeirra voru greifynj- an af Windsor, Elizabeth Taylor, Marlene Dietrich og Romy Schneider svo nokkrir séu nefnd- ir. Í dag hefur sonarsonurinn um 3000 viðskiptavini sem flestir kaupa þó aðeins eitt par á ári. Verkstæðið er við Rue de la Paix, í göngufæri við tískuhús Chanel við Cambon-götu. Þar hannaði Massaro hinu frægu drapplituðu skó með svörtu silkitánni 1958, ásamt mademoiselle Chanel, skó sem æ síðan hafa verið endur- hannaðir í ýmsum myndum. Massaro hannaði að vanda skó fyrir hátískusýningu Chanel vet- urinn 2006-7 í júlí síðastliðnum. Í þetta sinn voru það stígvél upp á mið læri sem fóru vel við stuttu kjólana, meira að segja brúðurin var í slíkum stígvélum, gerðum af Raymond Massaro. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Hönnun frá níunda og tíunda áratugnum nýtur vinsælda. Þótt tískufrömuðurinn Hervé Léger taki ef til vill ekki þátt í tískuvik- unni í París að þessu sinni er hönn- un hans aftur í sviðsljósinu. Hönnuðir frá fatamerkjum á borð við Proenza Schouler og Christopher Kane hafa augljóslega sótt í smiðju Léger með svokölluð- um sáraumbúða-klæðnaði sem Léger gerði meðal annarra frægan á níund og tíunda áratugnum. Ekki skemmir fyrir að stór- stjörnur á borð við söngkonuna Beyoncé sýnt línurnar í ósviknum Hervé Léger-klæðnaði á rauða dreglinum. Sáraumbúða- klæðnaður Beyoncé er ein þeirra stjórstjarna sem hafa látið sjá sig í „sáraumbúða- klæðnaði“ að undanförnu. Flatahrauni 5a á móti Iðnskólanum Opið 13-19 virka daga og 13-17 laugardaga og sunnudaga. Aðeins 4 verð 500 1500 3000 og 5000 Lagersala Euro sko SPÖNGINNI S: 587 0740 MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.