Fréttablaðið - 07.10.2006, Side 2

Fréttablaðið - 07.10.2006, Side 2
2 7. október 2006 LAUGARDAGUR SPURNING DAGSINS Er gott að bera kaupfélags- genið? Það er alveg dásamlegt. Ingibjörg Pálmadóttir skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún sagði meðal annars Kára Stefánsson ekki skilja gildi „kaupfélagsgensins“ þegar hún biður hann um að einangra það til að bjarga megi Framsóknarflokknum. SVÍÞJÓÐ Samsteypustjórn borg- aralegu flokkanna í Svíþjóð tók við stjórnartaumunum í gær. Á óvart kom að nýi forsætisráð- herrann Fredrik Reinfeldt, sem er leiðtogi Hægriflokksins, fékk Carl Bildt, fyrrverandi forsætis- ráðherra, til að fara með utanrík- ismálin. Að Reinfeldt skyldi hafa feng- ið Bildt, sem stýrði minnihluta- stjórn Hægriflokksins á árunum 1991-1994, til liðs við nýju stjórn- ina var slegið upp sem stórfrétt í sænsku blöðunum. Bildt sagðist myndu vinna að því að bæta tengslin milli Evrópusambands- ins og Bandaríkjanna, sem hann sagði lykilatriði ef árangur ætti að nást í málum eins og barátt- unni gegn gróðurhúsaáhrifunum eða leitinni að friði í Mið-Austur- löndum. Menntamálaráðherra er Lars Leijonborg, leiðtogi Þjóðar- flokksins. Maud Olofsson, for- maður Miðflokksins, tekur við iðnaðarráðuneytinu. Alls eru ráð- herrarnir tuttugu og tveir. Hægriflokkurinn fær helming ráðherraembættanna. Nyamko Sabuni úr Þjóðar- flokknum verður ráðherra inn- flytjendamála, en hún er fyrsti þeldökki ráðherrann í ríkisstjórn Svíþjóðar. - aa HÆGRISTJÓRN Nýi forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt gengur út úr þinghús- inu í Stokkhólmi eftir að hafa flutt fyrstu stefnuræðu sína í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Samsteypustjórn borgaralegu flokkanna tekin við í Svíþjóð: Carl Bildt í utanríkismálin SVÍÞJÓÐ Sænskir dómstólar dæmdu 43 ára gamlan kirkju- vörð, sem játaði að hafa haft mök við lík konu, á réttargeðdeild í gær, kom fram á fréttavef Dagens Nyheter. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa kveikt í kirkju í Surahammars. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Svíþjóð, enda hefur slíkt mál ekki komið fyrir dómstóla þar fyrr. Kirkjuvörðurinn, sem sagðist hafa verið afar einmana og eiga við áfengisvandamál að stríða, talaði um sjálfan sig í þriðju persónu þegar hann lýsti verkn- aði sínum fyrir réttinum. Aðstandendur látnu konunnar fóru í fyrstu fram á skaðabætur, en hafa dregið þá kröfu til baka. - smk Hafði mök við lík: Dæmdur á rétt- argeðdeild DÓMSMÁL Aðalmeðferð hófst í í gær máli Öryrkjabandalags Íslands á hendur íslenska ríkinu vegna van- efnda þess síðarnefnda á samkomu- lagi um tvöföldun grunnörorkulíf- eyris þeirra sem metnir eru 75% öryrkjar eða meira. Aðalkröfu ÖBÍ var vísað frá en málið tekið til dóms á forsendum varakröfu. Í henni er farið fram á að grunnörorkulífeyrir ofangreinds hóps verði tvöfaldaður samkvæmt samkomulagi ÖBÍ og ríkisins frá 25. mars 2003 auk skaðabóta sem jafn- gilda 100% álagi á lífeyrinum vegna tímabilsins 1. janúar 2004 til 31. desember 2005. Íslenska ríkið held- ur hins vegar fram að ríkissjóður sé einungis skuld- bundinn til að veita einum milljarði króna til verkefn- isins, en samkvæmt útreikningum Tryggingastofnunar ríkisins hefði full framkvæmd þess kostað um einn og hálfan milljarð. Til skýrslutöku mættu meðal