Fréttablaðið - 05.10.2006, Side 82

Fréttablaðið - 05.10.2006, Side 82
 5. október 2006 FIMMTUDAGUR46 Auðunn Blöndal er að ljúka tökum á þáttunum Tekinn. Í vikunni hrekkti hann Pál Magnússon útvarpsstjóra og Fréttablaðið fékk að fylgjast með. Eins og flestir vita er spéfuglinn Auðunn Blöndal, eða Auddi eins og hann er gjarnan kallaður, að fara af stað með nýja þáttaröð næstkom- andi mánudag sem ber nafnið Tek- inn, og er af sama meiði og þættir leikarans Ashton Kutcher, Punk‘d. Í þáttunum tekur Auðunn upp á því að hrekkja þjóðþekkta einstaklinga og setja þá í einkennilegar aðstæð- ur. Fréttablaðið fékk að fara og fylgjast með Audda og félögunum þar sem þeir voru að taka upp tíunda hrekkinn í þessari tólf þátta seríu. Fórnarlambið var Páll Magn- ússon útvarpsstjóri og voru þeir félagar vandlega búnir að skipu- leggja hrekkinn enda er það nokkr- ar vikna umstang að skipuleggja einn hrekk að sögn Auðuns. „Það er rosaleg vinna að skipu- leggja hvern einn og einasta hrekk. Við þurfum að fá nágranna, fjöl- skyldu og vini með okkur í lið til þetta heppnist sem best,“ segir Auddi en í þetta sinn var það eigin- kona Páls, Hildur, sem tók þátt í hrekknum og var búin að plata Pál heim til sín um miðjan dag. Auddi var síðan búinn að skipuleggja það að risastórum gámi var plantað í innkeyrslu Páls. Gámurinn átti að sögn starfsmanns frá gámafélag- inu og leikara á Audda vegum að innihalda 22 stóla sem kona Páls hafði pantað á netinu. Hildur var búin að segja Páli að hún hafði pantað tvo stóla á netinu þannig að heill gámur af stólum var ekki alveg það sem hann hafði hugsað sér. Einnig blandaðist tollgæslan inn í málið þar sem Páll var sakað- ur um að hafa ekki borgað skatt af þessum forláta stólum. Viðbrögð Páls voru eftir atvikum en eftir- málunum verða áhorfendur að fylgjast með í þættinum „Þetta hefur gengið vonum framar og eiginlega alveg stór- slysalaust,“ segir Auðunn um tökur þáttanna sem mun ljúka í dag. alfrun@frettabladid.is Auddi hrekkir útvarpsstjóra TEKINN Auðunn búinn að klæða sig upp í tollgæslubúning áður en hann úrskýrir fyrir Páli að hann var Tekinn. VEL FYLGST MEÐ Auddi tekur, heyrir og sér allt sem fer fram á meðan á hrekknum stendur og segir hann leikurunum hvað þeir eiga að segja enda er þetta allt saman spuni og fer allt eftir viðbrögðum fórnarlambsins. NÁÐU SÁTTUM Það færðist bros yfir andlit Páls Magnússonar þegar hann áttaði sig á að þetta var allt saman grín. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÁGRANNAHÚSIÐ TEKIÐ HERS HÖNDUM Auðunn fylgdist vel með úr húsinu beint á móti Páli. Nemendafélag Menntaskólans í Reykjavík bryddaði upp á þeirri skemmtilegu nýjung að stilla nemendum upp í glugga verslun- ar Sævars Karls sem lifandi gínum. Þetta var liður í árshá- tíðarundirbúningi skólans sem haldin verður 12. október næst- komandi. Uppátækið féll vel í kramið hjá vegfarendum í Bankastræti og kom mikill fjöldi saman og fylgdist með nemendum skólans taka sporið í búðarglugganum. Það er spurning hvort fleiri verslanir fari ekki að taka upp á þessu enda er þetta skemmtileg nýbreytni í útstillingum versl- ana. - áp Lifandi gínur úr MR PÓSA Þessi stelpa lét ekki mannfjöldann á sig fá og stóð grafkyrr í búðargluggan- um til að sýna nýjustu tísku. Eins og sjá má voru nokkrir drengir búnir að stilla stólum fremst við gluggann til að hafa sem best útsýni. FLOTTUR SNÚNINGUR Þessi leyfði áhorfendum að sjá fatnaðinn frá öllum sjónarhornum og tók nokkur