Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 11
VEÐURFAR Nýliðinn september mánuður var ákaflega hlýr um allt land. Þetta er meðal þess sem fram kemur á tíðindayfirliti frá Veðurstofu Íslands. Meðalhiti í Reykjavík mældist 10,5 gráður sem er 3,1 stigi hærra en í meðalári. September í ár er fjórði hlýjasti septembermánuður í Reykjavík síðan mælingar hófust. Á Akureyri var hitinn 2,3 gráðum hærri en í meðalári eða 8,6 stig. Mæld úrkoma í Reykjavík var 117 mm sem er nærri meðallagi en 50 mm á Akureyri sem er þriðjungi yfir meðallagi. - hs Tíðindayfirlit Veðurstofunnar: September sá fjórði hlýjasti FALLEGT HAUSTVEÐUR September var sá fjórði hlýjasti í Reykjavík. STJÓRNMÁL Sigríður Ingvarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins, býður sig fram í 2. til 3. sæti á lista flokksins í Norðausturkjör- dæmi. Sigríður var þingmaður Sjálfstæðis- flokksins fyrir Norðvesturkjör- dæmi á árunum 2001 til 2003. Hún starfar sem verkefnisstjóri Impru Nýsköpunarmiðstöð. Samhliða vinnu stundar hún MBA nám við Háskóla Íslands sem hún lýkur í vor. Sigríður hefur gegnt mörgum trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og á sæti í stjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. - sh Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Gefur kost á sér í 2. til 3. sæti SIGRÍÐUR INGVARSDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Maður á tvítugs- aldri var úrskurðaður í síbrota- gæslu í eina viku af Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Hann hafði verið gripinn tvívegis við innbrot í Hafnarfirði um helgina og að sögn lögreglunnar þar á hann mörg önnur óafgreidd mál í þeirra umdæmi sem og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Flest málanna gegn manninum eru auðgunarbrot en hann á að baki langan afbrotaferil þrátt fyrir ungan aldur. - þsj Úrskurðaður í síbrotagæslu: Braust tvívegis inn um helgina SVÍÞJÓÐ, AP Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði, í lífeðlis- og læknis- fræði og í efnafræði í ár fara til alls fimm bandarískra vísinda- manna. Sænska Vísindaakademían til- kynnti í gær að Nóbelsverðlaunin í efnafræði féllu í ár í skaut Rogers D. Kornberg fyrir rann- sóknir hans á því hvernig frumur nýta upplýsingar úr genum til framleiðslu á próteinum. Faðir hans, Arthur Kornberg, fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1959. Á þriðjudag var tilkynnt að John C. Mather og George F. Smooth hljóta verðlaunin í eðlis- fræði fyrir vinnu sína við kenn- inguna um stórahvell, eða frum- sprengingarkenninguna, sem talin er skýra tilurð alheimsins. Mather og Smooth bjuggu til gervihnött sem mælir „örbylgju- klið“, sem er talinn ein helsta sönnun þess að heimurinn varð til í stórahvelli. Auk heiðursins skipta félagarnir tíu milljónum sænskra króna á milli sín, and- virði 95 milljóna íslenskra. Á mánudag var tilkynnt að Andrew Z. Fire og Craig C. Mello hjóta Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði fyrir að uppgötva aðferð til að hafa áhrif á flæði erfðaupplýsinga. - gb MELLO OG FIRE Nóbelsverðlaunahafar í lífeðlis- og læknisfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Nóbelsverðlaunahafar í læknis- og eðlis- og efnafræði í ár: Allt bandarískir vísindamenn SPÁNN, AP „Þeir komu fram við mig eins og íslamskan hryðju- verkamenn vegna þess hvernig ég er útlits,“ sagði Pablo Gutierrez Vega, spænskur lagaprófessor á fertugsaldri, síðskeggjaður mjög, sem lenti heldur betur í hremm- ingum þegar hann sat um borð í þýskri farþegaflugvél á leiðinni frá Sevilla á Spáni til Dortmund í Þýskalandi. Þegar vélin millilenti á Mallorca tókst þremur þýskum farþegum að neyða hann út úr vélinni, en flugmaður vélarinnar kom honum þá til bjargar, baðst afsökunar á atvikinu og bauð honum að koma aftur um borð. - gb Þrír þýskir flugfarþegar: Urðu hræddir við síðskegg FIMMTUDAGUR 5. október 2006 11 ÞYRST ÞJÓNUSTA Þessi þjónustustúlka notaði tækifærið og fékk sér ölsopa í lok Októberhátíðarinnar í München í Þýskalandi á þriðjudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Opið mán – fös kl. 9 - 18 og laug kl. 12 - 16 Sævarhöfða 2 / Sími 525 8000 / www.ih.is Breyttur Nissan X-Trail Sport Verð aðeins 3.290.000 kr. Nú býður Ingvar Helgason sérstaklega vel búinn Nissan X-TRAIL með breytingarpakka frá Artic Trucks að verðmæti 450.000 kr. á óbreyttu verði! Ríkulegur staðalbúnaður: 4x4, 17" álfelgur, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar, loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring. Komdu og reynsluaktu! Breytingar 7 cm hækkun Stærri dekk (29") Garmin Nuvi 310 leiðsögutæki Krómgrind Krómstigbretti Kastarar Dráttarbeisli Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7940 E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 8 0 2 BREYTTUR X-TRAIL Á ÓBREYTTU VERÐI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.