annarra Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður ÖBÍ, og Jón Kristj- ánsson fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra. Garðar sagði að aldrei hefði komið fram að framkvæmdirnar mættu ekki kosta meira en einn milljarð á meðan að starfshópur sem hann átti meðal annars sæti í vann að tillögum um lagabreytingar svo að samkomulag- inu mætti hrinda í framkvæmd. Þegar fjárlagafrumvarp ársins 2004 var lagt fram um haustið hefði annað komið í ljós. Jón Kristjánsson hafi þá sagst ætla að beita sér fyrir því að fá 2/3 hluta samkomulagsins efndan 1. janúar 2004 og leggja síðan til að síðasti þriðjungurinn kæmi inn á fjárlög næsta árs og gengju í gildi 1. janúar 2005. Jón Kristjánsson sagði að ríkissjóður hefði ein- ungis samþykkt að veita einum milljarði til fram- kvæmdarinnar og að Garðari hefði verið kunnugt um það. Hann sagðist þó hafa kannað möguleikann á því að fá auknar fjárheimildir í fjárlögum ársins 2005. Jón sagðist hafa rætt málið óformlega innan ríkis- stjórnarinnar en þó ekki á ríkisstjórnarfundum en ríkisstjórnin hafi litið svo á að einn milljarður væri öll upphæðin sem hún hefði skuldbundið sig til að veita til verkefnisins. thordur@frettabladid.is Aðalmeðferð í máli Öryrkjabandalagsins gegn íslenska ríkinu: Vilja tvöföldun örorkulífeyris JÓN KRISTJÁNSSON GARÐAR SVERRISSON FISKVINNSLA Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans sættu harðri gagnrýni á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldinn var í gær. Einar Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sem hélt erindi á fundinum, sagði sjávar- útvegsfyrirtækin hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna hás geng- is krónunnar og hafi hagræðing í greininni skilað miklu. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, var öllu beinskeyttari í erindi sínu. Hann sagði kappsmál að halda Íslandi á meðal sam- keppnishæfustu þjóða. En nauðsynlegt væri að ná verð- bólgunni niður á næsta ári áður en uppsveifluskeið hefst á ný. Kjarasamningar um mitt þetta ár hafi verið skref í þá átt að lækka verðbólgu en án þeirra hefði mátt búast við hærri verðbólgu nú. „En Seðlabankinn spilar ekki með,“ sagði Vilhjálm- ur og sagði bankann leggja grunninn að nýrri „verðbólgu- gusu“. - jab FRÁ FUNDINUM Einar Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra flutti erindi um stöðu og nýsköpun í sjávarútvegi á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samtök fiskvinnslustöðva: Gagnrýndu Seðlabankann HEILBRIGÐISMÁL Kona um fimmtugt undirbýr nú bótakröfu vegna rangrar sjúkdómsgreiningar sem hún telur sig hafa orðið fyrir á Læknavaktinni í Kópavogi. Konan veiktist í vor og fór á Læknavakt- ina. Hún telur sig ekki hafa fengið rétta sjúkdómsgreiningu þar, en síðar kom í ljós að hún var með heilahimnubólgu. Hún lenti í langvarandi veikindum og síðan endurhæfingu á Grensásdeild. Grímur Sigurðarson lögfræðingur konunnar staðfesti við Fréttablað- ið, að í undirbúningi væri bóta- krafa á hendur því vátryggingafé- lagi sem tryggi starfsemi Læknavaktarinnar, samkvæmt lögum um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir kveðst kannast við þetta tilvik, en tjáir sig ekki um einstök mál. „Það er alltaf eitthvað um að mál vegna meintra læknamistaka komi inn til embættisins,“ segir hann. „En þau hafa ekki verið mjög mörg gagnvart Læknavakt- inni síðastliðin ár. Hingað koma mál af ýmsum toga sem varða kvartanir á heilbrigðisþjónust- unni. Hins vegar höfum við engar upplýsingar um mál sem kunna að vera rekin fyrir dómstólum. Þau eru þá komin úr okkar höndum.