Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 28
28 5. október 2006 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hvernig er hægt að ná óhreyfðri mynd af hagkerfi á fleygiferð? Landslag efnahagslífsins hefur gerbreytzt á fáeinum árum og heldur áfram að breytast bókstaf- lega frá degi til dags. Nú heyrist enginn lengur lýsa sjávarútvegi sem undirstöðu efnahagslífsins, skárra væri það, enda minnkaði hlutdeild útvegsins í landsfram- leiðslunni úr 15% 1990 í 7% 2005. Á sama tíma hefur skerfur fjármála- þjónustu til landsframleiðslunnar aukizt úr 18% í 24%. Samt halda heilir stjórnmálaflokkar – og Morg- unblaðið! – áfram að berjast gegn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu með þeim höfuðrökum, að aðild að Samband- inu samrýmist ekki hagsmunum sjávarútvegsins. Um hitt er ekki skeytt, að aðild Íslands að ESB og upptaka evrunnar hér myndu styrkja til muna samkeppnisstöðu banka og annarra fjármálafyrir- tækja og viðskiptavina þeirra með því að minnka vaxtamuninn milli Íslands og annarra landa og draga með því móti úr hættunni, sem fylgir miklum gengissveiflum. Þessum skjótu umskiptum í atvinnusamsetningu efnahagslífs- ins hefur fylgt talsvert umrót og rask, en þó ekki atvinnuleysi. Kort af eignarhaldi íslenzkra fyrirtækja úreldast svo að segja samdægurs, því að fyrirtækin og eignarhlutir í þeim eru sífellt að skipta um hendur, svo að fáir hirða um slíka kortagerð. Samt eru of flókin og of náin víxltengsl í eignarhaldi fyrirtækja alvarlegur hættuvaldur í efnahagslífi þjóðar, því að of flókin og náin tengsl draga úr viðnámsþrótti fyrirtækjanna frammi fyrir skakkaföllum. Ef einu fyrirtæki hlekkist á og það er tengt öðrum fyrirtækjum of nánum böndum, þá geta þau dregið hvert annað með sér niður í fallinu. Óljós og síbreytileg eignatengsl torvelda heilbrigðiseftirlit almannavaldsins á vettvangi efnahagslífsins. Það hefur því ekki verið alls kostar auðvelt að gera sér skýra grein fyrir ástandi efnahagsmálanna undangengin misseri. Rykið þarf að setjast og sæmileg kyrrð þarf að komast á, svo að hægt sé að meta stöðuna vandlega, en kyrrðin lætur á sér standa. Þess vegna er að svo stöddu ómögulegt að vita með nokkurri vissu, hvort hagkerfið getur haldið áfram enn um sinn þeirri siglingu, sem það hefur verið á, eða hvort það þarf að hægja á sér – eða siglir í strand. Eitt er þó deginum ljósara. Heimilin og fyrirtækin halda áfram að safna skuldum, svo að engan þarf að undra á uppgangin- um: bílakaupunum, byggingunum og þannig áfram. Viðskiptahallinn í ár verður meiri en í fyrra, en þá nam hallinn 16% af landsfram- leiðslu og hafði aldrei verið meiri. Skuldir þjóðarbúsins við útlönd jukust úr 290% af landsframleiðslu í árslok 2005 í 346% um mitt ár 2006, sumpart vegna gengisfalls krónunnar; erlendar eignir jukust mun hægar. Aukning erlendra skulda fyrstu sex mánuði þessa árs nam því röskum helmingi lands- framleiðslunnar (56%). Mestur hluti aukningarinnar (37 milljarðar króna af 56) á fyrri hluta ársins var aukning skammtímaskulda, sem falla í gjalddaga innan árs. Skammtímaskuldir þjóðarbúsins við útlönd nema nú 85% af landsframleiðslu borið saman við 18% árið 2000. Mikið verk bíður bankanna, þegar þessar skuldir falla í gjalddaga. Bönkunum hefur til þessa tekizt að endurfjármagna skammtímaskuldir sínar, en það getur orðið þungur róður fyrir þá að velta skuldunum áfram eða breyta þeim í langtímaskuldir. Óvíst er, hvort þeim bjóðast þá sömu kjör og áður. Þessi hætta vofir ávallt yfir þeim, sem fleyta sér áfram á skammtímalánum. Hækkandi vextir á heimsmarkaði hljóta að hækka lántökukostnað Íslendinga erlendis á næstu misserum. Nú ríður á því sem aldrei fyrr, að lánsfénu hafi verið vel varið. Skyndileg aukning skammtíma- skulda þjóðarbúsins hefur leitt til þess, að þær námu um mitt þetta ár nær tíföldum gjaldeyrisforða Seðlabankans. Seðlabankinn hefur vanrækt að byggja upp gjaldeyris- forða sinn til mótvægis við aukningu skammtímaskuldanna. Ef erlendir lánardrottnar kippa að sér hendinni og neita að framlengja lán til Íslands eins og gerðist í Taílandi 1997, til þess þarf ekki nema nokkrar neikvæðar