Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 12
12 5. október 2006 FIMMTUDAGUR MENNING Þrír hlutu styrki úr Minn- ingarsjóði frú Stefaníu Guðmunds- dóttur sem veittir voru fyrir leik- árið 2005 til 2006 á mánudagskvöld. Grétar Reynisson leiktjaldahönn- uður, Baltasar Kormákur leikstjóri og Gunnar Eyjólfsson leikari hlutu allir 400 þúsund króna styrk. Frú Stefanía, sem er talin hafa verið einn stórbrotnasti sviðslista- maður Íslands á fyrri hluta 20. aldar, hefði orðið 130 ára á þessu ári. „Því var ákveðið veita þeim 25 leiklistarmönnum sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum minjagrip sem við köllum Stefaníustjakann,“ segir Kjartan Borg, formaður stjórnar sjóðsins. - sdg Minningarsjóður Frú Stefaníu veitir þrjá 400 þúsund króna styrki: Leiklistarfólk hlýtur stuðning GRÉTAR REYNISSON, GUNNAR EYJÓLFSSON OG BALTASAR KORMÁKUR Þremenning- arnir hlutu styrki fyrir vinnu sína við uppsetningu á Pétri Gaut. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SVEITARSTJÓRNARMÁL Samfylkingin í Reykjavík lagði það til á fundi borgarstjórnar í gær að borgar- stjóri myndi hefja viðræður um flutning á málefnum aldraðra, fatlaðra og heilsugæslu frá ríki til borgarinnar. Björk Vilhelmsdóttir borgar- fulltrúi segir að almennur vilji sé meðal sveitarstjórnarfólks að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Flutningur á málum aldraðra sé einnig á stefnuskrá félags eldri borgara. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri lagði til að tillögunni yrði vísað til stjórnkerfisnefndar. - ss Samfylkingin í Reykjavík: Nærþjónusta til borgarinnar FLÓÐ Í FRAKKLANDI Vegfarandi veður vatnið á götu í bænum Ramberviller í Vogesa-fjöllum í Austur-Frakklandi í gær. Mikil úrkoma hefur verið á þess- um slóðum að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI SUÐUR-KÓREA, AP Nágrannar Norð- ur-Kóreu héldu í gær áfram að bregðast harkalega við yfirlýsingu ríkisstjórnar kommúnistaríkisins á þriðjudag um að tilraunir með kjarnorkuvopn yrðu gerðar á næst- unni. Kínverjar og Bandaríkjamenn hvöttu til stillingar, en Japanar fóru fram á snögg og ákveðin viðbrögð Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem fundaði í gær fyrir lokuðum dyrum um fyrirætlanir Norður- Kóreu. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ hvatti í gær til þess að aðildar- lönd öryggisráðsins hittust „til að þróa samhangandi stefnu sem sann- færir þá um að það sé ekki í þeirra þágu að prófa kjarnorkuvopn“. Fastafulltrúi Kína, Wang Guang- ya, sagðist telja að áframhaldandi samningaviðræður fimm stórþjóða við Norður-Kóreu, sem hafa verið árangurslitlar undanfarið, væri betri lausn heldur en að öryggis- ráðið gangi í málið. Nýr forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, sagði hins vegar að þjóð sín gæti „hreint ekki sætt sig við“ kjarnorkuvopnatilraunir nágrannaþjóðar sinnar, og studdu Frakkar Japana í umleitun eftir skjótum viðbrögðum öryggisráðs- ins. Norður-Kóreumenn, sem hafa löngum sagst eiga kjarnavopn, hafa hingað til ekki prófað þau svo að vitað sé. Í tilkynningunni sem utan- ríkisráðuneyti Norður-Kóreu sendi frá sér sagði að tilraunirnar yrðu gerðar á öruggum stað undir strangri stjórn vísindamanna. Tilraunirnar munu verða gerðar í þeim tilgangi að styrkja varnir landsins gegn því sem kallað var aukinn fjandskapur Bandaríkj- anna. Bandaríkin og Kína eru meðal fimm þjóða heims sem viðurkenna opinberlega að eiga kjarnorkuvopn. Hinar eru Frakkland, Rússland og Bretland. Einnig þykir ljóst að Pak- istan og Indland eigi kjarnorku- vopn, og grunur leikur á að Ísrael og Norður-Kórea búi einnig yfir kjarnorkuvopnum. smk@frettabladid.is Brugðist við hótun- um Norður-Kóreu Kína og Bandaríkin vilja að farið verði með gát að Norður-Kóreu, en Japanar vilja tafarlaus afskipti Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kóreumenn ætla að prófa kjarnavopn á næstunni, en engin dagsetning hefur verið tilkynnt. FYRIRÆTLUNUM NORÐUR-KÓREU MÓTMÆLT Suður- Kóreumenn mótmæltu opinberlega í gær fyrirætlunum nágrannaþjóðar sinnar, Norður-Kóreu, um að prófa kjarnorkuvopn. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur ekki gefið upp hvenær fyrirhugaðar tilraunir muni fara fram, en lofar að þær verði gerðar undir ströngu eftirliti vís- indamanna við öruggar aðstæður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP WASHINGTON, AP Tekið er að hitna undir Denis Hastert, leiðtoga repúblikana í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings, vegna gagnrýni eigin flokksmanna á hvernig hann hefur tekið á hneykslismáli þingmanns- ins Marks Foley. Foley, sem sagði skyndilega af sér þingmennsku í lok síðustu viku, hefur innritast á meðferðar- stofnun fyrir áfengissjúklinga. Hann sætir lögreglurannsókn vegna tölvusamskipta við vika- pilta á Bandaríkjaþingi. Foley hafði sent piltunum, sem eru á unglingsaldri, ýmis dónaleg skila- boð. „Ég trúi því fastlega að ég sé áfengissjúklingur og hef fallist á nauðsyn þess að gangast þegar í stað undir meðferð við áfengis- sýki og öðrum hegðunarvand- kvæðum,“ sagði Foley í yfirlýs- ingu, sem hann sendi frá sér á mánudag. „Ég iðrast sárt og tek á mig fulla ábyrgð á þeim skaða sem ég hef valdið,“ sagði einnig í yfirlýsingunni. Demókratar á þinginu segja að flokksfélagar Foleys hafi hugs- anlega vitað af athæfinu mánuðum saman án þess að gera neitt í málinu. Þess í stað hafi Hastert, sem er þingforseti fulltrúadeildarinnar, lagt allt kapp á að halda málinu leyndu svo repú- blikanar tapi ekki þingsætinu í kosningum í nóvember. - gb/aa Hneyksli skekur Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum: Segir af sér og fer í áfengismeðferð MARK FOLEY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.