“ Matthías bendir á að Lækna- vaktin sé mjög útsett fyrir kvört- unarmálum, sem og slysa- og bráðadeildir sjúkrahúsanna. „Okkur berast á bilinu 230 til 250 mál frá einstaklingum á ári hverju,“ segir hann. „Þau geta spannað allt frá því að einhverjum líki ekki framkoma heilbrigðis- starfsmanns til alvarlegri hluta, sem geta haft einhver áhrif á heilsufar viðkomandi.“ Hann segir að samkvæmt læknalögunum beri sjúkrastofn- unum að tilkynna landlæknisemb- ættinu ef eitthvað óvænt eigi sér stað við meðferð sjúklings. Sú til- kynningaskylda sé á hendi for- stöðumanns eða yfirlæknis. Hann beri jafnframt ábyrgð á því að sérhver óvæntur skaði sé rann- sakaður og afgreiddur. Málum sem tilkynnt séu með þeim hætti hafi fjölgað. Matthías bendir á mikilvægi sjúklingatryggingar. Tilgangur hennar er að auka bótarétt sjúk- linga, sem bíða heilsutjón vegna áfalla í tengslum við meðferð. Ekki þarf að sýna fram á sök eða vanrækslu heilbrigðisstarfsfólks. Bætur greiðast án tillits til þess hvort einhver beri skaðabótaá- byrgð samkvæmt reglum skaða- bótaréttar. jss@frettabladid.is LÆKNAVAKTIN Er mjög útsett fyrir kvörtunarmálum, segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlækinir. Krefst bóta vegna læknamistaka Kona um fimmtugt ætlar að krefjast bóta vegna rangrar sjúkdómsgreiningar sem hún telur sig hafa orðið fyrir á Læknavaktinni í Kópavogi. Hún reyndist vera með heilahimnubólgu, lenti í miklum, langvarandi veikindum og síðan endurhæfingu. BANDARÍKIN Á löngum nafnalista, sem notaður er á flugvöllum í Bandaríkjunum til þess að stöðva grunaða hryðjuverkamenn, er að finna nöfn fjórtán af flugræn- ingjunum nítján sem létu lífið í árásunum 11. september 2001. Þar er einnig að finna nöfnin Saddam Hussein og Osama bin Laden. Ekki er heldur gott að heita John Williams, Gary Smith eða Robert Johnson. Þessi nöfn eru á listanum ásamt fleiri algengum nöfnum, sem þúsundir manna bera. Þeir sem bera þessi nöfn eru nánast alltaf stöðvaðir þegar þeir fara um borð í flugvél og iðulega leitað á þeim. Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS skýrði frá þessu. - gb Öryggisráðstafanir í BNA: Látnir menn fá ekki að fljúga UMFERÐARSLYS Karlmaður slapp lítið meiddur er bifreið sem hann ók valt í Hvalfjarðargöngunum um hálf sex leytið í gær. Loka þurfti allri umferð um göngin á meðan unnið var að því að koma bifreiðinni út en hún var að lokum dregin af vettvangi. Opnað var fyrir umferð skömmu eftir að búið var að koma bifreiðinni út úr göngunum en óljóst er hver tildrög slyssins voru. Bifreiðin er mikið skemmd og jafnvel ónýt. Karlmaðurinn var einn í bifreiðinni er slysið varð en aðrar bifreiðar, sem komu fyrst á slysstað, skemmdust ekki. - mh Bílvelta í Hvalfjarðargöngum: Ökumaður slapp ómeiddur Féll af baki Kona fótbrotnaði illa er hún féll af hestbaki á Víðidalsheiði um þrjú leyt- ið í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og sótti konuna og var hún flutt á slysadeild Landspítalans. LÖGREGLUFRÉTT
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.