Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 36
[ ] Fötin í 3 hæðum eru allt frá því að vera þægileg hversdagsföt yfir í spariklæðn- að, sem eiga það sameiginlegt að vera það heitasta um þessar mundir. 3 hæðir er lífsstílsverslun sem stendur undir nafni því þar er að finna margt af því sem vekur vellíðan og virkar vel gegn grámyglulegum hversdagsleikan- um. iPodar eru meðal þess sem fæst í búðinni. Á annarri hæð er gott úrval fata frá þekktum og virtum hönnuðum. Eins og stendur er hlutfall dömufatnaðar hærra en til stendur að fjölga fötum á herrana. Fyrir skemmstu var ný búð opnuð á Laugavegi 60 undir heitinu 3 hæðir, en það er lífsstílverslun með vönduðu vöruúrvali. „Þetta er lífsstílsverslun að erlendri fyrirmynd,“ segir Helga Valfells, annar tveggja eigenda 3 hæða. „Eins og heitið gefur til kynna er verslunin á þremur hæðum og er hver þeirra helguð ákveðnum vöruflokkum.“ Bækur, tímarit, tónlist, gjafa- vara, fylgihlutir og snyrtivara verða að finna á fyrstu hæðinni að sögn Helgu. „Önnur hæðin er undir dömu- og herrafatnað frá virtum tísku- framleiðendum á borð við Gorilla, Commes des Garçons, Vanessu Bruno og D Square,“ heldur Helga áfram. „Á þriðju hæðinni má finna heimilisvörur og jafnframt lítið veitingahús, þar sem boðið verður upp á kaffi og léttan, hollan mat á öllum tímum dagsins nema á kvöldin.“ Helga segir hugsunina vera þá að fólk geti komið í búðina hvort sem er til að kaupa fín föt eða fá sér góðan kaffibolla. „Okkur fannst hreinlega vanta verslun af þessu tagi hérlendis, þar sem fólk er komið með leið á sérhæfðum búðum,“ segir Helga og er með því að vísa til þeirra fjölbreyttu vöruflokka sem eru í boði í 3 hæðum. Helga hefur töluverða innsýn í rekstur þar sem hún hefur um ára- bil starfað við rekstrarráðgjöf. Ekki skemmir fyrir að meðeig- andi Helgu að 3 hæðum er Guð- laug Halldórsdóttir sem rak áður textílvöruverslunina Má Mí Mó við góðan orðstír. Þær stöllur kynntust einmitt á meðan Helga starfaði hjá Útflutningsráði og hófu samstarf fljótlega upp úr því. Auk þeirra Helgu er Hildur Hafsteinsdóttir framkvæmda- stjóri 3 hæða og mun sjá um dag- legan rekstur verslunarinnar. Helga segist vera ánægð með að hafa fengið Hildi til starfa þar sem reynsla hennar af stílfræði muni koma sér vel fyrir búðina. Það er því bara um að gera og kíkja við í 3 hæðum og skoða þessa skemmtilegu viðbót við það fjöl- breytilega verslunarlíf sem er að verða til á Laugaveginum. roald@frettabladid.is Frumlegar útstillingar eru hvert sem auga er litið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Það er bjart um að lítast í 3 hæðum og ekki laust við að manni líði eins og heimsborgara þegar gengið er inn í búðina. Lífsstílsverslun sem stendur undir nafni Á fyrstu hæðinni fást alls kyns bækur, tímarit, snyrtivara og síðast en ekki síst fylgi- hlutir, meðal annars þessi fallegu veski. Skreytingar og útstillingar setja skemmti- legan svip á 3 hæðir enda var unnið hörðum höndum að því að skapa réttu stemninguna, afslappað andrúmsloft þar sem öllum líður vel. Á efstu hæðinni er fallegt veitingahús þar sem hægt er að panta sér góðan mat og blaða í bókum eða tímaritum búðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Með því að fara í gegnum eldhússkápana og ísskápinn, fleygja því sem má henda og enduruppraða pottum og pönnum skapast oft auka skápapláss sem heimafólk tekur ávallt fegins hendi. Rýmum fyrir nýrri sendingu Flísar með 50% afslætti. WC á 19.000 og margt fl eira. Skólavörðustíg 21 Sími 551 4050 • Reykjavík Amerísku Ranger handklæðin! 35 % afsláttur af völdum litum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.