Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 16
 5. október 2006 FIMMTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Í góðum málum „Ég hefði síður vilja fara frá ef allt hefði verið hér í brunarúst. En staða flokksins nú er virkilega sterk.“ KJARTAN GUNNARSSON EFTIR AÐ HANN HAFÐI ÁKVEÐIÐ AÐ LÁTA AF EMBÆTTI FRAMKVÆMDASTJÓRA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS EFTIR 26 ÁRA STARF. FRÉTTABLAÐIÐ 4. OKTÓBER. Náttmyrkur bruggað „Og í nálægri höll, er náttmyrkur bruggað, sem berast skal í dögun um byggðir þessa lands. Skyldi sú höll sem hið góða skáld, Ólafur Jóhann Sigurðsson orti um á sinni tíð, hafa verið Morgunblaðshöllin?“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON GAGNRÝNDI STAKSTEINA MORGUNBLAÐSINS HARÐLEGA Á ALÞINGI Á ÞRIÐJUDAG. MORGUNBLAÐIÐ 4. OKTÓBER. Þegar kona verður ófrísk vakna ýmsar spurningar. Ein sú algeng- asta er: Eigum við von á strák eða stelpu? Síðan ómskoðun kom til skjalanna á spítölum landsins í kringum 1985 hefur verið hægt að komast að því sem öldum saman var foreldrum leynt. Hild- ur Harðardóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landsspítalans, segir að það færist í vöxt með hverju árinu að foreldrar vilji vita kyn bumbubúans. „Það hafa nú ekki verið gerðar neinar opin- berar kannanir á þessu en mín til- finning er að það séu eitthvað um 65 prósent foreldra sem vilji vita kynið,“ segir Hildur. „Þeir sem vilja ekki vita það vilja bara hafa þetta eftir gamla laginu og finnst að kyngreiningin sé einskonar svindl, svona eins og að kíkja í jólapakkana. Það er auðveldara að sjá kynið ef barnið er drengur, m.a. vegna utanáliggjandi kyn- færa, en stundum er ekki hægt að segja alveg til um þetta, t.d. ef fóstrið liggur þannig eða nafla- strengurinn skyggir á. Við segj- um ekkert nema við séum alveg hundrað prósent viss og það ger- ist sem betur fer örsjaldan að við höfum rangt fyrir okkur. Það er kannski eitt tilfelli á tveggja ára fresti eða svo.“ - glh Verður það strákur eða stelpa?: Sumir vilja ekki kíkja í jólapakkana FÓSTUR Í MÓÐURKVIÐI Hvort skildi barnið nú verða? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES HILDUR HARÐARDÓTTIR YFIRLÆKNIR Höfum sem betur fer örsjald- an rangt fyrir okkur. ■ Í nýja fjárlagafrumvarpinu er mikið talað um Bollafjall, sem er einhvers staðar fyrir vestan. Á því stend- ur ratsjárstöð og þar á að víst að skera niður. B o l l a f j a l l er kannski B o l a f j a l l með staf- se tn ingar- villu sem er endurtekin í gegnum allt frumvarpið. Það er þó ekki alveg víst. Kannski lumar Alþingi á fleiri fjöllum sem við fáum að heyra um í næstu fjárlagafrum- vörpum. Kannski fáum við Herða- breið, Engil, Fantafell, Lessuhorn og Hvaladalshnúk í næstu fjárlaga- frumvörpum. Hver veit? NÝTT FJALL: BOLLAFJALL Forvitnilegt að skoða „Ef börn fá þá menntun sem þeim ber að fá lögum samkvæmt, og það er hægt að tryggja það með einhverjum hætti, þá finnst mér forvitnilegt að skoða heima- kennslu,“ segir Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, um niðurstöður skýrslu á vegum menntamálaráðuneytisins um heimakennslu. Þar kemur fram að heimakennsla, þar sem foreldrar barna á grunnskólaaldri sjá um að kenna þeim á eigin heimilum, sé valkostur í skólastarfi sem vert sé að útfæra nánar og skilgreina. „Ég vil ekki fordæma heimakennslu á neinn hátt enda hefur hún lengi verið framkvæmd í gegnum heima- nám nemenda. Ef það á að fara út í tilraunir af þessu tagi þá þarf hins vegar að hugsa vel og vandlega um hvaða afleiðingar það getur haft.