Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2006, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 07.10.2006, Qupperneq 20
 7. október 2006 LAUGARDAGUR20 „Kjartan er auðvitað vinur minn og sérstaklega tryggur sem slíkur. Ég hef þekkt hann í áratugi eða allt frá því að hann starfaði fyrir mótfram- bjóðanda minn í kjöri til Inspector í Menntaskólanum í Reykjavík. Eftir það kynntumst við betur og höfum starfað náið saman síðan,“ segir Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, um Kjartan Gunn- arsson. Davíð segir Kjartan ráðagóðan og hjálpfúsan. Hann hafi reynst mörgum vinum og samferðamönn- um vel í gegnum árin. „Kjartan segir mér reyndar aldrei frá því og hef ég frétt það eftir krókaleiðum. En það lýsir honum líka vel. Hann er sérstaklega laginn við að þegja yfir leyndarmálum.“ Ólíkt stjórnmálamönnum hefur Kjartan Gunnarsson ekki þurft að vera í sviðsljósi fjölmiðla meira en hann kærir sig um. Það hefur því alltaf ríkt ákveðin dulúð í kringum manninn. Kennarar við stjórnmála- fræðiskor Háskóla íslands hafa haldið því fram í mörg ár að hann sé einn valdamesti einstaklingur- inn í íslenskum stjórnmálum. Telja fleiri að völdin fylgi persónu Kjart- ans, sem flokksmenn treysti og leiti til. Það hefur auðvitað líka sín áhrif að hann hefur verið framkvæmda- stjóri stærsta stjórnmálaflokks Íslands í 26 ár og starfað með þrem- ur forsætisráðherrum. Össur Skarphéðinsson, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar, þurfti fyrst að takast á við Kjart- an í stúdentapólitíkinni þegar þeir leiddu hvor sína fylkinguna. Össur segist alltaf hafa verið hlýtt til Kjartans síðan þó hann hafi deilt á hann. Það hafi verið gaman að ríf- ast við hann um pólitík í gamla daga. „Það vita allir, sem hafa verið í návígi við Kjartan, að hann hefur húmor fyrir sjálfum sér og aðstæð- um. Hann er blíður undir niðri, kannski ekki einstrengingslegur, en oft erfiður við að eiga í rökræð- um. Fáa menn rökfastari þekki ég,“ segir Össur. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að Kjartan sé mikill mælskumaður og hefði auðveldlega getað fótað sig í pól- itíkinni. Og muni kannski gera síðar. Hann fetaði þá leið strax í skóla, fyrst í MR, síðan sem for- ystumaður Vöku, þá var hann for- maður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík 1977-1979. Sigraði Kjartan Júlíus Hafstein í kosningu um embætt- ið. „Kjartan er mjög skemmtilegur og þægilegur í viðkynningu. Hann segir fátt, en þegar hann opnar munninn þagna aðrir. Hann er jafn- góður og jafnsterkur ræðumaður og þjálfuðustu atvinnustjórnmála- menn, en beitir þeim hæfileikum sínum sjaldan,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor um þennan vin sinn. Sagan segir að Kjartan hafi í gegnum árin þegið lítil sem engin laun frá Sjálfstæðisflokknum og borgi frekar með sér ef eitthvað er. Hann er sterkefnaður, erfði eignir eftir foreldra sína og hefur hagnast í viðskiptum. Hann er umsvifamik- ill í fasteignaviðskiptum og 20. stærsti hluthafinn í Landsbanka Íslands í gegnum eignarhaldsfélag- ið Skipholt ehf. Undanfarin ár hefur hann byggt upp kirkjujörðina Saur- bæ við Rauðasand á Vestfjörðum, þangað sem hann fer gjarnan til að slaka á. Samhliða hefur hann komið upp aðstöðu fyrir fólk sem vill tjalda og njóta fegurðar Vestfjarða og gott ef kaffi er ekki á boðstólum að Saurbæ fyrir góða gesti. Þrátt fyrir þessi miklu umsvif Kjartans er hann sérstaklega passa- samur á að ekkert sem hann gerir orki tvímælis í ljósi stöðu hans. Á hann að hafa aðstöðu utan skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins til að sinna öðrum verkefnum en snúa beint að flokknum. Ber það glöggt merki um hversu varfærinn Kjart- an er þegar kemur að persónuleg- um málum. Eitt veigamesta verkefni fram- kvæmdastjóra er að undirbúa kosn- ingabaráttu og skipulagningu landsfunda. Það hefur Kjartan jafn- an leyst óaðfinnanlega ásamt starfsfólki Valhallar. Engin stór vandamál hafa komið upp hjá þess- um stóra flokki undir stjórn Kjart- ans enda þekkja þeir, sem hafa starfað í lengri eða skemmri tíma á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, að hann gerir þá ófrávíkjanlegu kröfu