Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 80
 5. október 2006 FIMMTUDAGUR44 maturogvin@frettabladid.is ÞRÚGUR GLEÐINNAR Einar Logi Vignisson > Athugaðu... ...að engifer er gott meðal við kvefpest- unum sem vilja fylgja þegar haustið gengur í garð. Rífðu engiferrót og settu út í soðið vatn, eða bættu henni út í te. Hvaða matar gætirðu síst verið án? Ab-mjólk og banana. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Þegar ég komst fyrst í kynni við almennilegan ind- verskan mat á bresku veitingahúsi. Þetta var árið 1980 og indverskur matur hefur verið í uppáhaldi síðan. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Nei, ég er ekki matvönd manneskja. Ég þori að smakka allt mögulegt. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Ég get yfirleitt búið til mat úr öllu sem ég á, jafnvel þegar ég á ekki neitt. Í hallærum bý ég til olio aglio, spaghettí með ólífuolíu og hvítlauk. Það er alveg svakalega gott. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ef mér er farið að líða illa skipti ég yfir í gott græn- metisfæði og fisk. Mér finnst þorskur alveg sérstaklega góður. Það er svo einfalt að matreiða fisk og gera hann góðan, en hráefnið verður að vera gott. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ab-mjólk. Ég á yfirleitt til hvítlauk og reyni að eiga ferska basilíku líka og grænmeti. Í frystin- um finnst mér gott að eiga rækjur, og risarækj- ur finnast mér svakalega góðar. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ég geri ráð fyrir að á eyjunni yxu bananar, þannig að það yrði væntanlega AB-mjólk. Kannski líka blandað hnetusmjör. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Blóðgrautur sem ég fékk í sveitinni þegar ég var lítil. Ég er svo kurteis að ég borðaði hann samt, ég vildi ekki móðga mína húsmóður, en hef aldrei borðað hann síðan. Mér finnst slátur samt mjög gott, bæði nýsoðið og steikt. MATGÆÐINGURINN HLÍN AGNARSDÓTTIR LEIKSTJÓRI OG RITHÖFUNDUR Finnst þorskur sérstaklega góður Þeir sem vilja auka fjölbreytnina í matreiðslu fisks ættu endilega að nota kryddlög til maríneringar. Fréttablaðið fékk ábendingar frá Sveini Kjartanssyni, matreiðslu- meistara Fylgifiska. Sveinn mælir sérstaklega með bragðbættum olíum. „Sítrónu-, basilíku- eða chili-olíur eru mjög góðir grunnar í maríneringu. Það er hægt að nota þær einar, og svo má gera þær meira spennandi með því að bæta einhverju út í þær. Sesamolía er mjög góð, og wasabi-sesam dressingu má vel nota í maríneringu eina og sér,“ sagði Sveinn. Hann bendir líka á að hefðbundin kjötkrydd fari vel með fiski. „Rósmarín, sítróna og hvítlaukur henta sérstaklega vel á lúðu og rauðsprettu. Fisk ætti að marínera í nokkrar klukkustundir áður en honum er fleygt á pönnu eða á grill. „Þá er yfirleitt óþarfi að nota olíu á pönn- una. Afgangurinn af marínering- unni er svo góður sem dressing yfir réttinn,“ benti Sveinn á. Ef notast er við austurlenskar olíur eins og teriyaki eða soja, á fiskur- inn bara að liggja í marínering- unni í um klukkustund. „Annars fer hann að eldast,“ útskýrði Sveinn. -sun Kjötkrydd góð með fiski SVEINN KJARTANSSON OG GUÐBJÖRG GLÓÐ LOGADÓTTIR Í FYLGIFISKUM Sveinn segir um að gera að vera frakkur í maríneringu á fiski. Kristín Soffía Jónsdóttir er viðskiptastjóri hjá auglýs- ingastofunni Vatikaninu og algjör stuðbolti í eldhúsinu. Henni finnst skemmtilegast að elda út í bláinn. „Ég er alltaf að búa til uppskriftir í gamni, skrifa þær niður og fer svo bókstaflega eftir þeim þó ég hafi gert þær sjálf,“ segir Kristín. „Mér finnst langskemmtilegast að elda eitthvað sem ég er ekki viss um að virki. Ef maður er með gott hráefni gengur þetta alltaf upp.“ Kristín segist oft halda matar- boð, þó hún eldi líka bara fyrir sjálfa sig. Henni finnst þó algjört aðalatriði að hafa rífandi stemn- ingu þegar hún eldar. „Við vorum einu sinni þrjár saman vinkonurn- ar að elda spaghetti bolognaise og hlusta á arabíska tónlist í miklu stuði. Nágrannarnir hringdu á lögguna sem kom til að stoppa partíið og var frekar hissa að finna bara þrjár stelpur að elda saman,“ segir hún og hlær við. sunna@frettabladid.is ÖÐRUVÍSI STEIKARSAMLOKA 200 g nautafilet 1 villibráðarsósugrunnur 1 krukka af trönuberjasultu örlítið af Maizena 1 poki ruccola-salat ½ gróft brauð gráðaostur rjómaostur 1 bakki alfaalfa-spírur kartöflur hvítlaukur Biðjið manneskjuna í kjötborð- inu að skera nautakjötið í þunnar sneiðar. Blandið u.