Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 52
■■■■ { útivist & hreyfing } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■10 Það andar köldu utan af Flóanum og skúraleiðingar skríða með fell- um þegar Fréttablaðsfólk er á ferð við golfvöllinn í Grafarvogi um hádegisbil. Það láta kylfingar þó ekki á sig fá. Allnokkrir eru á vell- inum og ætla greinilega að nýta matartímann til hins ítrasta. Flestir eru langt úti á teig og því úr kall- færi, en þeir sem á æfingasvæðinu eru liggja betur við höggi. Því eru nokkrir ónáðaðir sem þar munda kylfurnar og á sandgryfjusvæðinu eru fyrstu fórnarlömbin. Sólveig Pétursdóttir líffræðingur stendur í ströngu við að skjóta kúlunum upp úr gryfju og tekst það oft með sannkölluðum stæl. Hún nýtur líka tilsagnar Úlfars Jónssonar, golfþjálfara og margfalds Íslands- meistara í greininni. „Ég ákvað að skella mér á hádegisnámskeið sem tekur hálftíma í hvert skipti og þetta er annar tíminn minn hjá Úlfari,“ segir hún og lætur ekki fréttasnáp slá sig út af laginu. Sól- veig kveðst hafa stundað golfið í fjögur ár. Alltaf sé gott að taka námskeið af og til og laga það sem betur megi fara. Spurð hvað það sé sem dragi hana út á völlinn svar- ar hún að bragði: „Útiveran, góður félagsskapur og löngun til að bæta eigin árangur.“ Úlfar grípur þenn- an bolta á lofti og bætir við: „Já, það leynist keppnisskap í okkur öllum og það góða við golfið er að þar geta menn bæði keppt við sjálfa sig og aðra því forgjafarregl- urnar gefa óvönum færi á að keppa jafnfætis þeim reyndari.“ Í æfingarbásunum stendur fólk í röðum og æfir skot. Einbeiting- in skín úr hverju andliti. Örn Ing- ólfsson, fjármálastjóri Iðnmenntar, sveiflar sjöunni af list og sendir hverja kúluna á fætur annarri langt út á grundina. Greinilega enginn nýgræðingur. Hann segist fyrst og fremst vera að æfa sveifluna í þessu hádegishléi. „Mér finnst fínt að koma hingað og leita uppi það sem ég tel mig hafa týnt niður. Það tekur styttri tíma að þjálfa það upp í skotbásnum en úti á vellinum. Markmiðið er núna að senda hverja kúlu 110-120 metra og það gengur vel þegar ég hitti rétt.“ Örn er félagi í Golfklúbbi Reykjavíkur og kveðst stunda golfið allan ársins hring ef veður og heilsa leyfi. „Íþróttir hafa alla tíð verið í uppáhaldi enda hef ég stundað margar greinar auk golfsins, til dæmis sund, hestamennsku og fótbolta. Ég er útivistarfrík.“ Erna Bryndís Halldórsdóttir, lög- giltur endurskoðandi, er á námskeiði og lýkur kennslustundinni þennan daginn í einum skotbásnum. Þar er hún að æfa réttar hreyfingar til að ná betri tökum á íþróttinni. Þegar haft er orð á að hún sé léttklædd miðað við veðráttuna kemur í ljós að kappið var svo mikið að hún gleymdi útivistarfötunum heima. Erna Bryndís kveðst hafa byrjað að æfa golf fyrir alllöngu úti í Kali- forníu en ekki haldið kunnáttunni nægilega við. „Ég hef aðeins fikt- að við þetta á hverju ári en vil gera betur,“ segir hún brosandi og upp- lýsir að nú sé stefnan sett á golf- skóla á Spáni. „Mig langar að ná betri tökum á golfinu því ég tel það svo gott til að halda heilsunni.“ Æfa sveifluna í hádeginu Golfáhugafólk lætur fátt hindra sig í því að iðka uppáhaldsíþróttina sína þegar stund gefst. Hér er ljósmyndarinn á hættusvæði er Sólveig vippar kúlunni upp úr gryfjunni undir umsjón Úlfars Jónssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANOTN „Ég er útivistarfrík,“ segir Örn og sendir kúluna langt út á völlinn. „Golfið er svo gott til viðhalds heilsunni,“ segir Erna Bryndís. Stúdentaferðir eru með til sölu fjölbreytt úrval af ævintýra- ferðum sem erfitt er að gera upp á milli. Ein af þessum ferðum kall- ast South American Dreams og er ferð farin frá Líma í Perú til Ríó og til baka og tekur rúman mánuð. Þetta er ferð sem tengir saman löndin milli Kyrrahafs- ins og Atlantshafsins. Skoðaðir eru markverðustu staðir ver- aldar eins og Týnda borgin og Machu Picchu í Perú. Einnig er menningarheimur Inkanna skoðaður, fjölskrúðugt dýralíf markaðir og mannlíf nútímans og hinu stórkostlegur fossar Iguazu. Í þessari ferð eru Perú, Bólivía, Brasilía og Paragvæ heimsótt. Gist verður á hótel- um, undir berum himni í frum- skóginum og hjá innfæddum. Ferðast er á tveimur jafnfljót- um, með rútum, kanóum og lestum og má með sanni segja að þessi ævintýraferð er ein- stök upplifun. Nánari upplýsingar má finna á www.exit.is - jóa Ævintýri í Amazon ÆVINTÝRAGJÖRNUM NÆGIR EKKI AÐ FERÐAST Á SÓLARSTRÖND Í SUÐUR- EVRÓPU. HJARTAÐ ÞRÁIR MEIRA OG ADRENALÍNIÐ REKUR MENN LENGRA. Suður-Ameríka býður upp á marga möguleika fyrir ævintýragjarna ferðalanga. www.bluelagoon.is Líf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.