umsagnir erlendra bankagreiningardeilda líkt og í vor leið, þá dugir gjaldeyr- isforðinn ekki til að greiða nema lítið brot af skuldunum. Þá hrapar gengið. En gengi krónunnar er í öllu falli of hátt skráð eins og viðskiptahallinn og vaxtamunurinn milli Íslands og annarra Evrópu- landa bera með sér og hlýtur því að láta undan síga innan tíðar. Hvenær? Það veit enginn. Meira næst. Hagkerfi á fleygiferð Efnahagsástandið Umræðan | Jón Bjarnason, þingmaður VG, skrifar um virkjanaáform í Skagafirði Herförin gegn Jökulsám Skagafjarðar er komin á fulla ferð á ný. Á fundi skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar 19. sept. sl. samþykktu fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks breytingu á aðalskipulagstillög- unni sem nú er til meðferðar hjá sveitarfélaginu: „Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að í aðal- skipulagi verði gert ráð fyrir og sýnd möguleg svæði til virkjunar Héraðsvatna þ.e.a.s. við Skatastaði og Villinganes.“ Þessi samþykkt hefur mikla þýðingu sökum þess að hún er það eina sem stendur í vegi fyrir virkjun Jökulsánna í Skagafirði. En virkjun þeirra er líklega ein forsenda þess að hægt verði að reisa álver á Húsa- vík. Þessi samþykkt er vitaskuld eftir yfirlýstum markmiðum Framsóknarflokksins um eflingu stór- iðju hérlendis en gengur þvert gegn nýjustu mark- miðum Samfylkingar um „Fagra Ísland“. Allt bendir til að Jökulsárnar í Skagafirði geti orðið næstu fórnar- lömb virkjana- og stóriðjugræðginnar. Aðalskipulag fyrir Skagafjörð hefur verið í vinnslu undanfarin ár og hart deilt um virkjanir í Jökulsán- um. Vinstri grænir vilja friða Jökulsárnar gegn virkj- unum. Eignarhaldsfélagið Héraðsvötn hefur þegar tryggt sér virkjunarrétt við Villinganes en félagið er að meirihluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og RARIK hf. Þessi virkjun hefur þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og fengið tilskilin leyfi frá umhverfisráðuneyti og iðnaðarráðuneyti. Umræðu og frekari aðkomu almennings að þeirri framkvæmd er lagalega lokið. Aðeins hefur strandað á að sveitar- stjórnir Skagafjarðar gæfu grænt ljós á framkvæmd- ina. Með því að setja virkjunina inn á aðalskipulag er þeirri hindrun rutt úr vegi. Fari Villinganesvirkjun inn á aðalskipulag verður virkjanaleyfið sjálft dýrmæt söluvara, að virði hundr- aða milljóna ef ekki milljarða króna. Þetta vita for- ystumenn KS og RARIK og hugsa sér gott til glóðar- innar. Sömu aðilar ásamt Landsvirkjun hafa einnig sótt um rannsóknaleyfi til virkjana við Skatastaði, ofar í vatnasviði Jökulsánna. Hvað sem annars má segja um Framsóknarflokk- inn hefur hann verið sjálfum sér samkvæmur og sýnt stefnufestu og eindregna afstöðu til eflingar stóriðju hérlendis með tilheyrandi fórnum á náttúru og samfé- lagi. Mín einlæga von er sú að þau öfl í Samfylkingunni verði ofan á sem gera nú tilraun til að breyta stefnu flokksins í virkjana og stóriðjumálum. En það eru verkin sem tala. Eitt fyrsta skrefið í þeim efnum væri að Samfylkingin standi með Vinstri grænum og öðru baráttufólki fyrir friðun Jökulsánna í Skagafirði. Aðalskipulag sveitarfélags er stefnuyfirlýsing um ráðstöfun lands og náttúruauðlinda. Framkvæmdir við Villinganesvirkjun bíða þess eins að komast á skipulag. Unnendur Jökulsánna í Skagafirði kalla á sam- stöðu til verndar Jökulsánum. Við hvetjum til baráttu gegn öllum tilraunum til að setja umræddar virkjanir inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Ákall til verndar Jökulsánum Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Það var þá „Að sama skapi er leitt til þess að vita að stjórnmálamenn allra flokka, utan Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs, skuli ganga um torg barmandi sér yfir að herinn sé á förum og sjái ekki aðrar leiðir færar fyrir vinnuafl á Suðurnesjum en að þjónusta banda- rískt hernámslið,“ sagði í ályktun stjórnar Vinstri grænna í Reykjavík. „Ég er sérstaklega ósáttur við aðdrag- anda uppsagnanna því fyrir mánuði síðan var ákveðið að reka ratsjárstöðina með óbreyttu sniði fram til 15. ágúst á næsta ári,“ sagði Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungar- vík