þ.b. helmingn- um af sósugrunninum við tvo dl af vatni og sultuna. Þykkið sósuna með örlitlu af Maizena-mjöli þar til hún er orðin tiltölulega seig- fljótandi. Það má nota hvaða brauð sem er, en mér finnst gróft brauð best. Ristið fjórar brauðsneiðar og smyrjið með blöndu af gráðosti og rjómaosti. Ofan á það kemur rucc- ola salatið. Snöggsteikið kjöt- strimlana, dýfið í sósuna og leggið ofan á salatið. Að lokum er gott að setja alfaalfa-spírur. Ég ber þetta oft fram með kartöflubátum. Þá sker ég venjulegar kartöflur í báta, set í eldfast mót, pipra og sletti ólífuolíu og jafnvel nokkrum hvítlauksrifjum yfir. Ég hef þetta í ofninum við 200 gráður í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til bátarnir hafa brúnast. Rífandi stuð í eldhúsinu BÝR TIL UPPSKRIFTIR UPPI Í RÚMI Kristín Soffía reynir alltaf að halda fjölbreytni í matseld sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Uppskerudagar hófust í vínbúðunum í vikunni og standa út október. Fjórar þrúgur eru kynntar, hvítvínsþrúgurnar riesling og sauvignon blanc og rauðvínsþrúgurnar syrah og grenache. Þótt skiptar skoðanir séu um formið á þessum þemadögum er innihaldið gott, yfir hundrað vín eru á lækkuðu verði og má finna laglegan upplýsingabækling í vínbúðunum. Einnig er vert að benda á ítarlega grein um þrúgurnar fjórar í Vínblaði vínbúðanna eftir Gissur Kristinsson vínráðgjafa. Eins og vænta mátti er slagsíða í rauðvínsflokknum í átt til syrah en 49 vín eru á tilboði úr þeirri þrúgu en aðeins níu vín úr grenache. Meira jafnvægi er í hvítu vínunum en þar eru 26 vín úr sauvignon blanc á tilboði og 18 úr riesling. Vert er að benda fólki á að staðnæm- ast ekki bara við vínin sem eru á lækkuðu verði heldur láta uppskeru- dagana verða sér hvatning til að tékka á fleiri vínum úr þessum ágætu þrúgum. Ýmsar ástæður eru nefnilega fyrir því hvaða vín birgjarnir tilnefna á þemadagana og koma flestar þeirra gæðum vínanna lítið við heldur ráða viðskiptalegar forsendur. Birgjarnir geta bara til- nefnt ákveðinn fjölda vína og tilhneigingin er að velja vinsælustu vínin eða allavegana vín sem er nógu mikið til af og eru í fullnægj- andi dreifingu í vínbúðunum. Af þessum ástæðum eru t.d. tvö af vin- sælustu riesling vínunum á tilboði í kössum á meðan nákvæmalega sömu vínin í flöskum eru ekki á tilboði. Það er einmitt riesling þrúgan sem ég ætla að stað- næmast við í byrjun en næstu vikurnar mun ég fjalla um hinar þrúgurnar á uppskerudögum. Vín úr riesling hafa um árabil verið vinsælustu hvítvín hérlendis. Er það einkum að þakka vinsælum þýskum riesling-vínum eins og Guntrum. Riesling er einmitt upprunnin í Þýskalandi, við bakka ánna Mósel og Rínar. Þaðan koma enn í dag flest af bestu og vinsælustu riesling-vínunum. Þrúgan breiddist út til annarra landa, Austurríkismenn hafa verið lunknir með hana og rótgróin riesling-hefð er í Alsace héraði í Frakklandi. Helmingur riesling-vín- anna á lækkuðu verði er þýsk vín og frönsku Alsace- vínin fylgja þar skammt á eftir. Aðeins eitt vín frá Austurríki er á boðstólum og eitt frá Chile þaðan sem athyglisverð riesling vín hafa verið að koma nýverið. Hvor sitt vínið er svo frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi en þau lönd hafa löngum verið hörðustu keppinautar Þjóðverja og Frakka í gerð alvöru riesling-vína. Vert að spá í: Sæt, fersk og létt riesling vín eru viðeigandi samkvæmisvín. Öflugri og þurrari riesling-vínin t.d. frá Alsace eru hins vegar prýðileg matarvín. Fjórar þrúgur á uppskerudögum HUGMYNDIR AÐ MARÍNERINGU Basilíkuolía með dijon-sinnepi og ferskri basilíku Sítrónuolía með rifnum sítrónuberki Hvítlauksolía með kornasinnepi og söxuðu óreganói Basilíku-, kóríander- eða eggaldinspestó, þynnt með olíu Rifin fersk piparrót hentar með hvers kyns olíum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.