vel valin spor fyrir áhorfendur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Stjarnan úr sjón- varpsþáttunum sálugu Beverly Hills 90210, Tori Spelling, á von á sínu fyrsta barni. Barnsfaðir henn- ar og nýbakaður eiginmaður er Dean McDermont en hann á fyrir átta ára gamlan son. Hjónakornin eru himinlifandi með þessa nýj- ustu viðbót í fjöl- skylduna en þau giftu sig í maí á þessu ári í lítilli athöfn á Fiji-eyjum. Tori Spelling er dóttir framleið- andans Aarons Spelling sem lést á dögunum áttræður að aldri. Tori ófrísk TORI SPELLING Á von á sínu fyrsta barni með manninum sínum Dean McDermont Talið er að söngkonan Madonna muni á næstunni ættleiða litla stúlku frá Afríkuríkinu Malaví. Fetar hún þar með í fótspor leik- konunnar Angelinu Jolie sem hefur þegar ættleitt tvö börn, annað frá Afríku og hitt frá Asíu. Madonna er um þessar mundir stödd í Malaví þar sem hún sinnir mannúðarstörfum, en mikil fátækt er þar í landi. Verði ættleiðingin að veruleika verður stúlkan þriðja barn Madonnu. Madonna ættleiðir MADONNA Söngkonan heimsfræga er sögð ætla að ættleiða unga stúlku frá Malaví. Britney Spears segist vonast til þess að hún geti látið hugaróra sína rætast í næsta mynd- bandi sínu en þeir þurfa ekki að koma neinum á óvart, poppdrottninguna dreymir um að skjóta eitt stykki pap- arazzi-ljósmyndara. Frétta- vefurinn contactmusic.com greinir frá þessu en eins og flestum ætti að vera kunnugt er Spears nú í leyfi frá tónlistinni enda nýbúin að eignast sitt annað barn, Sutton Pierce. Líklegt þykir hins vegar að Spears snúi aftur á næstu misserum enda þarf einhver að brauðfæða heimilið því hvorki hefur gengið né rekið hjá eigin- manni hennar, Kevin Federline. „Í næsta myndbandi verð ég kannski lögga og fæ að skjóta á heilan her af paparazzi-ljós- myndurum,“ sagði Spears sem er hreint ekki ánægð með fram- ferði eiginmannsins. Aðeins þrjár vikur eru síðan sonur þeirra fædd- ist en Kevin hefur lítið gert annað en að skemmta sér í Las Vegas. „Hann var umkringdur konum og drakk stíft,“ sagði gestur á einum næturklúbbnum sem Kevin sótti. Frægt varð þegar Britney ætlaði að skilja við Kevin eftir fæðingu fyrri sonar þeirra, en þá gerði hann einmitt fátt annað en að skemmta sér. Nú virðist stefna í samskonar læti á ný. Dreymir um að skjóta ljósmyndara BRITNEY SPEARS Hefur verið hundelt af fjölmiðlum og þykir ekki hafa staðið sig í stykkinu sem foreldri. Bítillinn fyrrverandi, Sir Paul McCartney, mun fá útgáfuréttinn að flestum Bítlalög- unum eftir um það bil tíu ár. Kveða bresk höfundarréttarlög á um að McCartney fái réttinn að lögunum eftir þennan tíma. McCartney reyndi árið 1984 að kaupa útgáfuréttinn að lög- unum af plötufyrir- tækinu EMI en popparinn Michael Jackson hafði betur í miklu peningastríði á milli þeirra. Leiddi það til þess að vinskapur þeirra fór út um þúfur. McCartney segist ekki hafa vitað um þessi höfundarrétt- arlög og er því mjög ánægður með þessar fregnir. Hann segir að helsti kosturinn við það að fá útgáfu- réttinn sé að þurfa ekki lengur að borga núverandi eiganda, Sony, fyrir að spila lögin á tónleikum. „Það sem mér finnst sárt er að fara í tón- leikaferð og þurfa að borga fyrir að syngja öll lögin mín. Í hvert sinn sem ég syng Hey Jude, þarf ég að borga einhverjum,“ sagði McCartney. Fær útgáfuréttinn PAUL MCCARTNEY Bítillinn fyrrverandi fær útgáfuréttinn að flestum Bítlalögunum eftir tíu ár.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.