Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 46
4 Stóðréttir finnast mörgum hesta- mönnum einn af hápunktum ársins en ekki er síður gaman fyrir þá sem lítið sem ekkert vita um hesta að upplifa stóðréttir í öllu sínu veldi. Í Laufskálarétt, sem er ein af nokkr- um stóðréttum á Norðurlandi, eru réttuð um 600 hross. Mannfjöldinn eykst þó ár frá ári og er talið að í þetta sinn hafi hátt í þrjú þúsund manns fylgst með fræknum stóð- bændum draga hrossin sín í réttan dilk. Réttarstörf hófust um eittleytið á laugardegi en þá um morguninn höfðu tugir reiðmanna farið af stað inn í Kolbeinsdal til að sækja mörg hundruð hesta sem reknir höfðu verið af fjalli viku áður. Þegar hross- in höfðu verið rekin yfir í réttina í Hjaltadal fóru margir heimamanna til síns heima og gæddu sér á heitu hangikjöti að hætti Skagfirðinga og mættu fílefldir til að draga í dilka. Mannfjöldinn tafði á köflum fyrir réttarverkunum enda reynir fólk sem mest það má að fylgjast með bæði í dilkunum og í almenn- ingnum. Verður oft mikill handa- gangur í öskjunni þegar líflegir folar eru handsamaðir svo hægt sé að skoða markið. Stundum slæðast hross inn í ranga dilka en yfirleitt er það leiðrétt fyrir lok dags enda eru bændur hestglöggir menn og þekkja sitt stóð. Braskarar geta fengið töluverða útrás í stóðréttum enda hægt að ganga á milli dilka og falast eftir folöldum eða tryppum. Sumt er ekki falt, á öðru má skipta og annað selt fyrir beinharða peninga.Svo eru sumir sem koma bara til að sýna sig og sjá aðra og syngja hátt og snjallt meðan etinn er harðfiskur sem skol- að er niður með viskílögg úr pela. Um næstu helgi fara fram síðustu stóðréttir ársins þegar réttað verð- ur í Víðdalstungurétt í Húnaþingi vestra og Unadalsrétt í Skagafirði. - sgi Undir dalanna sól Laufskálaréttir voru haldnar síðustu helgi. Þær eru fjölsóttustu stóðréttirnar á landinu. Ljósmyndari Fréttablaðsins Heiða Helgadóttir fangaði nokkur skemmtileg augnablik. Í stóðréttum verður oft mikill hamagangur. Í hestamennsku sameinast kynslóðir og hinir ungu læra af hinum öldnu. Halldór Steingrímsson á Brimhóli var réttarstjóri í Laufskálaréttum. Hér fylgist hann með að allt fari rétt fram. Það er magnað að fylgjast með hrossunum hlaupa um í réttinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Um sex hundruð hross komin af fjöllum og rekin í Laufskálarétt. ■■■■ { útivist & hreyfing } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.