Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 51
9 „Mér finnst frábært að fara upp í Öskjuhlíð, bæði af því að það er eins og að vera úti í stórum skógi og svo er stutt að fara fyrir borgar- búa,“ segir Maríanna um uppáhalds- útivistarsvæðið sitt. „Ég geng í Öskjuhlíðinni á sumrin og líka á haustin en þá er einstaklega fallegt um að lítast, laufin skrautleg að sjá og svo framvegis.” Maríanna segir aldrei að vita hvers konar ævintýri bíði manns í Öskjuhlíðinni og nefnir sem dæmi þegar hún mætti þar allsnöktum manni, með fötin sín í verslunar- poka. „Hann hefur sjálfsagt ætlað að koma mér í uppnám með uppá- tækinu og varð því heldur hvumsa þegar ég bauð honum kurteislega góðan daginn,“ segir hún og hlær. „Annars á ég margar góðar bernskuminningar úr Öskjuhlíð- inni,“ heldur Maríanna áfram. „Ég fór þar oft í indíána- og kúreka- leik með pabba mínum þegar ég var yngri. Einu sinni spurði ég hann hvort úlfar héldu sig nokkuð til í Öskjuhlíðinni. Hann sagði þá enga ástæðu til að óttast því úlfar byggju ekki á Íslandi. Við það varð ég mjög vonsvikin og spurði hvort við gætum einfaldlega ekki látið eins og svo væri. Á þessum aldrei sá maður ævintýri á hverju götu- horni.“ Þegar blaðamaður spyr Marí- önnu hvort nakti maðurinn hafi ekki verið hálfgerður úlfur svarar hún því hlæjandi að hann hafi nú frekar mátt flokka sem lamb. - rve Ævintýraferð um Öskjuhlíðina Maríönnu Clöru Lúthersdóttur finnst gott að ganga um Öskjuhlíðina því aldrei sé að vita hverju maður getur lent í. Maríanna Clara Lúthersdóttir leikkona tekur þátt í sýningunni Gunnlaðar sögu sem sýnd er í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Henni finnst gaman að fara í Öskjuhlíðina, vegna þess hversu fallegt svæðið er. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Gengið verður á Hrafnabjörg næsta sunnudag á vegum Ferðafélags Íslands í samstarfi við Þingvalla- þjóðgarð. Mæting er við þjónustu- miðstöðina á Þingvöllum kl. 11 en þangað þarf að fara á einkabíl. Þátttaka er ókeypis og allir vel- komnir. Sunnudaginn 15. október verð- ur Valgarður Egilsson læknir far- arstjóri í göngu á Ármannsfellið fagurblátt og 22. október verða hellar kannaðir austan við Gjá- bakka. Leiðsögumaður verður Björn Hróarsson hellakönnuður. Þá eru þátttakendur vinsamleg- ast beðnir um að vera með ljós og klæddir í hlý föt sem mega óhreinkast og verða fyrir hnjaski. 29. október verður svo gengið á Skjaldbreið. Í öllum gönguferðunum er mæting við þjónustumiðstöð þjóð- garðsins klukkan 11.00 og þaðan haldið á áfangastað. Gönguferðirn- ar taka um 4-6 tíma. Síðasta sunnudag gengu um 140 manns á Arnarfell í blíðskaparveðri og nutu leiðsagnar Arnheiðar Hjör- leifsdóttur umhverfisfræðings og Þráins Bertelssonar rithöfundar. Hrafnabjörg næst Fjallahringur Þingvalla er heiti gönguferða sem farnar eru ókeypis frá þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum alla sunnudaga í október Fáir staðir eru fegurri á haustin en Þingvellir. FRÉTTABLAÐIÐ GVA Golf fyrirlestrar Verð aðeins 2.000 kr / Allir þrír fyrir 5.000 kr. Skráning á akademian@akademian.is og í síma 420 5500 Sveifluferill og grunnhreyfingar Sveifluferillinn er eitt af þremur leyndarmálum golfsveiflunnar. Fjallað verður um mikilvægi ferilsins og mikilvægi þess að kylfan sé á réttum ferli. Einnig verður farið í grunnhreyfingar og tækni. Fyrirlesari Brynjar Eldon Geirsson Þriðjudaginn 10. október kl. 20.00 til 22.00 Líkamsþjálfun kylfinga Liðleiki, kraftur, þol og samhæfing eru eiginleikar sem kylfingar þurfa til að ná sem bestum árangri á golfvellinum. Hvernig er best fyrir kylfinga að bæta þessa þætti? Fyrirlesari Guðjón Bergmann Þriðjudaginn 17. október kl. 20.00 til 22.00 Frá fyrsta teigi til loka pútts Ertu taugaveiklaður á fyrsta teig? Verðurðu fúll út í sjálfan þig þegar þú slæsar út í móa? Hér verður huglæga hliðin á því að spila golf tekin fyrir. Fyrirlesari Lárus Ýmir Þriðjudaginn 24. október kl. 20.00 til 22.00 Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { útivist & hreyfing } ■■■■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.