Fréttablaðið - 05.10.2006, Side 12

Fréttablaðið - 05.10.2006, Side 12
12 5. október 2006 FIMMTUDAGUR MENNING Þrír hlutu styrki úr Minn- ingarsjóði frú Stefaníu Guðmunds- dóttur sem veittir voru fyrir leik- árið 2005 til 2006 á mánudagskvöld. Grétar Reynisson leiktjaldahönn- uður, Baltasar Kormákur leikstjóri og Gunnar Eyjólfsson leikari hlutu allir 400 þúsund króna styrk. Frú Stefanía, sem er talin hafa verið einn stórbrotnasti sviðslista- maður Íslands á fyrri hluta 20. aldar, hefði orðið 130 ára á þessu ári. „Því var ákveðið veita þeim 25 leiklistarmönnum sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum minjagrip sem við köllum Stefaníustjakann,“ segir Kjartan Borg, formaður stjórnar sjóðsins. - sdg Minningarsjóður Frú Stefaníu veitir þrjá 400 þúsund króna styrki: Leiklistarfólk hlýtur stuðning GRÉTAR REYNISSON, GUNNAR EYJÓLFSSON OG BALTASAR KORMÁKUR Þremenning- arnir hlutu styrki fyrir vinnu sína við uppsetningu á Pétri Gaut. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SVEITARSTJÓRNARMÁL Samfylkingin í Reykjavík lagði það til á fundi borgarstjórnar í gær að borgar- stjóri myndi hefja viðræður um flutning á málefnum aldraðra, fatlaðra og heilsugæslu frá ríki til borgarinnar. Björk Vilhelmsdóttir borgar- fulltrúi segir að almennur vilji sé meðal sveitarstjórnarfólks að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Flutningur á málum aldraðra sé einnig á stefnuskrá félags eldri borgara. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri lagði til að tillögunni yrði vísað til stjórnkerfisnefndar. - ss Samfylkingin í Reykjavík: Nærþjónusta til borgarinnar FLÓÐ Í FRAKKLANDI Vegfarandi veður vatnið á götu í bænum Ramberviller í Vogesa-fjöllum í Austur-Frakklandi í gær. Mikil úrkoma hefur verið á þess- um slóðum að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI SUÐUR-KÓREA, AP Nágrannar Norð- ur-Kóreu héldu í gær áfram að bregðast harkalega við yfirlýsingu ríkisstjórnar kommúnistaríkisins á þriðjudag um að tilraunir með kjarnorkuvopn yrðu gerðar á næst- unni. Kínverjar og Bandaríkjamenn hvöttu til stillingar, en Japanar fóru fram á snögg og ákveðin viðbrögð Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem fundaði í gær fyrir lokuðum dyrum um fyrirætlanir Norður- Kóreu. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ hvatti í gær til þess að aðildar- lönd öryggisráðsins hittust „til að þróa samhangandi stefnu sem sann- færir þá um að það sé ekki í þeirra þágu að prófa kjarnorkuvopn“. Fastafulltrúi Kína, Wang Guang- ya, sagðist telja að áframhaldandi samningaviðræður fimm stórþjóða við Norður-Kóreu, sem hafa verið árangurslitlar undanfarið, væri betri lausn heldur en að öryggis- ráðið gangi í málið. Nýr forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, sagði hins vegar að þjóð sín gæti „hreint ekki sætt sig við“ kjarnorkuvopnatilraunir nágrannaþjóðar sinnar, og studdu Frakkar Japana í umleitun eftir skjótum viðbrögðum öryggisráðs- ins. Norður-Kóreumenn, sem hafa löngum sagst eiga kjarnavopn, hafa hingað til ekki prófað þau svo að vitað sé. Í tilkynningunni sem utan- ríkisráðuneyti Norður-Kóreu sendi frá sér sagði að tilraunirnar yrðu gerðar á öruggum stað undir strangri stjórn vísindamanna. Tilraunirnar munu verða gerðar í þeim tilgangi að styrkja varnir landsins gegn því sem kallað var aukinn fjandskapur Bandaríkj- anna. Bandaríkin og Kína eru meðal fimm þjóða heims sem viðurkenna opinberlega að eiga kjarnorkuvopn. Hinar eru Frakkland, Rússland og Bretland. Einnig þykir ljóst að Pak- istan og Indland eigi kjarnorku- vopn, og grunur leikur á að Ísrael og Norður-Kórea búi einnig yfir kjarnorkuvopnum. smk@frettabladid.is Brugðist við hótun- um Norður-Kóreu Kína og Bandaríkin vilja að farið verði með gát að Norður-Kóreu, en Japanar vilja tafarlaus afskipti Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kóreumenn ætla að prófa kjarnavopn á næstunni, en engin dagsetning hefur verið tilkynnt. FYRIRÆTLUNUM NORÐUR-KÓREU MÓTMÆLT Suður- Kóreumenn mótmæltu opinberlega í gær fyrirætlunum nágrannaþjóðar sinnar, Norður-Kóreu, um að prófa kjarnorkuvopn. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur ekki gefið upp hvenær fyrirhugaðar tilraunir muni fara fram, en lofar að þær verði gerðar undir ströngu eftirliti vís- indamanna við öruggar aðstæður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP WASHINGTON, AP Tekið er að hitna undir Denis Hastert, leiðtoga repúblikana í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings, vegna gagnrýni eigin flokksmanna á hvernig hann hefur tekið á hneykslismáli þingmanns- ins Marks Foley. Foley, sem sagði skyndilega af sér þingmennsku í lok síðustu viku, hefur innritast á meðferðar- stofnun fyrir áfengissjúklinga. Hann sætir lögreglurannsókn vegna tölvusamskipta við vika- pilta á Bandaríkjaþingi. Foley hafði sent piltunum, sem eru á unglingsaldri, ýmis dónaleg skila- boð. „Ég trúi því fastlega að ég sé áfengissjúklingur og hef fallist á nauðsyn þess að gangast þegar í stað undir meðferð við áfengis- sýki og öðrum hegðunarvand- kvæðum,“ sagði Foley í yfirlýs- ingu, sem hann sendi frá sér á mánudag. „Ég iðrast sárt og tek á mig fulla ábyrgð á þeim skaða sem ég hef valdið,“ sagði einnig í yfirlýsingunni. Demókratar á þinginu segja að flokksfélagar Foleys hafi hugs- anlega vitað af athæfinu mánuðum saman án þess að gera neitt í málinu. Þess í stað hafi Hastert, sem er þingforseti fulltrúadeildarinnar, lagt allt kapp á að halda málinu leyndu svo repú- blikanar tapi ekki þingsætinu í kosningum í nóvember. - gb/aa Hneyksli skekur Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum: Segir af sér og fer í áfengismeðferð MARK FOLEY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.