“ SJÓNARHÓLL HEIMAKENNSLA JÓN MÁR HÉÐINSSON SKÓLAMEISTARI MENNTASKÓLANS Á AKUREYRI Þótt það séu enn 80 dagar til jóla eru fjölmargir þegar farnir að spá í stórhátíðina. Föndurfólk, jólalagaútgef- endur og stórhuga jólaljósa- menn eru meðal þeirra sem strax eru komnir í jólastart- holurnar. „Þeir allra hörðustu byrja að spá í jólakortin í sumarfríinu, en svo er fólk núna að komast í gírinn með annað föndur,“ segir Eva Huld í Föndurloftinu í Garðheimum. Fyr- irtækið hóf að auglýsa jólaföndrið fyrir nokkrum vikum og Eva segir að nú aukist jólavöruúrvalið hratt með hverri vikunni sem líður. Föndurloftið býður upp á jólafönd- urnámskeið sem Eva segir að séu vel sótt. Meðal námskeiða fram- undan eru gerð jólasveina úr ull, aðventukransagerð og sívinsæl námskeið í gerð jólakorta. Smári Þ. Ingvarsson, bifreiða- stjóri í Urriðakvísl, hefur um ára- bil verið með þeim stórtækustu í jólaskreytingum utandyra. „Ég hef farið til Flórída í mörg ár og á núna bókaða ferð um miðjan okt- óber,“ segir Smári. Hann segir ferðirnar í og með til að kaupa inn nýtt skraut. „Mér finnst ekkert skrítið að skoða jólaskraut í steikj- andi hita, en ég vildi ekki vera þarna á jólunum sjálfum. Myrkrið, kuldinn og snjórinn eru ómissandi hluti af jólunum. En þarna er mikið úrval, t.d. í stórverslunum eins og Walmart og Target. Svo á ég vinkonu í Norfolk í Virgínu sem er alltaf með augun opin fyrir mig og kaupir og sendir mér ef hún sér eitthvað fallegt. Hún veit hvað karlinn er ruglaður.“ Smári segist ekki vera í sam- keppni við aðra skreytara og leggur mest upp úr því að skraut- ið sé huggulegt. Fyrir jólin er stöðug bílaumferð framhjá hús- inu hans og Smára finnst gaman að aðrir hafi gaman af því sama og hann. „Ég byrja að skreyta þegar ég kem heim um miðjan nóvember og kveiki á dótinu þann fyrsta í aðventu þegar farið verð- ur að skyggja. Svo verður maður að bæta og breyta til jóla.“ Nokkrar nýjar jólaplötur eru í undirbúningi. Grínistarnir í Baggalúti koma með jólaplötu þar sem safnað er saman þeim jólalögum sem þeir hafa gert á síðustu árum og nýjum bætt við, og sópransöngkonan Björg Þór- hallsdóttir verður með blandaða jólaplötu með klassísku yfir- bragði. Þá gefur Sena út 5 diska pakka með 100 vinsælum jólalög- um og eru vonir bundnar við að sá pakki seljist vel. Eiður Árna- son, útgáfustjóri Senu, segir hinn einfalda sannleik í útgáfumálun- um að fólk kaupi það sem það þekki og það eigi eigilega betur við um jólalög en aðra tónlist. gunnarh@frettabladid.is Jólin – 80 dagar til stefnu! JÓLAKORTAFÖNDUR Þeir allra hörðustu byrja í sumarfríinu. JÓLALJÓSIN Í URRIÐAKVÍSL Eigandinn á leið í innkaupaleiðangur til Flórída. BAGGALÚTUR MEÐ JÓLAPLÖTU Fara úr gróðurhúsinu í jólakofann. „Ég er bara að fara að hendast upp í flugvél til New York eftir nokkra tíma,“ segir Vigdís Gunn- arsdóttir leikkona þegar blaðamaður spyr hvað sé að frétta af henni. „Ég er að fara utan með tvo bandaríska leikara sem ætla að leika Sollu stirðu og Íþróttaálfinn úr Latabæ á barnarokktónleikum í Ameríku. Þetta er hluti af stærri tónleikum, leikararnir með eitt af þremur atriðum á þessum tónleikum.“ Hún segist hafa farið utan til að velja fólk og komið síðan með það hingað til lands. „Ég er búin að vera að æfa með þeim stuttan fimmtán til tuttugu mínútna spuna- söngleik og er nú að fara með þeim til Ameríku. Fyrsta „giggið“ er á laugardaginn næstkomandi, síðan verða tónleikarnir haldnir um hverja helgi í október og nóvember um austurströnd Banda- ríkjanna. Ég verð með þeim úti fyrstu helgina en kíki kannski seinna á hvernig þeim gengur. Annars er bara allt gott að frétta af mér. Ég er farin þó nokkuð út í leikstjórn og handritagerð og er að fara á vikunámskeið í handritagerð í lok mánaðarins. Ég er að skrifa kvikmyndahandrit og ætla að vinna í því á þessu námskeiði, sem er haldið í Danmörku.“ Hún segist einnig vera að vinna að kynn- ingarþætti fyrir íslenskan skemmti- þátt. „Ég vil helst tala sem minnst um það fyrr en ég kemst að því hvort hann verður keyptur,“ segir hún. „Það er nóg að gera hjá mér þessa dagana. Sem er gott, því ég vinn best þannig.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? VIGDÍS GUNNARSDÓTTIR LEIKKONA Á leið á barnarokktónleika Nýjung í ræstingum Unilav ræstitæki með 40 cm moppugrind R V 62 14 6.996 kr. Þurr- og blautmoppað með sama áhaldinu Auðveld áfylling, einfalt í notkun Sérlega handhægt Á tilboði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.