Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 74
 5. október 2006 FIMMTUDAGUR38 menning@frettabladid.is Ingunn Snædal hlaut Bókmenntaverðlaun Tóm- asar Guðmundssonar, sem afhent voru í gær, fyrir handrit að ljóðabókinni Guðlausir menn – Hugleið- ingar um jökulvatn og ást. „Ég er ekki mikið Reykjavíkur- skáld, yrki þvert á móti aðallega um sveitina og landið,“ segir Ing- unn, sem tók við verðlaununum úr höndum Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar borgarstjóra í Höfða í gær. Verðlaunin, sem kennd eru við Reykjavíkurskáldið Tómas Guð- mundsson, hafa verið veitt á tveggja ára fresti frá árinu 1994 en verða veitt árlega héðan í frá. Áður mátti veita verðlaunin fyrir óprentað handrit frumsamið á íslensku, hvort sem um var að ræða skáldsögu, ljóð eða leikrit, en samkvæmt nýjum reglum eru þau einungis veitt fyrir óprentuð handrit að ljóðabók. Alls bárust 49 handrit að þessu sinni og þótti handrit Ingunnar skara fram úr. Dómnefndina skip- uðu Árni Sigurjónsson, bók- menntafræðingur og formaður dómnefndar, tilnefndur af borgar- ráði, Þorgerður E. Sigurðardóttir bókmenntafræðingur, tilnefnd af menningar- og ferðamálaráði og Sveinn Yngvi Egilsson bókmennta- fræðingur, tilnefndur af Rithöf- undasambandi Íslands. Ingunn er borinn og barnfædd- ur Austfirðingur en flutti til Reykjavíkur í sumar eftir nokkura ára heimshornaflakk. Hún á að baki ljóðabókina Heitt malbik sem kom út árið 1995. „Hún þótti lofa góðu en síðan hef ég ekki skrifað fyrir neinn nema sjálfan mig. Ég sendi inn handritið að Guðlausum mönn- um á síðustu stundu upp á von og óvon, því ég hugsaði með mér að ef ég gerði ekkert við þetta núna þá þýddi ekkert að vera að þessu.“ Auk þess að vinna til verðlaun- anna hefur bókaforlagið Bjartur tekið Ingunni upp á sína arma og gefur út Guðlausa menn í dag. Ing- unn vill þó ekki vera með digur- barkalegar yfirlýsingar um að hún sé komin til að vera en hún á nóg af efni í sarpinum og er þegar byrjuð á nýju. „Ég hugsa að ég sýni öðrum það sem ég skrifa og reyni að fá það útgefið þegar þar að kemur. Mér finnst skemmtileg- ast að skrifa ljóð og geri það alltaf í og með en næst langar mig til að skrifa sögu. Sjáum hvað verður úr því.“ Þótt kveðskapur Ingunnar sverji sig ekki í ætt við verk Tóm- asar Guðmundssonar kann hún ljóð Reykjavíkurskáldsins í bak og fyrir. „Ég lærði öll ljóðin hans í grunnskóla. Ég hef yndi af hefð- bundnum kveðskap, þótt ég hafi aldrei getað ort þannig sjálf, og er farin að kenna mínum eigin börn- um ljóðin hans.“ bergsteinn@frettabladid.is Ekki mikið Reykjavíkurskáld INGUNN SNÆDAL OG VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON Borgarstjóri afhenti henni verðlaunin í Höfða í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Íslenska kvikmyndin Blóðbönd eftir Árna Ólaf Ásgeirsson er á leiðinni til Rómar þar sem hún mun taka þátt í nýrri kvikmynda- hátíð þar í borg. Blóðbönd er ein þriggja norrænna kvikmynda sem taka þátt á hátíðinni en hinar myndirnar eru Eftir brúðkaupið eftir Susanne Bier og Supervoksen eftir Christinu Rosendahl. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi hátíð fer fram og aðstandendur er von- góðir um að hún nái að festa sig í sessi og veiti jafnvel Feneyja- hátíðinni verðuga keppni. Þegar hefur verið tilkynnt um komu Sean Connery til borgarinnar og er róið að því öllum árum að fá fleiri stór nöfn til að koma. Nýlega gerði hátíðin í Róm samstarfs- samning við Tribeca-hátíðina í New York þar sem stórleikarinn Robert De Niro fer fremstur í flokki en hann mun vera einn þeirra sem vildu ólmir koma á fót kvikmyndahátíð í ítölsku höfuð- borginni. Árni Ólafur Ásgeirsson, leik- stjóri myndarinnar, var mjög spenntur fyrir ferðinni enda sagð- ist hann aldrei hafa komið til Rómar en Árni heldur utan 15. október og verður heila viku þar í borg. „Ég mun annars vegar sýna Blóðbönd og hins vegar taka þátt í svona „post- production“ messu þar sem ungir leik- stjórar kynna verkefni sem þeir ganga með í magan- um fyrir kvik- myndafram- leiðendur,“ segir Árni Ólafur en vildi ekki upplýsa hvaða kvikmynd væri næst á dagskrá hjá sér, sagði það vonandi koma í ljós eftir kvik- myndahátíðina. - fgg Blóðbönd til Rómar ÁRNI ÓLAFUR ÁSGEIRSSON ÚR BLÓÐBÖNDUM Er ein þriggja