Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 52
■■■■ { útivist & hreyfing } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■10
Það andar köldu utan af Flóanum
og skúraleiðingar skríða með fell-
um þegar Fréttablaðsfólk er á ferð
við golfvöllinn í Grafarvogi um
hádegisbil. Það láta kylfingar þó
ekki á sig fá. Allnokkrir eru á vell-
inum og ætla greinilega að nýta
matartímann til hins ítrasta. Flestir
eru langt úti á teig og því úr kall-
færi, en þeir sem á æfingasvæðinu
eru liggja betur við höggi. Því eru
nokkrir ónáðaðir sem þar munda
kylfurnar og á sandgryfjusvæðinu
eru fyrstu fórnarlömbin. Sólveig
Pétursdóttir líffræðingur stendur
í ströngu við að skjóta kúlunum
upp úr gryfju og tekst það oft með
sannkölluðum stæl. Hún nýtur
líka tilsagnar Úlfars Jónssonar,
golfþjálfara og margfalds Íslands-
meistara í greininni. „Ég ákvað
að skella mér á hádegisnámskeið
sem tekur hálftíma í hvert skipti
og þetta er annar tíminn minn hjá
Úlfari,“ segir hún og lætur ekki
fréttasnáp slá sig út af laginu. Sól-
veig kveðst hafa stundað golfið
í fjögur ár. Alltaf sé gott að taka
námskeið af og til og laga það sem
betur megi fara. Spurð hvað það sé
sem dragi hana út á völlinn svar-
ar hún að bragði: „Útiveran, góður
félagsskapur og löngun til að bæta
eigin árangur.“ Úlfar grípur þenn-
an bolta á lofti og bætir við: „Já,
það leynist keppnisskap í okkur
öllum og það góða við golfið er
að þar geta menn bæði keppt við
sjálfa sig og aðra því forgjafarregl-
urnar gefa óvönum færi á að keppa
jafnfætis þeim reyndari.“
Í æfingarbásunum stendur fólk
í röðum og æfir skot. Einbeiting-
in skín úr hverju andliti. Örn Ing-
ólfsson, fjármálastjóri Iðnmenntar,
sveiflar sjöunni af list og sendir
hverja kúluna á fætur annarri langt
út á grundina. Greinilega enginn
nýgræðingur. Hann segist fyrst
og fremst vera að æfa sveifluna í
þessu hádegishléi. „Mér finnst fínt
að koma hingað og leita uppi það
sem ég tel mig hafa týnt niður. Það
tekur styttri tíma að þjálfa það upp
í skotbásnum en úti á vellinum.
Markmiðið er núna að senda hverja
kúlu 110-120 metra og það gengur
vel þegar ég hitti rétt.“ Örn er félagi
í Golfklúbbi Reykjavíkur og kveðst
stunda golfið allan ársins hring ef
veður og heilsa leyfi. „Íþróttir hafa
alla tíð verið í uppáhaldi enda hef ég
stundað margar greinar auk golfsins,
til dæmis sund, hestamennsku og
fótbolta. Ég er útivistarfrík.“
Erna Bryndís Halldórsdóttir, lög-
giltur endurskoðandi, er á námskeiði
og lýkur kennslustundinni þennan
daginn í einum skotbásnum. Þar er
hún að æfa réttar hreyfingar til að
ná betri tökum á íþróttinni. Þegar
haft er orð á að hún sé léttklædd
miðað við veðráttuna kemur í ljós
að kappið var svo mikið að hún
gleymdi útivistarfötunum heima.
Erna Bryndís kveðst hafa byrjað að
æfa golf fyrir alllöngu úti í Kali-
forníu en ekki haldið kunnáttunni
nægilega við. „Ég hef aðeins fikt-
að við þetta á hverju ári en vil gera
betur,“ segir hún brosandi og upp-
lýsir að nú sé stefnan sett á golf-
skóla á Spáni. „Mig langar að ná
betri tökum á golfinu því ég tel það
svo gott til að halda heilsunni.“
Æfa sveifluna í hádeginu
Golfáhugafólk lætur fátt hindra sig í því að iðka uppáhaldsíþróttina sína þegar stund gefst.
Hér er ljósmyndarinn á hættusvæði er Sólveig vippar kúlunni upp úr gryfjunni undir umsjón Úlfars Jónssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANOTN
„Ég er útivistarfrík,“ segir Örn og sendir
kúluna langt út á völlinn.
„Golfið er svo gott til viðhalds heilsunni,“
segir Erna Bryndís.
Stúdentaferðir eru með til sölu
fjölbreytt úrval af ævintýra-
ferðum sem erfitt er að gera
upp á milli.
Ein af þessum ferðum kall-
ast South American Dreams og
er ferð farin frá Líma í Perú til
Ríó og til baka og tekur rúman
mánuð. Þetta er ferð sem tengir
saman löndin milli Kyrrahafs-
ins og Atlantshafsins. Skoðaðir
eru markverðustu staðir ver-
aldar eins og Týnda borgin og
Machu Picchu í Perú. Einnig
er menningarheimur Inkanna
skoðaður, fjölskrúðugt dýralíf
markaðir og mannlíf nútímans
og hinu stórkostlegur fossar
Iguazu.
Í þessari ferð eru Perú,
Bólivía, Brasilía og Paragvæ
heimsótt. Gist verður á hótel-
um, undir berum himni í frum-
skóginum og hjá innfæddum.
Ferðast er á tveimur jafnfljót-
um, með rútum, kanóum og
lestum og má með sanni segja
að þessi ævintýraferð er ein-
stök upplifun.
Nánari upplýsingar má
finna á www.exit.is - jóa
Ævintýri í
Amazon
ÆVINTÝRAGJÖRNUM
NÆGIR EKKI AÐ FERÐAST
Á SÓLARSTRÖND Í SUÐUR-
EVRÓPU. HJARTAÐ ÞRÁIR
MEIRA OG ADRENALÍNIÐ
REKUR MENN LENGRA.
Suður-Ameríka býður upp á marga
möguleika fyrir ævintýragjarna
ferðalanga.
www.bluelagoon.is
Líf