og fyrrverandi stjórnarmað- ur í Vinstri grænum í Reykjavík, í Fréttablaðinu í gær. Mikilvæg málefni „Mannréttindanefnd fagnar því að stjórnarformaður Orkuveitu Reykja- víkur, Guðlaugur Þór Þórðarson, hafi látið það vera eitt af sínum fyrstu embættisverkum að taka úr birt- ingu umdeilda auglýsingu Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir í síðustu fundar- gerð mannréttindanefndar Reykjavík- ur. Nefndarmönnum þótti konur lítils- virtar í auglýsingunni, sem ku vera ein sú dýrasta sem hefur verið framleidd hér á landi, enda sést karlmaður ryk- suga í upphafi hennar. Bjarni í Framsókn „Bjarni Harðarson, blaðamaður, rit- stjóri Sunnlenska Fréttablaðsins, er að íhuga að bjóða sig fram í 2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi,“ skrifar Pétur Gunn- arsson, fyrrverandi fréttastjóri á Frétta- blaðinu, á vef sinn í gær. „Bjarni hefur undanfarna daga talað við fjölmarga framsóknarmenn og kannað undir- tektir við framboð sitt. Ákvörðun um aðferð við uppstillingu liggur ekki fyrir en verður tekin í nóvemberbyrjun,“ segir Pétur. Þingmenn flokksins í Suðurkjördæmi eru Guðni Ágústsson og Hjálmar Árna- son. Ísólfur Gylfi Pálmason vill inn á þing. Pólitískt framhaldslíf Hjálm- ars er óvísst en Pétur spáir því að hann vilji halda áfram á þingi. bjorgvin@frettabladid.isK osningavetur er framundan. Óvenjumargir þingmenn hafa hætt á því kjörtímabili sem er að ljúka og fleiri hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Það er því útlit fyrir að nokkur endurnýjun verði í þingsölum milli kjörtíma- bila. Þessi staða opnar tækifæri bæði fyrir stjórnmálaflokkana að hleypa ferskum vindum á lista sína og einnig fyrir einstakl- inga sem vilja láta til sín taka með því að gefa kost á sér til þátt- töku í stjórnmálum. Prófkjör og uppstillingar á lista er verkefni næstu vikna. Á hverjum degi berast fréttir af framboðum fólks á lista flokk- anna. Flest þetta fólk er áður þekkt úr stjórnmálum, annað hvort sitjandi þingmenn eða stjórnmálamenn sem hafa einbeitt sér að öðrum sviðum til þessa en telja sig nú tilbúna í slaginn á Alþingi. Minna er um fólk sem kemur utan frá og hefur til þessa látið til sín taka á öðrum sviðum samfélagsins. Alþingi Íslendinga endurspeglar ekki þjóðina sérstaklega vel í dag. Sú endurnýjun sem framundan er má því skoðast sem tækifæri stjórnmálaflokkanna til að hrista upp í mannavalinu og stilla upp listum með fólki sem kjósendum finnst koma sér við, listum sem eru skipaðir konum og körlum, ungum og öldnum, fólki með margvíslega reynslu, fólki sem hefur lagt sinn skerf til samfélagsins með mörgu og ólíku móti, fólki sem skynjar lífs- kjör almennings í landinu og hefur reynt sitt af hverju á eigin skinni. Stjórnmál snúast um fólkið í landinu, umhverfi þess og lífs- kjör í breiðum skilningi. Í stefnuskrám flokkanna og kosninga- málum felast mismunandi valkostir fyrir kjósendur. En það er ekki nóg. Kjósendum verður líka að finnast að þeir einstaklingar sem þeim gefst kostur á að velja til þings séu fulltrúar þeirra. Einsleitur hópur fólks þar sem uppistaðan er karlar á miðjum aldri sem hafa verið mislengi í pólitík er ekki til þess fallinn að draga fólk að kjörklefunum. Svo virðist sem áhugi á stjórnmálum fari minnkandi og þekkt er að stjórnmál virðast síður höfða til ungs fólks en áður. Það verður því æ algengara að yngstu kjósendurnir nýti ekki atkvæð- isrétt sinn. Ein leiðin til að bregðast við þessari þróun hlýtur að vera sú að listar stjórnmálaflokkanna séu skipaðir breiðum hópi fólks með margvíslega reynslu. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála á næstu vikum. Tekst stjórnmálaflokkunum að nýta tækifærið til að hleypa ferskum vindum um lista sína eða mun val kjósenda standa milli lista skipuðum einsleitum hópi, þar sem uppistaðan er karlmenn, vel menntaðir fjölskyldumenn á aldrinum 35 til 60 ára. Stjórnmálaflokkar stilla upp listum: Ferskir vindar STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR „Alþingi Íslendinga endurspeglar ekki þjóðina sérstak- lega vel í dag.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.