Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 10
5. október 2006 FIMMTUDAGUR
Sími 585 4000
www.urvalutsyn.is
Töfrandi Tyrkland
LÚXUS &
MUNAÐUR
Sólríkar sérferðir til Antalya
Belek
Verð frá
89.990 kr.*
á mann í tvíbýli 10. okt. í 9 nætur - allt innifalið
Skínandi sól, fallegar strandir, náttúrufegurð,
menning og saga, ljúffengur matur, freistandi
verslanir og hagstætt verðlag.
Antalya og Belek eru vinsælustu sólarstaðir Evrópumanna á
suðurströnd Tyrklands og hafa svo sannarlega slegið í gegn
hjá Íslendingum. Út frá Antalya eru margar glæsilegar
strendur og íslenskir kylfingar hafa lýst Belek sem toppstað,
hvort sem talað er um golfvelli, gististaði eða umhverfið sjálft.
Lúxusgisting þar sem „allt er innifalið“
Við bjóðum gistingu á Hotel Porto Bello, glæsilegu 5 stjörnu
hóteli þar sem „allt er innifalið“ allan sólarhringinn. Á hótelinu
er píanóbar, veitingastaður, heilsuræktaraðstaða með
tækjasal, gufubaði, nuddi og tyrknesku baði; hárgreiðslu- og
snyrtistofa. Herbergin eru með loftkælingu, smábar, síma,
gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi, hárþurrku og svölum.
Missið ekki af frábæru tækifæri til að upplifa ennþá
lengra sumar!
* Innifalið í verði: flug, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting í 9 nætur
á Porto Bello („allt innifalið„), íslensk fararstjórn og flugvallarskattar.
10. október - 9 nætur
19. október - 11 nætur
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
U
RV
3
44
43
10
/2
00
6
FLUGMÁL Yfirvöld í ríkjum heims
ættu að halda vöku sinni gagn-
vart mögulegum ógnum við flug-
öryggi á borð við hryðjuverk, en
ættu jafnframt jafnan að hafa í
huga að setja ekki meiri hömlur á
frelsi flugfarþega en nauðsyn
krefur. Þetta segir dr. Assad
Kotaite, sem í 30 ár var forseti
fastaráðs Alþjóðaflugmálastofn-
unarinnar, ICAO.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, sæmdi Kotaite í gær
fálkaorðunni fyrir „heilladrjúg
afskipti af málefnum alþjóða-
flugþjónustunnar, sem Ísland
hefur haft með höndum á vegum
ICAO um margra áratuga skeið“.
Kotaite hélt fyrirlestur um fram-
tíð alþjóðlegs flugs í Háskóla
Íslands á þriðjudag og ávarpaði
Flugþing í gær.
Kotaite segir að samsærið um
að sprengja farþegaþotur á leið
frá Bretlandi til Bandaríkjanna,
sem breskum yfirvöldum tókst
að koma upp um fyrir skemmstu,
sé áminning um þörfina á að ríki
heims haldi vöku sinni gagnvart
slíkum ógnum. En aðspurður
segir hann erfitt að meta hvaða
aðgerðir séu hæfilegar til að
bregðast við slíku – ef gripið er
til harkalegra ráðstafana sem
valda töfum og öðrum óþægind-
um fyrir flugfarþega koma upp
ásakanir um að of langt sé geng-
ið. Sé hins vegar ekki gripið til
áþreifanlegra ráðstafana af
þessu tagi og eitthvað kemur
fyrir, þá koma upp ásakanir um
að menn hafi sofið á verðinum.
„Það verður því að finna skyn-
samlegt jafnvægi þarna á milli,“
segir Kotaite og bendir á að til
lengri tíma litið sé hryðjuverka-
hætta aðeins eitt af mörgu sem
hafi áhrif á þróun farþegaflugs í
heiminum. Hún breyti til dæmis
engu um að spáð sé gríðarlegri
aukningu í farþegaflugi á næstu
árum og áratugum.
„Flugfarþegar voru um tveir
milljarðar í heiminum á árinu
2005. Meðalvöxtur á ári er talinn
verða um fimm prósent og heild-
arfarþegafjöldinn á ári verði
þannig kominn í fjóra milljarða
eftir um tvo áratugi.“ Þessi mikla
aukning í flugi kalli á að hugað
verði vel að flugöryggismálum í
heild, tækniframfarir verði nýtt-
ar til að draga úr bæði útblást-
urs- og hljóðmengun og þannig
mætti lengi telja. Starfsemi ICAO
sé helguð þessum verkefnum.
Að lokum vill Kotaite vekja
athygli á því hve vel hafi tekist til
um framkvæmd alþjóðaflugþjón-
ustu á flugstjórnarsvæðum
Íslands og Grænlands og bendir
á að það gæti orðið fyrirmynd að
skipan flugleiðsöguþjónustu víða
um heim. audunn@frettabladid.is
Öryggi og
frelsi í flugi
Fyrrverandi forseti Alþjóðaflugmálastofnunarinnar,
sem var sæmdur Fálkaorðunni í gær, segir þörf á réttu
jafnvægi milli öryggisráðstafana og frelsis flugfarþega.
STJÓRNMÁL Þingmenn Frjálslynda
flokksins vilja að verðtrygging
húsnæðislána verði afnumin og
hafa lagt fram þingsályktunartil-
lögu þess efnis.
Í greinargerð hennar segir að
það heyri til undantekninga að
íbúðalán séu verðtryggð erlendis
og óásættanlegt sé að Íslending-
ar búi við allt önnur og miklu
lakari lánskjör en almennt gerist
í nágrannaríkjunum.
Guðjón A. Kristjánsson,
formaður Frjálslynda flokksins,
fjallaði um verðtrygginguna í
umræðum um stefnuræðu
forsætisráðherra á þriðjudag og
sagði bankana ofverndaða. Auk
þess sem þeir hefðu bæði belti
og axlabönd væru þeir í polla-
buxum. - bþs
Frálslyndi flokkurinn vill afnám verðtryggingar:
Bankar ofverndaðir
GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Formaður
Frjálslynda flokksins.
PÓLLAND, AP Stærsti stjórnarand-
stöðuflokkurinn í Póllandi, frjáls-
lyndi hægri-
flokkurinn
Borgara-
vettvangur,
nýtur mikils
fylgisfor-
skots á aðal-
stjórnar-
flokkinn,
Lög og rétt-
læti sem er
flokkur þjóð-
ernisíhalds-
manna. Þetta sýna niðurstöður
nýjustu skoðanakannana í Pól-
landi.
Stjórnin missti þingmeirihlut-
ann fyrir hálfum mánuði, þegar
Jaroslaw Kaczynski, forsætisráð-
herra og leiðtogi Laga og réttlæt-
is, rak Andrzej Lepper, leiðtoga
smáflokksins Sjálfsvarnar úr
stjórninni.
Síðan hefur Kaczynski reynt
að fá þingmenn annarra smá-
flokka og óflokksbundna til liðs
við stjórnina. Stjórnarandstaðan
krefst nýrra kosninga. - aa
Stjórnarandstaðan krefst nýrra kosninga í Póllandi:
Mikið fylgistap
stjórnarflokksins
ASSAD KOTAITE Líbaninn Kotaite fór
fyrir IAOC á árunum 1975-2005.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
JAROSLAW KACZYNSKI