Fréttablaðið - 05.10.2006, Page 33

Fréttablaðið - 05.10.2006, Page 33
FIMMTUDAGUR 5. október 2006 3 Bókaútgáfa og diskókjólar á tískuviku í Mílanó. Diskóið sveif yfir vötnum á nýlegri tískusýningu í Mílanó þar sem sýnd voru föt úr vor og sumar- línu Gucci. Stuttir beinir kjólar með skemmtilegum mynstrum voru áberandi í línunni og gætir þar töluverðra áhrifa frá sjöunda áratugnum. Maður gæti vel séð fyrir sér Twiggy dansa um í hinum fjólubláu og silfurlitu kjólum hér í denn. Á tískusýningunni var boðið upp á súkkulaði og kampavín og söngvarinn John Legend steig á svið. Var þetta að nokkru leyti í til- efni af útgáfu bókarinnar Gucci by Gucci þar sem farið er yfir sögu hönnuðarins og fyrirtækis- ins. Bókin kemur í verslanir Guccis síðar á árinu. Gucci aftur til fortíðar í Mílanó Litríkt og ermalaust Fjólublátt og flott Módel sýnir fallegan kjól í anda sjöunda áratugarins úr vor og sumarlínu Gucci. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Stígvélaði kötturinn Raymond Massaro Haustið er komið og nú nálgast tími leðurstígvélana sem eiga betur við í misjöfnu haustveðri, meira að segja hér í París þar sem haustrigningarnar standa sem hæst. Reyndar eru stígvél í tísku um þessar mundir, meira en nokkru sinni fyrr. Skemmst er að minnast þeirra úr sumar- tískunni sem ekki er algengt. Í vetrartískunni eru þau úr leðri, krókódíla- og slönguskinni, með loðfóðri og svo mætti áfram telja. Stígvélunum hefur sömu- leiðis bæst öflugur liðsauki, reyndar ekki alveg nýr af nál- inni, í fótabúnaði sem nær upp á mið læri (cuissardes). Áður var það ofureðlilegt að láta smíða á sig skó. Þaðan kemur orðið skósmiður að sjálfsögðu. Nú heyrir það til undantekninga enda verðið langt frá því að keppa við fjöldaframleidda kín- verska skó sem flæða um allt. Raymond Massaro er sonur og sonarsonur skósmiðs og án þess að taka of sterkt til orða sá besti í Frakklandi. Hann er sá síðasti í röðinni því enginn úr fjölskyldunni mun taka við eftir hans dag. Tískuhúsið Chanel hefur þó bjargað arfleiðinni og er nú eigandi Massaro-skómíða- stofunnar. Massaro smíðar fyrir marga af frægustu tískuhönnuð- um hér í landi, svo sem Christian Lacroix, John Galliano, Gian- franco Ferré og framleiðir skó fyrir hátískusýningar Chanel. Auk þess leita fjölmargir við- skiptavinir beint til Massaros til að láta smíða á sig skó eftir máli. Aðferðirnar hafa ekkert breyst í gegnum árin. Skórinn er saum- aður á trémót sem hefur verið skorið út eins og skúlptúr, frum- mynd sniðin úr afgangsleðri en hinn eiginlegi skór er ekki fram- leiddur úr hinu besta leðri fyrr en eftir fyrstu mátun viðskiptavin- arins á frumeintakinu. Heildar- vinnutími við hvert skópar er um fjörutíu stundir. Um 1930 voru um 300 við- skiptavinir hjá Lazare Massaro sem oftast keyptu þrjú skópör á ári. Meðal þeirra voru greifynj- an af Windsor, Elizabeth Taylor, Marlene Dietrich og Romy Schneider svo nokkrir séu nefnd- ir. Í dag hefur sonarsonurinn um 3000 viðskiptavini sem flestir kaupa þó aðeins eitt par á ári. Verkstæðið er við Rue de la Paix, í göngufæri við tískuhús Chanel við Cambon-götu. Þar hannaði Massaro hinu frægu drapplituðu skó með svörtu silkitánni 1958, ásamt mademoiselle Chanel, skó sem æ síðan hafa verið endur- hannaðir í ýmsum myndum. Massaro hannaði að vanda skó fyrir hátískusýningu Chanel vet- urinn 2006-7 í júlí síðastliðnum. Í þetta sinn voru það stígvél upp á mið læri sem fóru vel við stuttu kjólana, meira að segja brúðurin var í slíkum stígvélum, gerðum af Raymond Massaro. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Hönnun frá níunda og tíunda áratugnum nýtur vinsælda. Þótt tískufrömuðurinn Hervé Léger taki ef til vill ekki þátt í tískuvik- unni í París að þessu sinni er hönn- un hans aftur í sviðsljósinu. Hönnuðir frá fatamerkjum á borð við Proenza Schouler og Christopher Kane hafa augljóslega sótt í smiðju Léger með svokölluð- um sáraumbúða-klæðnaði sem Léger gerði meðal annarra frægan á níund og tíunda áratugnum. Ekki skemmir fyrir að stór- stjörnur á borð við söngkonuna Beyoncé sýnt línurnar í ósviknum Hervé Léger-klæðnaði á rauða dreglinum. Sáraumbúða- klæðnaður Beyoncé er ein þeirra stjórstjarna sem hafa látið sjá sig í „sáraumbúða- klæðnaði“ að undanförnu. Flatahrauni 5a á móti Iðnskólanum Opið 13-19 virka daga og 13-17 laugardaga og sunnudaga. Aðeins 4 verð 500 1500 3000 og 5000 Lagersala Euro sko SPÖNGINNI S: 587 0740 MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.