að fólk fari að settum reglum. „Fyrir mig hafa það verið algjör forréttindi að fá tækifæri til að vinna með Kjartani, enda er hann einn vandaðasti maður sem ég hef kynnst. Kjartan er mikill hugsjóna- maður, ber mikla virðingu fyrir einstaklingnum, framtaki hans og frelsi og hefur sem framkvæmda- stjóri verið einn öflugasti hug- myndafræðingur Sjálfstæðis- flokksins. Sem samstarfsmaður og vinur er Kjartan einstaklega traustur, jákvæður og ráðagóður, fyrir nú utan hversu skemmtilegur hann er og mikill húmoristi,“ segir borgarfulltrúinn Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem var áður aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins. Tryggðin er samstarfsmönnum og vinum Kjartans greinilega hug- leikin. „Hann er einn þeirra manna sem verða vinum sínum því kærari sem þeir kynnast honum betur. Hann er tryggðatröll. Hann er líka sérlega rólegur og jafnlyndur og lætur þess vegna vel að vinna með örlyndum, áköfum og hugmynda- ríkum mönnum, sem líður vel með honum og fá hæfilega tamningu hæfileika sinna í samneyti við hann. Þeir Davíð og Kjartan voru eins og fóstbræður, þegar þeir höfðu veg og vanda af Sjálfstæðis- flokknum og bættu hvor annan upp,“ segir Hannes Hólmsteinn. Eftir að Kjartan útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1978, þar sem hann var meðal ann- ars formaður Orators, stundaði hann nám í herfræðum við varnar- málaherskóla norska varnarmála- ráðuneytisins. Árið 1980 varð hann framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins og fimm árum síðar, 29. desember 1985, kvæntist hann Sig- ríði Snævarr sendiherra. „Hann er mjög flinkur og slíp- aður í samskiptum við fólk og útsjónarsamur að finna lausnir. Enginn tími fer til spillis hjá Kjart- ani í einhver leiðindamál, því ekk- ert haggar honum. Hann hvílir svo einstaklega vel í sjálfum sér og er til fyrirmyndar í því að þurfa ekki stöðugt að leita staðfestingar hjá öðrum til að vera viss í sinni sök,“ segir Sigríður eiginkona Kjartans. Hún er sammála öðrum viðmæl- endum Fréttablaðsins um að nán- ustu vini sína velji hann úr hópi samherja og skoðanabræðra, en líka úr hópi bernskuvina eða þeirra sem tengjast fjölskyldu hans. Hann geri mjög mikið fyrir mjög fáa, sé mikill vinur vina sinna og bóngóð- ur með afbrigðum, án þess að kæra sig um að frá því sé skýrt eða það þakkað. „Hann er með afbrigðum heil- steyptur maður og skemmtilegur og bak við alvarlegt yfirbragðið leynist mikill húmoristi,“ segir Sig- ríður. Húmorinn er sem sagt aldrei langt undan þótt augnablikið sé háalvarlegt. Þegar mikil barátta átti sér stað í íslensku viðskiptalífi, og áhrifamenn funduðu um fram- gang málsins á leynilegum fundi, dró Kjartan vasaklút upp úr brjóst- vasa sínum og sagði: „Jæja. Þá er víst bara eitt eftir.“ Tók hann vatns- glasið sem hann hafði drukkið úr og pússaði vandlega með klútnum. Kom þetta fram í greinaflokki Agn- esar Bragadóttur um málið í Morg- unblaðinu, þó hún nefndi ekki Kjartan á nafn. Fundarmenn hefðu horfið skellihlæjandi á braut. Eitt sinn ofbauð Hannesi Hólm- steini skrif Össurar Skarphéðins- sonar og sagði við Kjartan: „Hvern- ig er það með hann Össur, er ekkert vit í honum?“ Kjartan hugsaði sig um smástund og sagði síðan: „Jú, hann hefur hrekkjavit“. Lokaorðin um Kjartan Gunnars- son verða ljóðlínur sem einn við- mælandi Fréttablaðsins sagði að kæmu upp í hugann þegar Kjartan bæri á góma. „Sú fullvissa er fædd í oss öllum að frelsið sé líf hvers manns, jafneinfalt og eðlisbundið og andardráttur hans.“ MAÐUR VIKUNNAR Einstakur húmoristi sem kann að þaga yfir leyndarmálum KJARTAN GUNNARSSON FRÁFARANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS HAUSTBÓKAMARKAÐUR SKJALDBORGAR MÖRKINNI 1 Barnabækur, fræðslubækur fyrir börn og unglinga, unglingabækur, skáldsögur, handbækur, dulræn efni, ævisögur, krossgátublöð og margt fleira. Allir sem versla fá gjafabók Haustbókamarkaður Skjaldborgar er upplagður grundvöllur fyrir jólagjafakaup eða einfaldlega gott tækifæri til að komast í paradís bókaormsins. Opið virka daga 9-17, nema fimmtudag 9-20, laugardaga 10-17 og sunnudaga 12-16.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.