Fréttablaðið - 05.10.2006, Qupperneq 11
VEÐURFAR Nýliðinn september
mánuður var ákaflega hlýr um
allt land. Þetta er meðal þess sem
fram kemur á tíðindayfirliti frá
Veðurstofu Íslands. Meðalhiti í
Reykjavík mældist 10,5 gráður
sem er 3,1 stigi hærra en í
meðalári. September í ár er fjórði
hlýjasti septembermánuður í
Reykjavík síðan mælingar hófust.
Á Akureyri var hitinn 2,3 gráðum
hærri en í meðalári eða 8,6 stig.
Mæld úrkoma í Reykjavík var
117 mm sem er nærri meðallagi
en 50 mm á Akureyri sem er
þriðjungi yfir meðallagi. - hs
Tíðindayfirlit Veðurstofunnar:
September sá
fjórði hlýjasti
FALLEGT HAUSTVEÐUR September var sá
fjórði hlýjasti í Reykjavík.
STJÓRNMÁL Sigríður Ingvarsdóttir,
varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, býður sig fram í 2. til 3.
sæti á lista
flokksins í
Norðausturkjör-
dæmi.
Sigríður var
þingmaður
Sjálfstæðis-
flokksins fyrir
Norðvesturkjör-
dæmi á árunum
2001 til 2003.
Hún starfar sem verkefnisstjóri
Impru Nýsköpunarmiðstöð.
Samhliða vinnu stundar hún
MBA nám við Háskóla Íslands
sem hún lýkur í vor. Sigríður
hefur gegnt mörgum trúnaðar-
störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn
og á sæti í stjórn Landssambands
Sjálfstæðiskvenna. - sh
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins:
Gefur kost á sér
í 2. til 3. sæti
SIGRÍÐUR
INGVARSDÓTTIR
LÖGREGLUMÁL Maður á tvítugs-
aldri var úrskurðaður í síbrota-
gæslu í eina viku af Héraðsdómi
Reykjaness á mánudag. Hann
hafði verið gripinn tvívegis við
innbrot í Hafnarfirði um helgina
og að sögn lögreglunnar þar á
hann mörg önnur óafgreidd mál í
þeirra umdæmi sem og annars
staðar á höfuðborgarsvæðinu.
Flest málanna gegn manninum
eru auðgunarbrot en hann á að
baki langan afbrotaferil þrátt
fyrir ungan aldur. - þsj
Úrskurðaður í síbrotagæslu:
Braust tvívegis
inn um helgina
SVÍÞJÓÐ, AP Nóbelsverðlaunin í
eðlisfræði, í lífeðlis- og læknis-
fræði og í efnafræði í ár fara til
alls fimm bandarískra vísinda-
manna.
Sænska Vísindaakademían til-
kynnti í gær að Nóbelsverðlaunin
í efnafræði féllu í ár í skaut
Rogers D. Kornberg fyrir rann-
sóknir hans á því hvernig frumur
nýta upplýsingar úr genum til
framleiðslu á próteinum. Faðir
hans, Arthur Kornberg, fékk
Nóbelsverðlaunin í læknisfræði
árið 1959.
Á þriðjudag var tilkynnt að
John C. Mather og George F.
Smooth hljóta verðlaunin í eðlis-
fræði fyrir vinnu sína við kenn-
inguna um stórahvell, eða frum-
sprengingarkenninguna, sem
talin er skýra tilurð alheimsins.
Mather og Smooth bjuggu til
gervihnött sem mælir „örbylgju-
klið“, sem er talinn ein helsta
sönnun þess að heimurinn varð
til í stórahvelli. Auk heiðursins
skipta félagarnir tíu milljónum
sænskra króna á milli sín, and-
virði 95 milljóna íslenskra.
Á mánudag var tilkynnt að
Andrew Z. Fire og Craig C. Mello
hjóta Nóbelsverðlaunin í lífeðlis-
og læknisfræði fyrir að uppgötva
aðferð til að hafa áhrif á flæði
erfðaupplýsinga. - gb
MELLO OG FIRE Nóbelsverðlaunahafar í
lífeðlis- og læknisfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Nóbelsverðlaunahafar í læknis- og eðlis- og efnafræði í ár:
Allt bandarískir vísindamenn
SPÁNN, AP „Þeir komu fram við
mig eins og íslamskan hryðju-
verkamenn vegna þess hvernig ég
er útlits,“ sagði Pablo Gutierrez
Vega, spænskur lagaprófessor á
fertugsaldri, síðskeggjaður mjög,
sem lenti heldur betur í hremm-
ingum þegar hann sat um borð í
þýskri farþegaflugvél á leiðinni
frá Sevilla á Spáni til Dortmund í
Þýskalandi.
Þegar vélin millilenti á
Mallorca tókst þremur þýskum
farþegum að neyða hann út úr
vélinni, en flugmaður vélarinnar
kom honum þá til bjargar, baðst
afsökunar á atvikinu og bauð
honum að koma aftur um borð. - gb
Þrír þýskir flugfarþegar:
Urðu hræddir
við síðskegg
FIMMTUDAGUR 5. október 2006 11
ÞYRST ÞJÓNUSTA Þessi þjónustustúlka
notaði tækifærið og fékk sér ölsopa í
lok Októberhátíðarinnar í München í
Þýskalandi á þriðjudagskvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Opið mán – fös kl. 9 - 18 og laug kl. 12 - 16
Sævarhöfða 2 / Sími 525 8000 / www.ih.is
Breyttur Nissan X-Trail Sport
Verð aðeins 3.290.000 kr.
Nú býður Ingvar Helgason sérstaklega vel búinn Nissan X-TRAIL með
breytingarpakka frá Artic Trucks að verðmæti 450.000 kr. á óbreyttu verði!
Ríkulegur staðalbúnaður:
4x4, 17" álfelgur, litað gler, 6 diska
geislaspilari, 3 drifstillingar, loftkæling,
sjálfskipting, útvarpsfjarstýring.
Komdu og reynsluaktu!
Breytingar
7 cm hækkun
Stærri dekk (29")
Garmin Nuvi 310 leiðsögutæki
Krómgrind
Krómstigbretti
Kastarar
Dráttarbeisli
Umboðsmenn
um land allt
Njarðvík
421 8808
Akranesi
431 1376
Höfn í Hornafirði
478 1990
Reyðarfirði
474 1453
Akureyri
464 7940
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
3
8
0
2
BREYTTUR X-TRAIL Á
ÓBREYTTU VERÐI!