Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 2
2 5. október 2006 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Drengirnir tveir sem fóru ránshendi um landið fyrir nokkru síðan eru grunaðir um innbrot í allt að tíu bústaði í umdæmi lögreglunnar í Borgar- nesi. Þeir eru einnig grunaðir um ýmis afbrot á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu, á Húsavík og á Selfossi. Að sögn varðstjóra lögreglunn- ar var litlu stolið úr bústöðunum en töluverðar skemmdir unnar á þeim. Drengirnir, sem eru fæddir 1988 og 1985, voru fyrir nokkru úrskurðaðir í síbrotagæslu til 20. október. - þsj Slóð þjófagengis skýrist: Brutust inn í tíu sumarhús SPURNING DAGSINS Andri, hefurðu hugleitt að setja upp slaufuna? Nei, ég held ég haldi mig við bindin. Andri Óttarsson tók við af Kjartani Gunnarssyni sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins í gær, en Kjartan er þekktur fyrir að vera með slaufu. STJÓRNMÁL Átta þingmenn úr þremur flokkum vilja að gerð verði faraldsfræðileg rannsókn á mögulegum áhrifum rafsegul- sviðs farsíma og rafsegul- bylgna á mannslíkam- ann. Rannsókn- in verði framkvæmd á næstu tíu árum og niðurstöðum hennar skilað fyrir 1. október 2017. Flutnings- menn, sem skilgreina rafsegulsvið sem mengun, telja vert að skoða hvort nýgengi krabbameins í heila, gláku og annarra augn- skemmda hafi aukist síðan noktun farsíma hófst. Þingsályktunartillaga um rannsóknina er nú lögð fram á þingi öðru sinni. - bþs Þingmenn vilja rannsókn: Áhrif farsíma á fólk verði könnuð DRÍFA HJARTAR- DÓTTIR SJÁLFSTÆÐ- ISFLOKKI Fyrsti flutningsmaður tillögunnar. DÓMSMÁL Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið úrskurðað- ur í farbann eftir að kona kærði hann fyrir hrottalega nauðgun og annað líkamlegt ofbeldi. Atburðurinn átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 10. sept- ember. Konan hafði farið út að skemmta sér, hitt manninn á skemmtistað og farið heim með honum, ásamt fleira fólki, undir morgun. Maðurinn bað hana að koma með sér inn í herbergi, réðst síðan að henni, beitti hana miklu ofbeldi og hafði síðan við hana har- kalegt samræði gegn vilja hennar, að því er kemur fram í greinar- gerð lögreglu. Konan kærði atburð- inn og fór á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis að kvöldi sunnudagsins. Samkvæmt réttarlæknisfræðilegri skoðun var konan með mikla áverka og eymsli í andliti og á líkama. Hún fór aftur í skoðun daginn eftir þar sem ekki reyndist unnt að ljúka skoðun á sunnudag vegna mikilla eymsla. Maðurinn játaði að hafa haft samfarir við konuna, en kvað það hafa verið að hennar frumkvæði. Hann var í Héraðsdómi Reykja- víkur úrskurðaður í gæsluvarð- hald. Hann kærði til Hæstaréttar sem hnekkti úrskurðinum, þar sem rannsóknarhagsmunir gæfu ekki tilefni til gæsluvarðhalds. Maður- inn, sem er portúgalskur og hefur verið búsettur hér á landi er í far- banni, að sögn Helgu Leifsdóttur hdl. réttargæslumanns konunnar. - jss Portúgali, búsettur í Reykjavík, kærður fyrir hrottalegt kynferðisofbeldi: Í farbanni vegna nauðgunar STJÓRNMÁL Alþingi samþykkti í gærkvöldi lög sem aflétta þagnarskyldu opinberra starfsmanna á málum er varða öryggi Íslands á árunum 1945-1991. Lögin ná einnig til opinberra starfsmanna sem látið hafa af störfum. Forsætisráðherra skipaði í júní nefnd til að gera tillögu um tilhögun á frjálsum aðgangi fræðimanna að opinberum gögnum um öryggismál. Samkvæmt lögunum, sem samþykkt voru í gærkvöldi, skal nefndin hafa frjálsan aðgang að öllum gögnum í vörslu stjórnvalda sem snerta öryggismál Íslands, innra og ytra öryggi, á tímum kalda stríðsins. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en meðflutningsmenn voru þingflokksformenn allra flokka. Sólveig sagði mikilvægt að lögin næðu fram að ganga svo nefnd forsætisráðherra gæti sinnt störfum sínum. Henni er ætlað að kanna hvaða stjórnvöld hafa gögn um öryggismál í fórum sínum og gera könnun á þeim. Opinberum starfsmönnum er gert skylt að svara fyrirspurnum nefndarinnar um verklag við öflun, skráningu og varðveislu upplýsinga um öryggismál. Sjálfir verða nefndarmenn bundnir þagnarskyldu um viðkvæmar einkalífsupplýsingar og upplýsingar um öryggismál sem varða virka öryggis- eða varnarhagsmuni. - bþs Alþingi samþykkir lög um aðgang að gögnum um öryggi á tímum Kalda stríðsins: Trúnaði um öryggismál aflétt SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Forseti Alþingis var fyrsti flutnings- maður frumvarps um aðgang að upplýsingum um öryggismál. Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Úrskurð- aði manninn í farbann eftir að hann hafði verið kærður fyrir nauðgun. VIÐSKIPTI Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, keypti í gær hlutabréf í Dagsbrún fyrir fjögur hundruð milljónir króna. Seljandi bréfanna var Fjárfest- ingafélagið Selsvör sem var í eigu hennar, Árna Haukssonar og Gunnars Smára Egilssonar, fyrrverandi forstjóra Dagsbrún- ar. Selsvör á nú engin bréf í félaginu. Þórdís keypti einnig hlutabréf í félaginu í síðasta mánuði, en þá nam kaupverðið tæpum 335 milljónum króna. Dagsbrún er eigandi 365, útgefanda Fréttablaðsins. - eþa Stjórnarformaður Dagsbrúnar: Kaupir fyrir 400 milljónir FRAMKVÆMDIR „Umfang fram- kvæmda á vegum ríkisins er í sjálfu sér ekki það mikið en kannski hefði verið æskilegra að fá þessi skilaboð ekki á þessum tímapunkti. Það hefði verið betra að þetta væri enn í biðstöðu um sinn því það skiptir máli að menn séu samstiga þannig að Seðlabank- inn og fjármálaráðuneytið gangi í takt að þessu leyti,“ segir Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins um yfirlýsingu forsætisráðherra um að ríkisstjórnin hætti við að fresta framkvæmdum. „Ef fjármálaráðuneytið spáir því að verðbólga sé svo mikið á niðurleið þá veltir maður vöngum yfir því hvort óhætt sé að hætta við og setja verkin í gang aftur. Það er spurning hvort Seðlabank- inn hafi sama skilning á stöðunni og hvort bankinn sé tilbúinn til að hefja vaxtalækkunarferilinn og ganga í takt með ríkisstjórninni,“ segir hann. Vilhjálmur bendir á að fram- kvæmdir ríkisins nemi ekki háum fjárhæðum og því skipti tölurnar sem slíkar ekki miklu máli. Skila- boðin skipti meira máli. „Í þessu felast sterk og afgerandi skilaboð frá ríkisstjórninni og því vildi ég gjarnan sjá að ríkisstjórnin og Seðlabankinn gengju í takt,“ segir Vilhjálmur og telur að gengið verði hærra en annars og verð- bólgugusa komi fram í lok næsta árs eða byrjun þarnæsta fari Seðlabankinn í þveröfuga átt við ríkisstjórnina. „Ég verð að viðurkenna að ég hrökk svolítið við þegar ég heyrði að það væri búið að aflýsa hættuá- standinu,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri Alþýðu- sambands Íslands. „Verðbólgan er tæplega átta prósent sem er þri- svar sinnum meira en verðbólgu- markmið Seðlabankans þannig að það er dálítið snemmt að aflýsa ástandinu. Það hefur verið stöðug- ur órói í efnahagskerfinu og það er greinilega markmið ríkisstjórn- arinnar að svo haldist áfram. Í því felist stöðugleikinn,“ segir hann og telur yfirlýsinguna bera þess merki að kosningavetur sé að hefj- ast. Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar, segir að miðað við spár KB banka og fjármálaráðuneytisins minnki hagvöxtur og dragist jafnvel saman. ghs@frettabladid.is Stöðugleikinn felist í stöðugum óróa Stöðugur órói hefur verið í efnahagskerfinu og greinilega markmið ríkisstjórn- arinnar að þannig verði áfram, að mati ASÍ. „Í því felist stöðugleikinn.“ Fram- kvæmdastjóri SA vill að Seðlabankinn og fjármálaráðuneyti gangi í takt. BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti beitti sér í gær gegn botnvörpuveiðum, sem og öðrum veiðum. Tilkynning Bandaríkjaforseta barst daginn fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem fjallað verður um hugsanlegt bann við botn- vörpuveiðum á alþjóðlegum hafsvæðum. Umhverfisverndarsinnar hafa löngum haft horn í síðu þessara veiða, sem íslenskir togarar stunda gjarnan. „Það má líkja þessari veiðiaðferð við að höggva niður öll trén í skóginum til þess að ná íkorna,“ ssegir Joshua Reichert, talsmaður náttúruvernd- arsamtakanna Pew Charitable Trust. Íslendingar mótmæla banninu, ásamt Rússum og Spánverjum. - smk Botnvörpuveiðar: Bush vill banna botnvörpu GRÆNFRIÐUNGAR FYRIR Grænfriðungar reyndu að stöðva þennan eistneska togara frá botnvörpuveiðum í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Atlantsolía lækkaði bensínverð um 1,5 krónu í gærkvöld. Bensínlítrinn kostar nú 115,9 krónur og hefur lækkað um rúmar 15 krónur síðan um miðjan júlí. Þetta er þriðja bens- ínlækkun fyrirtækisins á mánuði. ELDSNEYTISVERÐ Bensínlítrinn lækkar í verði VEGAFRAMKVÆMDIR Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir yfirlýsingu forsætisráðherra um að hætt verði við að fresta framkvæmdum fela í sér sterk og afgerandi skilaboð. Betra hefði verið að fá þessi skilaboð á öðrum tímapunkti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.