norrænna kvikmynda á nýrri kvikmyndahátíð í Róm. Skipið, sjöunda skáldsaga Stef- áns Mána, kemur út hjá JPV seinni partinn í október. Sagan, sem er spennusaga, gerist á fraktskipi með níu manna áhöfn. Stefán Máni segist þó leggja megináherslu á mann- lega þáttinn. „Þeir eru flestir fjölskyldumenn, karlarnir, og ég spila inn á fjarveruna frá heimil- inu og ástvinum,“ sagði hann. „Ég fjalla dálítið um hvernig maðurinn skapar sér sín eigin örlög. Þeir hafa ýmislegt á sam- viskunni, þessir karlar, og fara með ýmsar birgðir um borð,“ segir Stefán Máni. „Þetta eru menn sem fresta því sem þeir gætu gert í dag og svo kemur morgundagurinn aldrei,“ sagði Stefán Máni, en hann segist einnig fjalla um viðbrögð manna þegar þeir standa frammi fyrir dauðanum. „Það eru alltaf heimspekilegar pælingar í mínum bókum. Fólk á að hafa gaman af bókunum, en þær eiga líka að hafa eitthvað kjöt á beinunum,“ sagði hann. Skipið er fyrsta bókin sem Stefán Máni gefur út hjá JPV. Aðspurður um hvernig honum líði með nýja forlagið segist hann vera afskaplega ánægður. „Mér finnst ég vera kominn heim eftir að hafa verið á vergangi.“ Mannleg dramatík STEFÁN MÁNI Þó að Skipið sé spennu- saga segir Stefán Máni bókina ekki vera hetjusögu. KL. 18 Norrænir músíkdagar hefjast með tónleikum Karlakórsins Fóst- bræðra í Ráðhúsi borgarinnar. Um er að ræða viðamestu hátíð nútímatónlistar sem skipulögð hefur verið á Íslandi og tjaldar til færustu hljóðfæraleikurum og fremstu tónskáldum Norðurlanda. Á opnunartónleikunum verður einnig flutt Alþingisrapp eftir Atla Heimi Sveinsson og tónverk eftir sænska tónskáldið Sten Melin. ! Þrír leikstjórar, Rússinn Aleksandr Sokurov, Dan- inn Niels Arden Oplev og Kúrdinn Bahman Gho- badi, verða allir viðstaddir sýningar á verkum sínum á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykja- vík í dag. Sokurov verður í Tjarnarbíói þegar heimildar- mynd hans, Lífsins harmaljóð, verður sýnd. Mynd- in segir sögu hjónanna Galina Vishnevksaya sópr- ansöngkonu og Mstislav Rostropovich sellóleikara. Oplev verður viðstaddur sýningu myndar sinn- ar Draumurinn sem greinir frá átökum 13 ára drengs við ráðríkan skólastjóra árið 1969. Það þarf ekki að hafa mörg orð um að drengurinn er innblás- inn af frelsisanda tímabilsins en Oplev byggir myndina á sönnum atburðum. Kúrdinn Bahman Ghobadi á þrjár myndir á hátíðinni og ein þeirra, Hálft tungl, verður sýnd að leikstjóranum viðstöddum í Háskólabíói í kvöld. Myndin greinir frá tónlistarmanninum Mamo sem hefur fengið leyfi til að leika á tónleikum í írösku Kúrdistan. Hann hefur beðið þess í 35 ár að fá að koma fram í Írak og vinur hans tekur því að sér að smala saman í skólabíl tíu sonum Mamos, sem eru dreifðir út um allt land, svo þeir geti verið við- staddir uppákomuna. Draumurinn er sýndur í Iðnó klukkan 18.00, Lífsins harmljóð eru sýnd í Tjarnarbíói klukkan 18.00 og Hálft tungl er sýnt í Háskólabíó klukkan 20.20. Leikstjóradagur á RIFF ALEXANDER SOKUROV Verður viðstaddur sýningu á heimildar- mynd sinni Lífsins harmljóð í dag. ��������������� ����� ��������� ����� ������������ � ������������������������������ ������ ��������� ����� ������������������������� � �������������������� ���������� ������ ���� ��������������� ������������������������� ������ ���� ��������������� ������������������������� � �������������� �������������������������������������� ������ �������������������� ������������ � ������������������ ����������������������������������� ������ ��������������������� ������������ � �������������������������� �������������������������� ��������������������������� ���������������� ��������������������������������� ���������� ��������������������� �������������������������������� > Dustaðu rykið af.. Eldri verkum Stephens King en það er fátt notalegra en að sökkva sér ofan í almenni- legan hrylling í skammdeginu. Þegar kemur að því að virkja myrkfælnina standa fáir King á sporði og hann var í góðu stuði þegar hann skrifaði The Shining, Christine, Pet Cematary. Þá er ein og ein smásaga úr safninu Skeleton Crew gráupplögð fyrir svefninn og allt er þetta fín upphitun fyrir nýjustu bókina hans, Gemsann, sem kemur út í íslenskri þýðingu á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.